Fimm þingmenn af átta horfnir á braut Fimm þingmenn Vinstri grænna af þeim átta sem fengu sæti á Alþingi eftir síðustu þingkosningar verða ekki á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Meirihluti þeirra er því horfinn á braut. 21.10.2024 11:22
Lawrence ólétt í annað sinn Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence hefur tilkynnt að hún sé ólétt af sínu öðru barni. 21.10.2024 00:00
Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokk á útleið Fimm þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum verða ekki á lista í næstu Alþingiskosningum. Um er að ræða fjóra karla og eina konu úr fjórum kjördæmum. 20.10.2024 23:19
Húsnæði Stuðla ráði ekki við málaflokkinn og úrbætur gengið hægt Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir húsnæði Stuðla ekki rýma þá hópa sem þar dvelji. Barnamálaráðherra segir myglu tvívegis hafa komið í veg fyrir úrbætur á meðferðaheimilum en það horfi til betri vegar. Hann segir að fjárfesta þurfi miklu meira í börnum. 20.10.2024 22:08
Sé líklega met að vera hafnað af flokki sínum tvisvar í sama mánuði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, segir að henni hafi ekki boðist oddvitasæti og því segi hún skilið við pólitíkina. Hún segir það líklega met að hafa verið hafnað tvisvar af eigin flokki í sama mánuði. 20.10.2024 20:57
Segist ekki hafa verið beitt þrýstingi Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hún ætli sér ekki í oddvitaslag við Ölmu Möller landlækni og býður sig fram í þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún segist ekki hafa verið beitt þrýstingi en sé að bregðast við ákalli um endurnýjun. 20.10.2024 19:52
Þau skipa framboðslista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar síðdegis. 20.10.2024 19:15
Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20.10.2024 18:35
„Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20.10.2024 18:12
Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20.10.2024 00:19