Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Ökumaður sem var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna reyndist vera með hníf og kylfu á sér. Þrír farþegar voru um borð í bílnum og reyndist einn þeirra vera með heimatilbúnar sprengjur á sér. 23.2.2025 23:04
Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur. 23.2.2025 22:35
Bobbingastaður í bobba Fyrirtækið Hooters of America, sem rekur veitingastaðakeðjuna Hooters, er sagt vinna með lánadrottnum að því að lýsa yfir gjaldþroti á næstu mánuðum. 23.2.2025 21:14
Einar og Milla eiga von á barni Einar Þorsteinsson, fráfarandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá ACT4, eiga von á barni. 23.2.2025 20:16
Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Þýskalandi er Kristilegum Demókrötum spáð sigri með um 29 prósent atkvæða. Harðlínuhægriflokknum AfD er spáð 19,5 prósentum sem er söguleg niðurstaða í tólf ára sögu flokksins. 23.2.2025 18:06
Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. 23.2.2025 00:43
„Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Inga Sæland sagði í ræðu sinni á landsfundi Flokks fólksins að Morgunblaðið, sem hún kallaði málgagn auðmanna, hefði hamast á flokknum og sakað hann um þjófnað, óheiðarleika og vísvitandi blekkingar í tengslum við styrkjamálið svokallaða. 22.2.2025 23:28
Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. 22.2.2025 22:40
VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. 22.2.2025 22:15
Stór skjálfti í Bárðarbungu Stór skjálfti varð í norðvesturhluta Bárðarbungu. Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1 og mældust þó nokkuð margir eftirskjálftar í kjölfar hans. 22.2.2025 21:45