Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Formaður Félags íslenskra náttúrufræðingar (FÍN) lagði fram tillögu um afnám hámarkssetu í formannsstóli fyrir aðalfund félagsins. Eftir viðbrögð stjórnar dró formaðurinn tillöguna til baka og er nú í námsleyfi til áramóta. Að lokinni tíu ára setu sinni í mars 2026 mun formaðurinn fá tíu mánaða biðlaun. 27.3.2025 16:05
Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27.3.2025 12:30
Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Versta mögulega sviðsmyndin fyrir Ísland er að lenda á milli í tollastríði milli Bandaríkjanna og Evrópuríkja. Ólíklegt sé að hún raungerist en yfirvöld þurfi að gæta viðskiptahagsmuna bæði til austurs og vesturs og tryggja áframhaldandi greiðan aðgang að mörkuðum. 27.3.2025 09:13
Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Bingó Flokks fólksins fer fram í sal flokksins í Grafarvogskirkju við Fjörgyn klukkan 13 eins og alla aðra mánudaga. Bingóstjórinn segir flokkinn standa sína plikt við grasrótina þó gusti um hann í fjölmiðlum. 24.3.2025 12:30
Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu. 24.3.2025 11:08
Réttarhöld hafin yfir Depardieu Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu. 24.3.2025 10:10
Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvö verkefni skömmu eftir miðnætti í nótt. Annars vegar þurfti að aðstoða tvo menn á vélsleðum á Langjökli og hins vegar þurfti að draga stjórnlausan fiskibát norðan af Hornbjargi til lands. 24.3.2025 08:37
Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins. 24.3.2025 00:08
Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23.3.2025 23:19
Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Minnst þrír voru drepnir og tíu særðust þegar Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð í nótt. Meðal hinna látnu er fimm ára barn. Úkraínumenn munu á morgun funda um frið með Rússum í Sádí-Arabíu gegnum sendinefnd Bandaríkjanna. 23.3.2025 21:47