Hellisheiði og Þrengsli opin fyrir umferð á ný Búið er að opna Hellisheiði en Vegagerðin lokaði henni fyrr í dag vegna vonskuveðurs. Á annan tug bíla festu sig þar þegar veðrið var hvað verst. Björgunarsveitir voru kallaðar út en ökumenn náðu flestir sjálfir að losa bíla sína. 31.1.2022 17:13
Kröpp lægð gengur yfir: Hellisheiði lokuð vegna fastra bíla Hellisheiði hefur verið lokað vegna veðurs en bílar eru nú fastir þar. Þá er fólk beðið að bíða með ferðir um Þrengsli á meðan veðrið gengur yfir. 31.1.2022 13:23
Aðeins þrjár vikur á milli bólusetninga Aðeins þrjár vikur verða látnar líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunnar vegna mikillar útbreiðslu veirunnar. Seinni bólusetning grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefst eftir helgina. 28.1.2022 16:01
Þetta verður snúnara næstu vikur Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. 27.1.2022 16:53
Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27.1.2022 14:11
Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. 27.1.2022 10:24
Færri þurfa að leggjast inn vegna veirunnar Þeim hefur fækkað verulega síðustu daga sem hafa þurft að leggjast inn á Landspítalann vegna kórónuveirunnar. Þá eru veikindi þeirra sem þurft hafa að leggjast inn minni en áður. 20.1.2022 18:00
Verkefnið flóknara en Kári hafði haldið Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á því hversu margir hafa í raun og veru smitast af kórónuveirunni á Íslandi reyndist flóknari en haldið var. Óvíst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins segir að allir verði látnir vita um leið og þær eru klárar. 20.1.2022 17:16
Skoðar frekari tilslakanir á sóttkví og einangrun Tvíbólusett börn munu mögulega sleppa við að fara í sóttkví en í skoðun er að breyta reglunum. Sóttvarnalæknir segir frekari tilslakanir á reglum um einangrun og sóttkví í vinnslu. 20.1.2022 13:01
„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19.1.2022 21:59