Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur ó­lík­legt að höfuð­paurarnir sleppi mikið betur í Lands­rétti

Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra.

Lygasögurnar það allra versta

Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið.

Vís­bendingar um að ein­elti hafi aukist eftir Co­vid

Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid.

Hvert er eiginlega „pointið“?

Krakkar í fimmta bekk í Grandaskóla segjast alltaf stressuð fyrir leshraðapróf og skilja ekki alveg tilganginn með því að lesa hratt - upphátt. Fréttamaður ræddi við krakkana og þreytti sjálfur hið umdeilda próf.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Starfsgreinasambandsins segir það skelfilegt að seðlabankastjóri skuli beina þeim skilaboðum til aðila vinnumarkaðarins að leggja sitt af mörkum til að hemja verðbólguna. Eina tækifæri launafólks í vaxtaumhverfinu nú til að rétta sín kjör sé þegar kjarasamningar eru lausir. Við fjöllum um stýrivaxtahækkunina sem tilkynnt var í gær í hádegisfréttum Bygjunnar klukkan 12.

Áhyggjufullir neytendur geta andað léttar

Forstjóri Kólusar segir nýjar, látlausar umbúðir utan um súkkulaðistykkið Þrist, sem vöktu talsverðar áhyggjur netverja í gær, aðeins tímabundnar. Verið sé að bíða eftir sendingu af „gömlu góðu“ umbúðunum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Knattspyrnuheimurinn er harmi sleginn eftir annað mannskæðasta slys íþróttasögunnar, sem varð í Indónesíu í gærkvöldi. Að minnsta kosti 125 eru látnir eftir að mannþröng myndaðist á fjölmennum knattspyrnuleikvangi. Einn hinna slösuðu staðhæfir að sumir hafi kafnað, aðrir troðist undir en að allt hafi þetta hafist á táragasnotkun lögreglu. Við sýnum sláandi myndir frá vettvangi og heyrum vitnisburð slasaðra.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins segir þetta svartan dag í sögu knattspyrnunnar. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. Við fjöllum um þennan mikla harmleik í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Sjá meira