Allt á floti á Auto í nótt Vatnsúðakerfi skemmtistaðarins Auto fór í gang í nótt og vatn flæddi um allt gólfið. Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á staðinn og hreinsunarstarf tók um klukkutíma. 27.10.2024 13:29
Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir að nýjasta útspil Kristrúnar Frostadóttur veki mikla athygli, en hann segir annað hvort um úthugsaða strategíu að ræða eða alvarlegt reynsluleysi. Í gær sagði Kristrún Dag B. Eggertsson vera aukaleikara í stóra verkefni Samfylkingarinnar, og hvatti mögulegan kjósanda sem er ósáttur við Dag að strika nafn hans út í kjörklefanum. 27.10.2024 12:27
Bjarni Jónsson til liðs við Græningja Bjarni Jónsson alþingismaður hefur gengið til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu Græningja. 27.10.2024 11:58
Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman Flugmenn tveggja flugvéla sem rákust saman í samflugi yfir Vestmannaeyjum ætluðu að fljúga í hring yfir Vestmannaeyjar þegar vélarnar rákust saman. Þeir létu flugumferðarstjórn ekki vita af árekstrinum fyrr en skemmdir á vélunum komu í ljós á Keflavíkuflugvelli. 27.10.2024 11:07
Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykktur Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri Orkustofnunar skipar fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Í öðru sæti er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins og starfandi fjármála- og innviðaráðherra. Jóhann Friðrik Friðriksson alþingismaður er í þriðja sæti. 26.10.2024 16:00
Lilja Alfreðsdóttir og Einar Bárðarson leiða í Reykjavík suður Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi vermir annað sætið og í þriðja sæti er Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi og formaður ungs framsóknarfólks í Reykjavík. 26.10.2024 15:37
Ásmundur Einar leiðir í Reykjavík norður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Í öðru sæti er Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður og í þriðja er Brynja M Dan Gunnarsdóttir fyrirtækjaeigandi. 26.10.2024 15:25
Staðfesta lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Í öðru sæti er Sigmar Guðmundsson alþingismaður. Í þriðja sæti er Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri. 26.10.2024 15:09
Ingvar Þóroddsson leiðir Viðreisn í Norðausturkjördæmi Ingvar Þóroddsson, framhaldsskólakennari á Akureyri leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti er Heiða Ingimarsdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála á Egilsstöðum. Þriðja sætið skipar Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, kennari og þjálfari á Akureyri og í fjórða sæti er Gabríel Ingimarsson, rekstrarstjóri Hríseyjarbúðarinnar og forseti Uppreisnar. 26.10.2024 15:01
Einar Bárðarson í öðru sæti Framsóknar í Reykjavík suður Einar Bárðarson, landsfrægur lagahöfundur og umboðsmaður, sem nú er formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands, verður í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. 26.10.2024 14:44