Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Breytingar sem taka mið af öðrum veru­leika yrðu erfiðar og kostnaðar­samar

Verði farin sú leið að aðlaga regluverkið um starfsemi lífeyrissjóða að þeirri evrópsku löggjöf sem gildir um fjármálafyrirtæki, eins og Seðlabankinn hefur talað fyrir, þá mun það hafa í för með sér „verulega breytta hugmyndafræði“ og valda miklum viðbótarkostnaði, að mati framkvæmdastjóra eins af stóru lífeyrissjóðunum. Hann segir oft gleymast að líta til þeirra kosta sem fylgir því að standa utan löggjafar Evrópusambandsins, sem taki iðulega mið af öðrum veruleika, og varar jafnframt við tillögum um að Seðlabankinn fái heimildir til stjórnvaldssekta á lífeyrissjóði.

Þór­dís skipar vara­seðla­banka­stjóra eftir að Bjarni sagði sig frá ferlinu

Það kemur í hlut Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra að skipa í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu á næstunni eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði sig frá málinu vegna fjölskyldutengsla við einn af umsækjendum. Sjö sóttust eftir embættinu þegar það var auglýst en einn af þeim dró umsókn sína fljótlega til baka.

Undir hlut­höfum komið hvort skráning sam­einaðs fé­lags hér heima heppnist

Marel kemur inn í áformaðan risasamruna við John Bean Technologies (JBT) „algjörlega sem jafningi“ bandaríska fyrirtækisins, að sögn Árna Sigurðssonar forstjóra, sem telur að hluthafar ættu að hafa enn meiri trú á sameinuðu félagi sem verði með einstaka stærðarhagkvæmni og segist ekki hafa upplifað neina fjárfesta tala „ákveðið“ á móti samrunanum. Í viðtali við Innherja undirstrikar hann að það séu hagsmunir þeirra sem vilja taka tilboðinu hjá JBT að ákveða sig snemma fremur en á lokametrunum og brýnir hluthafa Marel að það sé undir þeim komið hvort skráningin á Íslandi muni heppnast vel eða ekki þegar fram í sækir.

Niður­stöður fyrstu borana í Nanoq gefa til kynna „hágæða-gull­svæði“

Niðurstöður úr rannsóknarborunum Amaroq Minerals í Nanoq á Suður-Grænland sýndu fram á háan styrkleika gulls á svæðinu og undirstrikar mikla möguleika leyfisins, að sögn forstjóra auðlindafyrirtækisins. Frekari boranir eru áformaðar á næsta ári en fyrstu niðurstöður gefa vísbendingar um að hægt sé að finna gull í magni sem má telja í milljónum únsa.

Fram­taks­sjóðurinn Aldir verður leiðandi fjár­festir í Dropp

Framtakssjóður í rekstri Aldir hefur eignast leiðandi hlut í fyrirtækinu Dropp, bæði með kaupum á nýju hlutafé sem er gefið út og eins með því að kaupa hluta af bréfum núverandi hluthafa. Félagið hefur stækkað hratt á undanförnum árum, meðal annars með kaupum á Górillu vöruhúsi, og sér fram á frekari fjárfestingar til að styðja við áframhaldandi vöxt.

Aða­l­eig­andi Novo Nor­disk að kaupa Bench­mark fyrir um 45 milljarða

Félag í eigu Novo Holdings, sem fer með ráðandi eignarhlut í danska lyfjarisanum Novo Nordisk, hefur náð bindandi samkomulagi um að kaupa Benchmark Holdings fyrir samtals allt að 260 milljónir punda. Fyrirtækið er meðal annars eigandi Benchmark Genetics Iceland, áður Stofnfiskur, sem er með umfangsmikla starfsemi hér á landi í kynbótum á laxi og framleiðslu hrogna.

HILI hefur starf­semi á Ís­landi og ræður Sigurð Viðars­son sem fram­kvæmda­stjóra

Norskt fyrirtæki sem býður einstaklingum að selja hluta af eign sinni í fasteign til fjárfestingasjóðs ætlar að hasla sér völl hér á landi og hefur ráðið Sigurð Viðarsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Kviku banka, sem framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi. Með miklum hækkunum á fasteignamarkaði hefur hreinn auður margra heimila aukist verulega en á sama tíma er hátt vaxtastig farið að valda sumum þeirra lausafjárerfiðleikum.

Munum á­fram „velkjast um í heimi fjögurra pró­senta raun­vaxta“

Þótt ný þjóðhagsspá Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgan verði farin að nálgast markmið um mitt næsta ár þá ætlar peningastefnunefndin ekki að láta mun betri horfur „slá ryki í augun á sér, að sögn hagfræðinga Arion banka, en einhver bið verður á því að aðhaldsstigið fari minnkandi. Útlit er fyrir töluverðar vaxtalækkanir á næstunni ef verðbólgan þróast í takt við væntingar en peningastefnunefndin mun hins vegar eftir sem áður vera varkár.

Stærra skref hefði gefið röng skila­boð um að Seðla­bankinn vildi minnka að­haldið

Raunvaxtaaðhaldið hefur hækkað lítilega frá síðustu mælingu í ágúst en ekki er „endilega heppilegt“ að það aukist enn frekar, að sögn seðlabankastjóra, og mögulega mun það fara minnkandi á næsta ári þegar framleiðsluspennan í hagkerfinu snýst í slaka. Hann segir flesta þætti núna vera að falla með Seðlabankanum og hefur ekki sömu áhyggjur og áður af framboðsskorti á íbúðamarkaði litið til allra næstu ára.

Vaxtalækkunin í takt við væntingar en þrá­lát verð­bólga kallar á­fram á „var­kárni“

Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að lækka vexti um 50 punkta er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila en í yfirlýsingu nefndarinnar, sem er fremur hlutlaus, er undirstrikað að þrálát verðbólga og verðbólguvæntingar yfir markmiði kalli áfram á „varkárni.“ Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er útlit fyrir engan hagvöxt í ár og þá mun verðbólgan ganga hraðar niður á næsta ári en áður var talið.

Sjá meira