Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst með minna fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í nýrri könnun Maskínu. Þingflokksformaður Miðflokksins þakkar staðfestu flokksins í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum að hann hefur fest sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn líði fyrir að hafa verið í vinstristjórn í sjö ár. 26.6.2024 12:24
Framkvæmdum ljúki „vonandi fyrir verslunarmannahelgi“ Vegagerðin stefnir að því að ljúka framkvæmdum við gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar fyrir verslunarmannahelgi, þannig að umferð tefjist ekki lengur við þessi fjölförnustu gatnamót landsins. 25.6.2024 19:55
Forsætisráðherra vill ekki víkja fyrir forsetanum á 17. júní Bjarni Benediktsson telur ekki tímabært að breyta þeirri hefð að forsætisráðherra flytji ávarp við hátíðarhöld á Austurvelli hinn 17. júní og í hans stað flytji forsetinn ávarp eins og Guðni Th. Jóhannesson lagði til við frestun þingfunda. Hins vegar komi til álita að útbúa aðstöðu fyrir forsetann á Þingvöllum eins og Guðni lagði til. 24.6.2024 14:20
„Veit ekki hvað þeim gengur til með þessu“ Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarnefnd lagði í kvöld fram breytingartillögur við frumvarp um öryrkjulífeyriskerfi almannatrygginga. Tillögurnar eru ekki hluti af samkomulagi stjórnarandstöðu og stjórnarflokka sem gert var til að ljúka þingstörfum. Þingmaður Vinstri grænna segir að líta megi á tillögurnar sem rof á samkomulagi en Inga Sæland segir það af og frá og segir að ekki standi til að tefja þingstörf. 21.6.2024 23:58
Formanni VG ekki skemmt yfir ræðu Jóns á þingi í dag Jón Gunnarsson sat einn stjórnarþingmanna hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust á matvælaráðherra og sagði þingflokk Vinstri Grænna varla hæfan til þingsetu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Jón og Guðmund Inga á Alþingi í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 20.6.2024 20:01
„Þessi vantrauststillaga verður felld“ Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun. 19.6.2024 23:01
Forsætisráðherra vill skerða launahækkun æðstu embættismanna verulega Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um laun æðstu embættismanna munu laun þessa hóps hækka mun minna um næstu mánaðamót en ella hefði orðið samkvæmt gildandi lögum. Forseti Alþingis segir að miðað hafi áfram í viðræðum þingflokksformanna í gærkvöldi um þingfrestun og vantrauststillaga á matvælaráðherra verði tekin fyrir á morgun. 19.6.2024 11:46
„Það er þetta viðvarandi ólögmæti“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega. 18.6.2024 20:45
Stjórnarflokkarnir ekki enn komnir með forgangslista mála Stjórnarandstaðan hefur enn ekki verið upplýst um hvaða mál stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að fá afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir formenn þingflokka stjórnarflokkanna forðast að ræða stöðuna. 18.6.2024 11:42
„Breyttum borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun“ Um þessar mundir eru þrjátíu ár frá því Reykjavíkurlistinn bauð fyrst fram og vann sögulegan sigur á Sjálfstæðisflokknum árið 1994. Margir sem komu að stofnun framboðsins komu saman til fagnaðar og málþings til að minnast þessa í Ráðhúsinu í dag. 13.6.2024 19:51