Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.

Svefnlyfjaneysla barna og heimildar­mynd um úkraínska flótta­menn

Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra en gera má ráð fyrir að fjöldi þeirra sem innbyrða efnið sé mun meiri þar sem hægt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum. Tryggvi Helgason barnalæknir segist hafa áhyggjur af þessari þróun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Veð­mál barna og verslunar­mið­stöð í Vogum

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaradeilunni við kennara, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að flokkapólitík hafi haft áhrif á að þau höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gær. Rætt verður við Ingu Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Segir ekkert til í á­sökunum KÍ um flokka­drætti

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina.

Fer fram á stjórnsýsluúttekt á að­draganda lokunarinnar

Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþngis að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Það sé með öllu óásættanlegt að flugbrautinni hafi verið lokað.

Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti

Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags.

Trans fólk veigri sér við ferða­lögum til Banda­ríkjanna

Forseti Trans Íslands segir marga veigra sér við því að ferðast til Bandaríkjanna, sérstaklega kynsegin fólk og þeir sem eru sýnilega hinsegin. Íslendingar þurfi að vera vakandi fyrir bakslagi og berjast gegn áhrifum frá Bandaríkjunum.

Sjá meira