Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16.2.2022 07:00
Öryggi vegfarenda á stígum eigi að vera í forgangi Erfið færð er enn víða fyrir gangandi vegfarendur eftir veðrið síðustu daga. Stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl vill betri forgangsröðun. Borgin segir verkefnið erfitt sem krefst þolinmæði. 15.2.2022 20:41
Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15.2.2022 13:01
Skjálfti af stærðinni 3,1 á Hellisheiði Skjálfti af stærðinni 3,1 varð skömmu fyrir miðnætti skammt frá Skálafelli á Hellisheiði. 14.2.2022 00:32
Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14.2.2022 00:05
Sonur Lilju Rannveigar við góða heilsu eftir slys Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir betur hafa farið en á horfðist þegar sonur hennar slasaðist í fjárhúsum í gær. Hún segir það helst hafa verið áfall en strákurinn er nú við góða heilsu. 13.2.2022 23:38
Ljúfsár stund meðal netverja eftir síðasta þátt Verbúðarinnar Áttundi og jafnframt síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í kvöld en þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda. Netverjar kepptust við að koma sínum vangaveltum á framfæri eftir þáttinn en allir virðast hafa verið límdir við skjáinn. 13.2.2022 23:25
Úkraínsku stjörnurnar í Go_A mæta í Söngvakeppnina Úkraínska hljómsveitin Go_A sem dáleiddi heimsbyggðina þegar Eurovision fór fram í Hollandi í fyrra mæta til að trylla lýðinn þegar úrslit Söngvakeppninnar fara fram þann 12. mars. 13.2.2022 22:08
Ofurskálin ekki síður matarviðburður ársins: „Þetta er bara algjör bilun“ Fjöldi Íslendinga situr límdur yfir Ofurskálinni svonefndu í kvöld, þar sem úrslitin ráðast í NFL-deildinni bandarísku. Leikar hefjast seint í kvöld og fyrir mörgum liggur að vaka fram á morgun. Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður okkar, fór yfir málin í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13.2.2022 21:13
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar en þriðja sleppt Tveir ungir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna skotárásar í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þriðji maðurinn sem var handtekinn vegna málsins var sleppt. 13.2.2022 21:05