Búist við áframhaldandi landrisi Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. 27.7.2022 12:00
„Hann var viðkunnanlegur maður og vel þekktur fyrir stjórnvisku sína“ Sendiherra Japans á Íslandi segir að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans sem var myrtur fyrir helgi, hafi verið einstaklega góður maður og segist í áfalli vegna voðaverksins. 11.7.2022 20:30
Konur með um 86 prósent af heildarlaunum karla Konur sem vinna fulla vinnu eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla, en launamunurinn er mestur hjá ríkinu. Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á þremur árum, eða um tæp 23 prósent. 11.7.2022 19:00
Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11.7.2022 12:49
Gríðarleg stemning á pakkfullu EM torgi Mikill fjöldi fólks er kominn saman á EM torginu á Ingólfstorgi til að styðja stelpurnar okkar. 10.7.2022 16:35
Svona var stemningin á aðdáendasvæðinu Íslendingar hafa flykkst á aðdáendasvæðið í Manchester fyrir leik Íslands gegn Belgum. Að venju eru Íslendingarnir í brjáluðu stuði og við í beinni útsendingu. 10.7.2022 12:56
Fimmtán látnir eftir sprengingu á fjölbýlishús Að minnsta kosti fimmtán létust og fleiri særðust í sprengjuárás Rússa á fjölbýlishús í borginni Khasiv Yak í austurhluta Úkraínu. 10.7.2022 12:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við fræðslustýru Samtakanna sjötíu og átta sem segir að fordómar gegn hinsegin fólki dreifist enn hraðar meðal ungs fólks á netinu. Stórt bakslag hafi orðið í réttindabaráttunni en tískubylgja sem snýst um að gelta á hinsegin fólk á almannafæri fer nú um samfélagsmiðla. 10.7.2022 11:47
Lífeyristryggingakerfið þjóni ekki lengur markmiði sínu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir lífeyristryggingakerfið ekki lengur þjóna markmiði sínu. Slæmar breytingar hafi verið gerðar á kerfinu fyrir sex árum sem valda því að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. 9.7.2022 20:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um lífeyrismál. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir lífeyristryggingakerfið ekki þjóna markmiði sínu lengur. Slæmar breytingar hafi verið gerðar á kerfinu fyrir sex árum sem valda því að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. 9.7.2022 18:01