Móðir Hrafnhildar Lilju fékk símtalið sem hún hafði beðið eftir í fjórtán ár Móðir Hrafnhildar Lilju, sem myrt var á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum, segir að yfirlögregluþjónn hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. Hún kveðst þakklát fyrir að lögregla hafi hlustað og segir stuðninginn ómetanlegan. 22.8.2022 13:38
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samfélagið á Blönduósi er slegið eftir banvæna skotárás sem átti sér stað snemma í morgun þegar tveir létust og einn særðist. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við lögreglustjórann á svæðinu og forseta sveitastjórnar í Húnabyggð. 21.8.2022 17:57
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við ítarlega um skotárásina á Blönduósi í nótt. Tveir eru látnir en árásarmaðurinn, sem er annar hinna látnu, hafði verið handtekinn fyrr í sumar þegar hann hafði í hótunum með skotvopn. 21.8.2022 11:46
Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. 20.8.2022 22:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Líklegt er að komið sé að goslokum í Meradölum að mati eldfjallafræðings. Hegðunin bendir til þess að gosvirknin sé hægt og rólega að fjara alveg út og ekki hefur komið kvika upp úr sprungunni í nokkurn tíma. En þótt gosinu kunni að vera lokið, er eldgosatímabilið á svæðinu mögulega rétt að byrja. 20.8.2022 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Karlmaður sem lést í skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö í gær er talinn hafa verið skotmark árásarinnar. Samkvæmt sænskum miðlum er maðurinn mikilvægur í glæpagenginu Satudarah. Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Lögreglan í Malmö segir ofbeldisbylgju ríða yfir. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum. 20.8.2022 11:45
Ríflega átta þúsund hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Að minnsta kosti 8.200 munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt á morgun. 88 milljónir hafa safnast í formi áheita og munu renna til hinna ýmsu góðgerðarfélaga. 19.8.2022 12:00
Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17.8.2022 22:30
Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra almennt ekki pólitísk afskipti af málinu. Þetta segir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sem segir ráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti af lögreglurannsókn í öðrum löndum. 17.8.2022 12:17
Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16.8.2022 18:30