Fréttamaður

Elísabet Hanna

Nýjustu greinar eftir höfund

Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið

Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013.

Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma

Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 

„Þetta er bara ónýt hugmynd“

Fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafinn Ólafur Grétar Gunnarsson, gestur í hlaðvarpinu Kviknar hjá Andreu Eyland, ræðir skólakerfið og samfélagið sem foreldrar búa við á Íslandi. Kviknar samfélagið gefur sig út fyrir að vera rödd foreldra í barneignarferli.

Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina

Brooklyn Beckham og Nicola Peltz giftu sig um helgina þann 9. apríl við fallega athöfn í Miami. Athöfnin fór fram á fjölskylduheimili Nicolu í Palm Beach og var Harper Seven Beckham blómastúlka. Vogue myndaði brúðkaupið og voru myndirnar jafn glæsilegar og hjónin. 

Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd

Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi. 

Twitter boðar komu „edit“ takkans

Twitter samfélagið getur byrjað að bíða spennt því miðillinn gaf það út á þriðjudaginn að breytingar séu væntanlegar á næstu mánuðum sem gera það mögulegt að lagfæra mistök í færslum.

Villi Neto og Tinna Ýr nýtt par

Leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto hefur fundið ástina í faðmi Tinnu Ýrar. Villi hefur verið áberandi í grín senunni og slegið í gegn á samfélagsmiðlum og áramótaskaupinu svo eitthvað sé nefnt.

„Ég vil vera á Íslandi því þetta er heimilið mitt“

Davíð Goði Þorvarðarson gerði myndband um mögulega brottvísun Kyönu Sue Powers frá Íslandi sem hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Á innan við sólarhring voru vel yfir fimmtán þúsund manns búnir að sjá það á Instagram.

Sjá meira