Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4.3.2021 22:48
Jarðskjálfti 8 að stærð á Nýja-Sjáland Jarðskjálfti sem mældist 8 að stærð reið yfir úti fyrir norðurströndum Nýja-Sjálands nú fyrir stundu, eða að morgni föstudags að staðartíma. Þetta er þriðji stóri skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu í dag en sá fyrsti mældist 7,2 að stærð um klukkan hálf þrjú að nóttu að staðartíma. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna skjálftanna. 4.3.2021 20:39
Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4.3.2021 19:42
„Við verðum bara að vera undir allt búin“ Engin merki er að finna í nýjustu gögnum um að kvika sé að nálgast yfirborð á Reykjanesi. Aftur á móti er enn óljóst hvort jarðhræringarnar á svæðinu komi til með að líða hjá á næstu dögum eða hvort komi til eldgoss. 4.3.2021 19:21
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir stöðuna á Reykjanesi í viðtölum við helstu sérfræðinga, viðbragðsaðila og íbúa. 4.3.2021 18:00
Mikið verk fyrir höndum við uppbyggingu og lagfæringu Hreinsun rústa og björgun muna við Slippinn á Seyðisfirði er komin vel áleiðis eftir tjónið sem þar varð í aurskriðunum sem féllu á Seyðisfirði fyrr í vetur. Mikið verk er enn fyrir höndum við uppbyggingu og lagfæringu þrátt fyrir að nú sjái fyrir endann á hreinsunarstarfi. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Austurlandi. 4.3.2021 17:47
Konan sem lýst var eftir komin í leitirnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir sjötugri konu sem síðast sást til í nágrenni við heimili sitt við Fjarðarás í Árbænum um hádegisbil í dag. 4.3.2021 16:29
Enn mælast snarpir skjálftar þótt ekki sé búist við gosi á næstu klukkustundum Enn er mikil skjáftavirkni á Reykjanesskaganum en ekki er þó byrjað að gjósa. Nýjustu gögn gefa ekki vísbendingar um að eldgos á Reykjanesskaga sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Ennþá eru þó merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. 4.3.2021 06:34
„Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram“ Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands munu standa vaktina í alla nótt, venju samkvæmt, og fylgjast með jarðhræringunum á Reykjanesi. Unnið er á tvöföldum þessa dagana en staðan nú um miðnætti var óbreitt frá því fyrr í kvöld; Enn eru merki um óróa þótt nokkuð hafi dregið úr frá því síðdegis, en jarðskjálftavirkni er enn mikil. 4.3.2021 00:35
Mannauðsteymi konungshallarinnar rannsakar meint einelti Meghan gegn starfsfólki Embætti bresku konungsfjölskyldunnar í Buckingham höll ætlar að rannsaka ásakanir um að Meghan Merkle hertogainja af Sussex hafi lagt starfsfólk hallarinnar í einelti. Ásakanirnar séu litnar alvarlegum augum og hyggst embættið komast til botns í málinu. 3.3.2021 22:45