Gönguleiðir að gosstöðvunum opnar í dag Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gönguleiða gekk vel í gær og var nóttin tíðindalaus, að sögn lögreglu. Líkt og fyrri daga þurftu nokkrir ferðamenn á aðstoð viðbragðsaðila að halda. 3.8.2023 08:23
Öfgahægrimenn helsta hryðjuverkaógnin og engin merki um íslamska öfgamenn Öfgahægrimenn eru helsta hryðjuverkaógnin á Íslandi, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns og tilkynningum um einstaklinga sem aðhyllast öfgahægrihyggju farið fjölgandi. Ekki séu merki um íslamska öfgamenn hérlendis. 3.8.2023 07:48
Skipta með sér skýjunum Spáð er hægri vestlægri eða breytilegri vindátt í dag og björtu veðri að mestu suðvestantil en skýjað með köflum og dálitlum skúri í öðrum landshlutum. Líkur eru á skúrum á víð og dreif en úrkomumagnið yfirleitt lítið. Léttir til norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig og hlýjast suðvestantil. 3.8.2023 07:09
Gengst við hvellinum sem hvekkti íbúa í Hafnarfirði Margir íbúar í Vallarhverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegis á þriðjudag vegna sprengingar sem heyrðist vel í suðurhluta bæjarins. Í fyrstu var óljóst hver uppruni hljóðsins var en nú liggur fyrir að það hafi að öllum líkindum borist frá Vatnsgarðsnámum við Krýsuvíkurveg. 3.8.2023 06:40
Facebook fer í hart og fjarlægir allar fréttir í Kanada Notendur Facebook og Instagram í Kanada munu brátt ekki verða varir við neitt fréttaefni á samfélagsmiðlunum. Breytingin tekur gildi innan fárra vikna en með tilkomu hennar verður íbúum landsins gert ókleift að deila eða skoða fréttagreinar á miðlunum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlafyrirtækjum. 2.8.2023 12:44
Eigendur Öskju kaupa Dekkjahöllina Eignarhaldsfélagið Vekra hefur gengið frá samningi um kaup á öllu hlutafé í Dekkjahöllinni. Vekra á meðal annars bílaumboðið Öskju, þjónustuverkstæðið Sleggjuna og Lotus bílaleigu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. 2.8.2023 09:54
Hætt kominn þegar hann lét sig „húrra fram af“ Litla-Hrúti með svifvæng Tvær þyrlur lentu á fjallinu Litla-Hrúti í gærkvöldi og mátti litlu muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður lét sig „húrra fram af fjallinu“ með svifvæng, að sögn lögreglu. Litli-Hrútur er á skilgreindu hættusvæði og almenningi því óheimilt að fara á fjallið. Gönguleiðir að eldgosinu verða opnar til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. 2.8.2023 08:44
Auka viðveru íslenskra stjórnarerindreka í Kænugarði Íslensk stjórnvöld stefna að því að auka viðveru sína í Úkraínu og hafa gert samkomulag við utanríkisráðuneyti Litáens um að íslenskir stjórnarerindrekar fái vinnuaðstöðu í sendiráði Litáens í Kænugarði. 2.8.2023 08:25
Lægðir fyrir sunnan land hafa áhrif á veður hér Áfram er útlit fyrir aðgerðalítið veður á landinu í dag og gert ráð fyrir norðlægri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Skýjað og lítils háttar væta verður norðan- og austanlands og skúrir á Suðausturlandi. 2.8.2023 07:07
Hraunflæði minnkar og vísbending um að goslok nálgist Nýjar mælingar á hraunflæði frá eldgosinu við Litla-Hrút staðfesta að hraunrennslið fer stöðugt minnkandi. Niðurstöðurnar geta bent til þess að goslok séu í nánd. Eldgosið er orðið nokkru stærra en það sem varð í Meradölum í ágúst í fyrra. 2.8.2023 06:37