Gott að hreinsa vel frá niðurföllum í kvöld Seint í kvöld og nótt er spáð hlýju veðri og talsverðri rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðursins. 1.2.2024 21:30
Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. 1.2.2024 12:00
„Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26.1.2024 20:01
„Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26.1.2024 18:40
Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25.1.2024 19:03
Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25.1.2024 13:42
Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25.1.2024 10:49
Ákvörðun RÚV „skrípaleikur“ og „fáránleg“ Íslendingar vilja margir hverjir að Ísland taki ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Palestínumaður mun taka þátt í undankeppninni hér á landi í næsta mánuði. 24.1.2024 21:30
„Við gefumst aldrei upp“ Tjald á vegum Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar sem hefur verið uppi fyrir framan Alþingishúsið í tæpan mánuð var tekið niður í dag. Mótmælendur segjast alls ekki vera að gefast upp og ætla að halda dvölinni áfram án tjaldsins. 24.1.2024 19:21
Óánægður með viðbragðsleysi vegna lögbrota flugfélaganna Tíu flugfélög afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til lands frá Schengen-löndum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir listana mikilvæga fyrir lögregluna en dæmi eru um að erlendir brotamenn komist hingað til lands með þessum hætti. 24.1.2024 12:07