Grímsvatnahlaupi lokið Órói sem mældist á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli og vatnshæð í Gígjukvísl hafa aftur náð svipuðum gildum og voru fyrir hlaup. Þar með er Grímsvatnahlaupinu, sem hófst fyrir um tíu dögum, lokið. 20.1.2025 14:57
Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur ráðið Höllu Jónsdóttur sem aðstoðarmann sinn. 20.1.2025 14:27
Aðstoðar Hönnu Katrínu Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Óla Örn Eiríksson sem aðstoðarmann. 20.1.2025 12:31
Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu vegna norðaustanhríðarinnar en appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á stærstum hluta landsins fram eftir degi. 20.1.2025 07:54
Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) og hefur hann þegar hafið störf. 20.1.2025 07:41
Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. 20.1.2025 07:15
Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Erla Ósk Wissler Pétursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Executive MBA (EMBA) náms við Háskólann í Reykjavík. 17.1.2025 10:10
Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Dómstóll í Pakistan hefur dæmt Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi og fangelsi frá árinu 2023. 17.1.2025 07:58
Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Lægðin sem olli snjókomunni á Norður- og Austurlandi í nótt fjarlægist nú landið og má reikna með fremur hægum vindi á landinu í dag. Víða eru líkur á stöku éljum og má reikna með frosti á bilinu núll til átta stig. Það hvessir hins vegar í kvöld og hafa verið gefnar út gular viðvaranir sunnan- og austantil vegna hvassviðris. 17.1.2025 07:12
Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Jónína Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar BBA//Fjeldco. Hún tekur við stöðunni af Elísabetu Einarsdóttur og hefur þegar hafið störf. 16.1.2025 11:33
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent