Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. 18.10.2024 08:03
Martin fékk óvænt símtal á fæðingardeildinni Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Alba Berlín, birtist í skemmtilegu innslagi hjá Dyn Basketball þar sem að hann upplýsti hvert væri þekktasta nafnið í símaskránni hjá honum og kom í ljós að það er fyrrverandi NBA leikmaður Tony Parker sem varð fjórfaldur NBA meistari á sínum ferli. 17.10.2024 07:31
Andrea setur met á EM í dag: „Við stefnum á fyrsta sætið“ Með því að hefja leika með íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum á Evrópumótinu í Bakú í dag mun Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði liðsins setja mótsmet. Hún er bjartsýn á að Ísland geti unnið til gullverðlauna á mótinu. 17.10.2024 07:02
Íslenskt verðlaunalið selur klósettpappír upp í ferð á stórmót Landsliðsfólk okkar í hópfimleikum hefur þurft að fjármagna þátttöku sína á stórmótum með sölu á klósettpappír, lakkrís og túlípönum svo eitthvað sé nefnt. „Auka álag sem maður á ekki að þurfa að pæla í,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, landsliðsfyrirliði. 13.10.2024 09:02
Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11.10.2024 11:00
Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Lee Carsley, landsliðsþjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta til bráðabirgða, býst ekki við því að vera ráðinn landsliðsþjálfari Englands til frambúðar. 11.10.2024 10:02
„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11.10.2024 08:02
Möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið: „Verðum bara að bíða og sjá“ Möguleiki er á því að Albert Guðmundsson komi til móts við íslenska landsliðið í yfirstandandi landsliðsverkefni. Þetta segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands. 10.10.2024 18:47
„Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni. 10.10.2024 12:33
„Við þurfum að taka okkar sénsa“ „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá,“ segir landsliðsmaðurinn í fótbolta. Sverrir Ingi Ingason sem mætti í góðu formi og sáttur með lífið til móts við íslenska landsliðið sem á framundan tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeild UEFA. 10.10.2024 10:01