Þurfa sinn besta leik til þess að fá svörin Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir ógnarsterku liði Svíþjóðar á útivelli í undankeppni EM 2024 í dag. Fyrri leik liðanna lauk með þrettán marka sigri Svía, sem hafa yfir að skipa einu besta landsliði í heimi. Þetta eru hins vegar leikirnir sem íslenska liðið vill fá, segir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands. Liðið þurfi að ná fram sínum besta leik í dag til þess að hann nýtist okkur í framhaldinu. 2.3.2024 11:43
Ekki fyrir fram ákveðin atburðarás: „Sá þetta bara í fjölmiðlum“ Eftir nokkurt óvissutímabil hefur Aron Jóhannsson skrifað undir nýjan samning við Bestu deildar lið Vals. Breiðablik reyndi að klófesta miðjumanni reynda en án árangurs. Hann þvertekur fyrir að um fyrir fram ákveðna atburðarás hafi verið að ræða, af sinni hálfu, til þess að vænka samningsstöðu sína gagnvart Val. 28.2.2024 08:01
Endurgalt traustið með bombu innan vallar Eftir mánuði þjakaða af litlum spilatíma á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku, minnti handboltamaðurinn Arnór Snær Óskarsson rækilega á sig í fyrsta leik sínum með Íslendingaliði Gummersbach á dögunum í þýsku úrvalsdeildinni. 22.2.2024 08:00
Toto vill allt upp á borðið tengt rannsókn á Horner Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, segir rannsókn á ásökunum á hendur Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, um meinta óviðeigandi hegðun í garð kvenkyns starfsmanns liðsins, vera mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni. Vill hann fá allt upp á borðið tengt rannsókninni. 22.2.2024 07:00
„Get bara sjálfum mér um kennt“ Þrátt fyrir fá tækifæri sér íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson, ekki eftir þeirri ákvörðun sinni á sínum tíma að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. 20.2.2024 11:00
Fylgdi hjartanu og tók áhættu Íslenska landsliðskonan í handbolta, Perla Ruth Albertsdóttir, þurfti að taka stóra ákvörðun fyrir yfirstandandi tímabil. Átti hún að fylgja uppeldisfélagi sínu Selfoss niður í næst efstu deild í endurkomu sinni eða halda á önnur mið? Perla ákvað að halda tryggð við Selfyssinga sem hafa reynst óstöðvandi á tímabilinu og tryggt sér sæti í efstu deild á nýjan leik. 20.2.2024 10:00
„Myndi klárlega sjá eftir því ef ég myndi hætta núna“ Undanfarin ár hafa reynst spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur krefjandi og erfið. Hún bar þó sigur úr býtum í 400 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands um nýliðna helgi og hefur fengið byr undir báða vængi með góðri ákvörðun. Fyrir ekki svo löngu síðan var Guðbjörg nálægt því að gefa hlaupaferilinn upp á bátinn. 20.2.2024 08:01
Sævar viss um að hagræðing úrslita hafi átt sér stað Alla jafna þykja æfingarleikir tveggja liða ekki mikið fréttaefni en Íslendingaslagur Lyngby og Ham/Kam í Tyrklandi á dögunum hefur svo sannarlega hlotið verðskuldaða athygli. Nokkrir Íslendingar, þar á meðal Sævar Atli Magnússon, leika með liði Lyngby og þá er Viðar Ari Jónsson á mála hjá Ham/Kam. 16.2.2024 08:01
Var erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson segir það svakaleg forréttindi að hafa fengið að sjá heiminn í gegnum knattspyrnuferil sinn til þessa. Á sama tíma geti það hins vegar verið flókið, til að mynda hvað foreldrahlutverkið varðar. 13.2.2024 08:01
Alonso tjáði sig um Mercedes orðróma: „Staða mín er góð“ Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og núverandi ökumaður Aston Martin, segist ekki hafa átt samtöl við forráðamenn Mercedes þess efnis að hann taki yfir sæti Lewis Hamilton hjá liðinu að komandi tímabili afloknu þegar að Bretinn skiptir yfir til Ferrari. 12.2.2024 15:00