Mögnuðu tímabili nýliðans Clark lokið: „Get orðið miklu betri“ Nýliðatímabili stórstjörnunnar Caitlin Clark í WNBA deildinni í körfubolta er lokið. Lið hennar, Indiana Fever, féll úr leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. Clark hefur rifið deildina upp á annað plan í vinsældum og um leið sett fjöldan allan af metum. Framhaldið er afar spennandi. Ekki bara fyrir WNBA deildina. Heldur körfuboltann í heild sinni. 26.9.2024 12:00
Tekur hanskana af hillunni og hjálpar Börsungum í neyð Markmannshankarnir voru ekki lengi á hillunni hjá hinum 34 ára gamla Wojciech Szczesny sem hefur nú tekið þá af hillunni og samið við spænska úrvalsdeildarfélagið Barcelona. 25.9.2024 16:17
Óttast ekki bikarþynnku: „Alvöru sigurvegarar finna sér hvatningu“ Nýkrýndir bikarmeistarar KA mæta svo til pressulausir til leiks í Bestu deildina í dag. Á heimavelli gegn HK-liði sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Með ekkert sérstakt til að keppa að í deildinni óttast Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, ekki bikarþynnku eftir fagnaðarlæti síðustu daga í kjölfar sigursins sögulega. Fögnuð þar sem leikmenn fengu fullt leyfi frá þjálfaranum til að sleppa af sér beislinu. 25.9.2024 12:30
HR og HSÍ taka höndum saman: „Engin meðalmennska hér, það er tekið á því“ Mikilvæg skref voru tekin í starfi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta í Háskólanum í Reykjavík í dag þegar að leikmenn liðsins gengust undir ítarleg próf sem skila niðurstöðum sem gera vinnu leikmanna og þjálfara markvissari og skipulagðari. 24.9.2024 19:46
Stuðningsmenn gengu berserksgang og þjálfarinn fann fyrir því Stuðningsmenn serbneska liðsins Partizan Belgrad voru allt annað en sáttir með sitt lið sem laut í lægra haldi, 4-0, gegn erkifjendum sínum í Rauðu stjörnunni í gærkvöldi. Þjálfari liðsins hlaut höfuðáverka eftir leik og þá létu þeir óánægju sína bitna á búningsklefa liðsins. 24.9.2024 11:01
Ótrúleg bæting í Bakgarðshlaupinu: „Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi“ Þórdís Ólöf Jónsdóttir ætlaði sér að hlaupa þangað til hún gæti ekki meira í Bakgarðshlaupinu sem fór fram um nýliðna helgi. Það varð til þess að hún stórbætti sinn besta árangur í hlaupinu. 24.9.2024 09:01
Fyrirliðinn framlengir og tekur slaginn í Bestu deildinni Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði karlaliðs ÍBV í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið og mun því taka slaginn með liðinu í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 23.9.2024 15:45
Viðar Ari fjórbrotinn Tímabilinu hjá íslenska atvinnumanninum í fótbolta, Viðari Ara Jónssyni, er að öllum líkindum lokið eftir að hann lenti í hörðu samstuði við annan leikmann í leik með liði sínum HamKam um nýliðna helgi. Viðar Ari er fjórbrotinn á kjálka. 23.9.2024 12:07
Mætti tárvotur í viðtal og óviss um framhaldið Singapúr kappaksturinn í gær er að öllum líkindum sá síðasti á Formúlu 1 ferli Ástralans Daniel Ricciardo, ökuþórs RB liðsins. Hann mætti tárvotur í viðtal eftir að hafa lent í 18.sæti í gær. 23.9.2024 11:03
Keane segir Arteta að taka lyfin sín Roy Keane, sparkspekingur og fyrrum leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United er allt annað en sáttur með Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, og ummæli hans um Michael Oliver og dómarateymið í stórleik Arsenal gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. 23.9.2024 10:02