Sylvía Hall

Sylvía var fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bólu­setningar hefjast innan Evrópu­sam­bandsins

Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna.

Vistaður í fanga­geymslu eftir líkams­á­rás

Líkamsárás átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í gær. Einn var handtekinn grunaður um líkamsárás og hótanir og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Sá sem varð fyrir árásinni fór á bráðadeild til aðhlynningar, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað um áverka.

Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer.

Nýja af­brigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum

Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur.

Napó­leon-prófessorinn dæmdur fyrir morð

Oleg Sokolov, rússneskur sagnfræðiprófessor á sjötugsaldri, hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir að myrða 24 ára gamla ástkonu sína í Sankti Pétursborg á síðasta ári. Upp komst um morðið þegar handleggir konunnar fundust í bakpoka hans.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar heyrum við í Þórólfi Guðnasyni varðandi stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 

Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi

Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur.

Sjá meira