Sylvía Hall

Sylvía var fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sagður hafa skipu­lagt hefndir gegn sam­flokks­mönnum sem sviku hann

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta.

Gagn­rýnir upp­lýsinga­gjöf lög­reglu um and­lát sonar síns

Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 

JoJo Siwa kemur út úr skápnum

Samfélagsmiðlastjarnan og söngkonan JoJo Siwa segist himinlifandi eftir að hafa tilkynnt að hún skilgreini sig hinsegin. Siwa, sem er sautján ára gömul, hafði gefið þetta í skyn á samfélagsmiðlum undanfarna daga en staðfesti það svo í löngu myndbandi sem hún birti í gær.

Tvennt flutt á slysa­deild eftir á­rekstur

Harður árekstur varð á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrabrautar á sjötta tímanum í dag. Tvennt var flutt á slysadeild til skoðunar með minni háttar áverka eftir áreksturinn.

Breska af­brigðið greindist í Fær­eyjum

Fyrsta tilfelli breska afbrigðis kórónuveirunnar hefur nú verið staðfest í Færeyjum. Sá sem greindist með afbrigðið hafði ferðast til Færeyja frá Afríku og var í sóttkví eftir komuna til landsins.

Á­kærður fyrir morð­hótanir í garð þing­manns

Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti.

Varðskipið Þór heldur vestur á firði

Varðskipið Þór verður til taks í samvinnu við lögregluna á Vestfjörðum og almannavarnir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Varðskipið verður þar á meðan þurfa þykir.

Ræddi við Biden um næstu skref

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Segir löngu tíma­bært að af­nema refsi­stefnuna

Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna og vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga fremur en afbrotamenn. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir þetta skref í rétta átt enda sé löngu tímabært að afnema þá refsistefnu sem hafi ekki skilað árangri

Sjá meira