Sylvía Hall

Sylvía var fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur Trump ekki eiga að fá minnis­blöð um þjóðar­öryggis­mál

Joe Biden Bandaríkjaforseti telur óráðlegt að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fái aðgang að minnisblöðum um þjóðaröryggismál. Hefð er fyrir því að fyrrum forsetar fái upplýsingar um þjóðaröryggismál, en að mati Biden er Trump of óútreiknanlegur.

Leit hersins á K2 bar ekki árangur

Þyrlur pakistanska hersins fundu ekkert í leitarferð sinni nú í morgun. Þyrlurnar voru kallaðar út eftir að ekkert hafði spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans, en þær flugu hæst í um það bil sjö þúsund metra hæð áður en þær sneru aftur til borgarinnar Skardu í Pakistan.

Grunaður um að hafa stolið tveimur pokum af humri

Lögregla sinnti nokkrum útköllum vegna þjófnaðar í gærkvöldi og í nótt, en á níunda tímanum í gærkvöld var tilkynnt um hnupl úr verslun í miðbæ Reykjavíkur. Þar var maður sagður hafa stolið matvöru og var hann tekinn í skýrslutöku hjá lögreglu en látinn laus að henni lokinni.

Ó­boðnir gestir ruddust í sam­kvæmi ung­menna

Lögregla var kölluð til í samkvæmi í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt eftir ítrekaðar tilkynningar. Þar voru flestir gestir á aldrinum sextán til átján ára og höfðu óboðnir gestir ruðst inn í samkvæmið samkvæmt upplýsingum lögreglu. Grunur er um líkamsárás, húsbrot og brot á vopnalögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar

Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúman sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum.

Krefst milljarða í bætur frá Fox og lög­mönnum Trump

Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar.

John Snorri lagður af stað á toppinn

John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld.

Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila

Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista.

Sjá meira