Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7.11.2024 15:55
Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Yfirmaður hjá Umhverfisstofnun segir um undantekningartilvik að ræða þegar skjóta þurfti fleiri en einu skoti til að fella hreinkú á Suðausturlandi í gær. Mestu máli hafi skipt að tekist hafi að fella dýrið en það ekki sloppið sært í burtu. 7.11.2024 11:02
Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Telja má líklegt að Norðmaður nokkur hafi hoppað hæð sína í lofti þegar dregið var í Víkingalottóinu í gærkvöldi. Fyrsti vinningur hafði ekki gengið út síðan í maí og því til mikils að vinna. 7.11.2024 10:08
Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða litáísks karlmanns í skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í fyrra. 6.11.2024 15:24
Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags. 6.11.2024 13:42
Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, fylgdist með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr í bakgarðinum hjá sér í morgun. Hann setur stórt spurningamerki við veiðarnar. 6.11.2024 12:19
Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. 6.11.2024 10:44
Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Embætti ríkislögreglustjóra hyggst ekki veita frekari upplýsingar um umfangsmikla lögregluaðgerð í Sólheimum í Reykjavík í gær þar sem kona vopnuð hnífi með ungt barn var yfirbuguð. 5.11.2024 15:20
Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. 5.11.2024 10:32
„Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica sem fluttist á unglingsárum til Íslands frá Palestínu, segist vera dæmi um barn sem tók ekki í höndina á kvenkennara sínum. Sé rétt staðið að málum gæti barn sem ekki taki í höndina á kennara sínum einn daginn náð langt, jafnvel orðið formaður Sjálfstæðisflokksins. 5.11.2024 10:17