Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt

Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna.

Á­tök Ás­laugar og Guð­laugs Þórs ekki endur­tekin

Allar líkur eru á því að stillt verði upp á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar sem flest bendir til að verði í lok nóvember. Mikill hiti var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þremur árum þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson börðust af miklum krafti um oddvitasæti flokksins.

Frank Walter Sands er fallinn frá

Frank Walter Sands, at­hafnamaður og stofn­andi veit­ingastaðanna Vega­móta og Reykja­vík Bag­el Comp­any, er lát­inn, aðeins 58 ára gam­all. Frank lést á sjúkra­hús­inu í Avignon 8. októ­ber sl. af völd­um hast­ar­legra of­næmisviðbragða og hjarta­áfalls þar sem hann var stadd­ur í fríi í Suður-Frakklandi.

Vilja losna við bækur með grófu kyn­ferðis­of­beldi

Tveir nemendur við Menntaskólann á Akureyri berjast fyrir því að nemendur þurfi ekki að lesa ítarlegar og grófar lýsingar á kynferðisofbeldi í námsefni í skólanum. Þeim berst stuðningur úr mörgum áttum en kveikjan að málinu er bókin Blóðberg sem fjallar um unga stúlku sem verður fyrir nauðgun.

Í vand­ræðum í Bláa lóninu

Ökumaður bíls komst í hann krappann á bílastæði Bláa lónsins í gær þegar bíll hans endaði úti í skurði. Bandarískur ferðamaður festi vandræðin á filmu.

The Guardian fjallar um túrismann sem gleypi ís­lenska tónleikastaði

Tíðindi af fækkun tónlistarstaða í Reykjavík þar sem listamenn á borð við Björk, Sigur Rós og Ólaf Arnalds stigu áður á stokk hafa ratað í heimsfréttirnar. The Guardian fjallar um hina miklu fjölgun ferðamanna og hótela sem hafi hreinlega gleypt minni tónleikastaði.

Öllum sund­laugum á höfuð­borgar­svæðinu lokað

Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á nýjan leik. Þá hafa gervigrasvellir borgarinnar sem hitaðir eru með heitu vatni verið settir á lægstu stillingu.

Sjá meira