Hildur Björk frá Isavia til VÍS Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá VÍS. Viðskipti innlent 25. ágúst 2023 10:26
María Rut snýr aftur til Þorgerðar María Rut Kristinsdóttir mun snúa aftur sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Síðasta ár hefur hún starfað sem kynningarstýra UN Women, en þar á undan var hún aðstoðarmaður Þorgerðar í fjögur ár. Innlent 24. ágúst 2023 12:55
Ráðin framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal og kemur þar með inn í stjórnendateymi félagsins. Hún kemur til fyrirtækisins frá PayAnalytics. Viðskipti innlent 24. ágúst 2023 10:57
Þráinn ráðinn til LV Þráinn Halldórsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur á sviði ábyrgra fjárfestinga á eignastýringarsviði Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðskipti innlent 24. ágúst 2023 10:45
Andri Heiðar í eigendahóp Frumtaks Ventures Andri Heiðar Kristinsson kemur inn í hóp eigenda Frumtak Ventures og verður fjárfestingastjóri. Undanfarið hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands í fjármála- og efnahagsráðuneytinu Viðskipti innlent 24. ágúst 2023 08:07
Barbara Inga nýr forstöðumaður hjá Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður yfir Stjórnun umbreytinga hjá Íslandsbanka. Um er ræða nýja stöðu sem heyrir undir bankastjóra. Viðskipti innlent 23. ágúst 2023 15:05
Þórhildur ráðin framkvæmdastjóri Brúar Strategy Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafa- og samskiptafyrirtækisins Brúar Strategy og hönnunarstofunnar Brúar Stúdíó. Viðskipti innlent 21. ágúst 2023 07:08
Marinó hættir sem forstjóri Kviku Marinó Örn Tryggvason hefur látið af störfum sem forstjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að Ármann Þorvaldsson hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf. Viðskipti innlent 20. ágúst 2023 14:44
„Samkeppnin ýtti okkur út í öfgar“ Benedikt Karlsson hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri Mjölnis. Hann hefur stundað líkamsrækt frá tólf ára aldri ásamt tvíburabróður sínum, Halldóri. Hér ræðir hann samkeppni við tvíburabróðurinn, mataræði, glænýtt föðurhlutverk og „langa leikinn“, sem lykil að árangri í líkamsrækt. Lífið 19. ágúst 2023 13:00
Margrét nýr framkvæmdastjóri þingflokks Pírata Margrét Rós Sigurjónsdóttir, umhverfisfræðingur og sérfræðingur í sjálfbærni, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Pírata. Innlent 18. ágúst 2023 17:19
Slíta hlutabréfasjóðnum Akta Atlas eftir brotthvarf Davíðs Hlutabréfasjóðnum Akta Atlas, sem var stofnaður fyrir þremur árum og fjárfestir einkum í erlendum hlutabréfum, hefur verið slitið en sjóðurinn hafði minnkað verulega að stærð á síðustu misserum. Ákvörðun um slit sjóðsins kemur á sama tíma og sjóðstjóri hans hætti hjá Akta og réð sig yfir til VEX. Innherji 18. ágúst 2023 14:31
Benedikt ráðinn nýr íþróttastjóri Mjölnis Benedikt Karlsson hefur verið ráðinn íþróttastjóri Mjölnis og tekur hann við starfinu af Böðvari Tandra Reynissyni og Gyðu Erlingsdóttur sem hafa sinnt stöðu íþróttastjóra Mjölnis undanfarin ár. Viðskipti innlent 18. ágúst 2023 11:21
Ráðinn fjárfestingarstjóri hjá VEX Davíð Stefánsson hefur verið ráðinn til sjóðstýringarfélagisins VEX þar sem hann mun starfa sem fjárfestingarstjóri í framtaksfjárfestingum. Viðskipti innlent 18. ágúst 2023 10:29
Vala er nýr forstjóri hjá Sæbýli Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis, hátæknifyrirtækis í þróun framleiðsluaðferða við landeldi á sæeyrum (e. abalone). Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 17. ágúst 2023 15:34
Ariana Katrín nýr verkefnastjóri miðlunar Ariana Katrín Katrínardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra miðlunar Listasafns Reykjavíkur. Katrín mun annast samstarf við skóla, móttöku skólahópa og aðra miðlun til barna, ungmenna og fjölskyldna. Menning 16. ágúst 2023 14:34
Diljá ráðin kynningarstjóri Listaháskólans Diljá Ámundadóttir Zoëga, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur verið ráðin í starf kynningarstjóra Listaháskóla Íslands. Viðskipti innlent 16. ágúst 2023 10:22
Ráðning heilsugæsluforstjóra enn í ferli Ráðning í embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðiðsins, sem auglýst var laust til umsóknar í maí, er enn í ferli. Innlent 16. ágúst 2023 09:58
Þóra frá Advania til Ríkisútvarpsins Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona hefur látið af störfum hjá Advania og ráðið sig yfir til RÚV, þar sem hún hóf fyrst störf fyrir tæpum tveimur áratugum. Viðskipti innlent 15. ágúst 2023 18:27
Rebekka og Snorri til Mílu Míla hefur ráðið til sín tvo nýja stjórnendur. Rebekka Jóelsdóttir er nýr fjármálastjóri og Snorri Karlsson er framkvæmdastjóri innviðasviðs. Meðfram ráðningunum taka þau bæði sæti í framkvæmdastjórn Mílu. Viðskipti innlent 15. ágúst 2023 15:39
Sigurveig úr Íslandsbanka í Landstólpa Sigurveig Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem nýr fjármálastjóri Landstólpa og mun hefja störf þar um næstu mánaðarmót. Sigurveig fer í Landstólpa úr Íslandsbanka þar sem hún starfaði sem viðskiptastjóri á Selfossi. Viðskipti innlent 15. ágúst 2023 15:08
Tekur við stöðu upplýsingafulltrúa HS Orku Birna Lárusdóttir fjölmiðlafræðingur hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi HS Orku. Viðskipti innlent 15. ágúst 2023 09:05
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Ljósleiðarans til atNorth Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth og kemur þannig nýr inn í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 15. ágúst 2023 08:18
Stefán tekur við varaformennsku í stjórn Íslandsbanka Stefán Pétursson, sem var fjármálastjóri Arion banka í meira en áratug, hefur verið gerður að varaformanni stjórnar Íslandsbanka í kjölfar niðurstöðu hluthafafundar félagsins í lok síðasta mánaðar. Helga Hlín Hákonardóttir, sem kom sömuleiðis ný inn í stjórn Íslandsbanka, mun taka við sem formaður áhættunefndar bankans. Innherji 14. ágúst 2023 18:59
Þuríður hættir sem formaður og Alma Ýr býður sig fram Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands, hefur boðið sig fram til formanns bandalagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum í október eftir sex ára setu. Innlent 14. ágúst 2023 13:48
Silja Mist tekur við markaðssviði N1 Silja Mist Sigurkarlsdóttir er nýr forstöðumaður markaðssviðs N1. Hlutverk Silju verður að leiða markaðsstarf N1, taka þátt í stefnumótun félagsins og hafa yfirumsjón með samfélagsstefnu þess. Viðskipti innlent 14. ágúst 2023 10:28
Alda ráðin framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes Alda Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes ehf., sem er ein stærsta matvöruheildverslun landsins. Viðskipti innlent 11. ágúst 2023 13:30
Alda kveður Sýn Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn hf., hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hún var ráðin sem framkvæmdastjóri í nóvember síðastliðnum. Viðskipti innlent 11. ágúst 2023 10:22
Tekur við stöðu áhættustjóra hjá VÍS Birgir Örn Arnarson hefur verið ráðinn til að stýra áhættustýringu VÍS og leiða mótun áhættustýringar í hinu sameinaða félagi VÍS og Fossa. Viðskipti innlent 9. ágúst 2023 13:06
Pétur tekur við af Tryggva sem deildarforseti tónlistardeildar LHÍ Pétur Jónasson gítarleikari hefur verið ráðinn í stöðu deildarforseta tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hann tekur við starfinu af Tryggva M. Baldvinssyni sem lýkur nú tíu ára ráðningarfestu sinni. Menning 8. ágúst 2023 14:43
Tekur við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri og þá hefur Erla Margrét Gunnarsdóttir tekið við stöðu kennslustjóra. Innlent 8. ágúst 2023 12:51