Skuldar þrotabúi félags sonarins þrettán milljónir Athafnamaðurinn Jón Ragnarsson þarf að greiða þrotabúi Harrow House ehf. tæpar þrettán milljónir króna eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sonur Jóns var eigandi alls hlutafjár í Harrow House, sem rak veitingastaðinn Primo að Þingholtsstræti 1 í Reykjavík, áður en hann varð gjaldþrota. Viðskipti innlent 7. febrúar 2022 14:00
Reksturinn sem byrjaði og endaði í faraldri Kaffihúsið Barr sem starfrækt var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í um sex mánaða skeið hefur hætt rekstri. Silja Björk Björnsdóttir, rekstrarstjóri og veitingastjóri kaffihússins, segir að kórónuveirufaraldurinn hafi vissulega haft sín áhrif en þó sé alltaf erfitt fyrir nýja staði að koma undir sig fótunum. Viðskipti innlent 6. febrúar 2022 09:01
Styðjum starfsmenn til náms Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám. Skoðun 5. febrúar 2022 13:34
Næringargildi reiknuð út í rauntíma á Preppbarnum „Þetta verður fyrsti bar sinnar tegundar á Íslandi og sennilega í öllum heiminum,“ segir matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson en Guðmundur opnar Preppbarinn í dag klukkan 11 á Suðurlandsbraut 10, ásamt Karel Atla og Elínu Bjarnadóttur. Lífið samstarf 4. febrúar 2022 09:00
Hyggja á hótelrekstur í Herkastalanum og mathöll í Kaffi Reykjavík Íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki hefur keypt Herkastalann svokallaða við Kirkjustræti 2 og hyggst reka þar hótel og veitingastað. Húsið verður endurnýjað „í samræmi við nútímakröfur“ en haldið í upprunalegt útlit og skipulag. Innlent 31. janúar 2022 12:57
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. Innlent 28. janúar 2022 18:59
Ný veitingahús sitja í súpunni Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. Skoðun 25. janúar 2022 20:30
Kastrup opnar að nýju en No Concept skellir í lás Veitingamennirnir Stefán Melsted og Jón Mýrdal stefna á að enduropna hinn vinsæla veitingastað Kastrup í stærri og breyttri mynd við Hverfisgötu 6 eftir nokkrar vikur. Klinkið 25. janúar 2022 14:57
Flytja inn eldaðan Popcorn kjúkling Átján tonna tollkvóti sem KFC á Íslandi fékk úthlutað í desember fyrir innflutning á unnum kjötvörum verður nýttur til að flytja inn svonefndan Popcorn kjúkling sem kemur fulleldaður frá Bretlandi. Viðskipti innlent 25. janúar 2022 12:58
KFC vill flytja inn átján tonn af bresku kjöti Skyndibitakeðjan KFC fékk í desember úthlutað átján tonna tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum frá Bretlandi. Um er að ræða allan kjötkvóta sem úthlutað var í útboðinu en KFC fær hann á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. Viðskipti innlent 25. janúar 2022 09:21
„Alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni“ Veitingastaðnum Bike Cave í Skerjafirði hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Hjördís Andrésdóttir, eigandi Bike Cave, segir að persónulegar frekar en rekstrarlegar ástæður ráði för en mikil óvissa hafi fylgt faraldrinum. Viðskipti innlent 24. janúar 2022 16:21
Heimsviðburður í miðbænum Þrátt fyrir hinar takmarkandi tilskipanir Sóttvarnastofnunar ríkisins halda stórhuga veitingamenn áfram að fjárfesta. Merkilegustu tíðindin í veitingahúsaflóru landsins er stækkun Fiskmarkaðarins í formi nýs vínbars á annarri hæð. Frítíminn 22. janúar 2022 14:30
Veitingamenn geta fengið allt að 600 þúsund krónur á starfsmann Veitingastaðir sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda geta fengið allt að sex hundruð þúsund krónur upp í laun starfsmanns samkvæmt aðgerðum sem stjórnvöld kynntu í morgun. Hámarks styrkur getur orðið allt að tólf milljónir króna. Innlent 18. janúar 2022 20:31
Þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna og ástandið súrt Á föstudaginn hefst þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna. Þetta segir veitingamaður í Múlakaffi. Hann vinnur nú að því að koma fimmtán tonnum af súrmat út, en flest öll íþróttafélög hafa ýmist aflýst eða frestað þorrablótum. Innlent 18. janúar 2022 20:00
Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum. Innlent 18. janúar 2022 13:15
Áfall að vera enn á þeim stað að loka börum Stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri segir hertar samkomutakmarkanir mikið áfall. Þrátt fyrir umfangsmiklar bólusetningar virtust Íslendingar á sama stað og áður. Innlent 14. janúar 2022 23:35
Allt að tólf milljóna veitingastyrkur í boði Eigendur ákveðinna veitingastaða geta átt rétt að allt að tólf milljóna veitingastyrk til að mæta áhrifum sem samkomutakmarkanir hafa haft á rekstur þeirra. Viðskipti innlent 14. janúar 2022 15:26
Segir veitingaaðilum létt með óbreyttum reglum og styrkjum Reglur hvað varða veitingastaði hér á landi eru nokkurn veginn óbreyttar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta mikinn létti fyrir veitingahúsaeigendur og hótelrekendur sem hafi verið farnir að reikna með enn harðarði takmörkunum. Viðskipti innlent 14. janúar 2022 14:18
Óvissan er gríðarleg: „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki?“ Veitingamenn eru í mikilli óvissu varðandi hertar aðgerðir sem talið er líklegt að kynntar verða á morgun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en hann hefur talað um að hertra aðgerða sé þörf. Innlent 13. janúar 2022 17:02
Veitingamenn látnir sitja á hakanum: „Tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum“ Þingmaður Viðreisnar segir að veitingageirinn hafi verið skilinn eftir þegar hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar fyrir jól. Óvissan sé líklega erfiðasti þátturinn enda séu sóttvarnaaðgerðir kynntar með skömmum fyrirvara og þá stuttur tími til að bregðast við. Innlent 12. janúar 2022 22:26
Jón Friðrik tekur við af Sigmari sem framkvæmdastjóri Hlöllabáta Jón Friðrik Þorgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. Hann tekur við stöðunni af Sigmari Vilhjálmssyni. Hlöllabátar reka samnefnda keðju ásamt veitingastaðnum Barion í Mosfellsbæ. Viðskipti innlent 12. janúar 2022 13:29
Myndskreyttur leynimatseðill sem gestir taka með sér heim Nágrannastaðirnir CHIKIN og Prikið hafa tekið höndum saman og unnið að matseðli í sameiningu. Hver matseðill er myndskreyttur og númeraður og kemur þar að auki aðeins í hundrað eintökum. Matur 9. janúar 2022 15:05
Dagur í lífi Kristjáns á Osushi: „Alltaf stressaður yfir því að hrísgrjónin klárist" Kristján Þorsteinsson er annar eigandi tveggja veitingastaða Osushi í Tryggvagötu og í Hafnarfirði. Hann segir hrísgrjón spila undarlega stóra rullu í lífi sínu og segir draum sinn hafa ræst þegar Brauð og Co opnaði bílalúgu. Frítíminn 9. janúar 2022 12:30
Fyrst orðið svart ef það verður skortur á hamborgurum Veitingaðurinn Yuzu á Hverfisgötu mun ekki opna dyr sínar fyrir hungruðum gestum í dag vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Sömu sögu er af segja af Hamborgarafabrikkunni en þar verður lokað vegna sóttkvíar starfsmanna næstu daga, bæði á Höfðatorgi og í Kringlunni. Viðskipti innlent 5. janúar 2022 17:56
Sýknaður af mismunun gegn transkonu á Hverfisbarnum Fyrrverandi dyravörður á Hverfisbarnum var sýknaður af mismunun. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa vísað Sæborgu Ninju Urðardóttur, transkonu, af skemmtistaðnum vegna kynvitundar hennar. Innlent 4. janúar 2022 10:28
Færeyski Michelin-staðurinn flytur til Grænlands Eigendur færeyska veitingastaðarins Koks, sem býr yfir tveimur Michelin-stjörnum, hyggjast loka í Færeyjum og flytja staðinn tímabundið til Grænlands. Viðskipti erlent 4. janúar 2022 08:02
Þúsundir á öndunarvél Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki. Skoðun 1. janúar 2022 15:00
Nýársdagur: Eru skyndibitastaðirnir opnir? Óhætt er að fullyrða að allflestir Íslendingar taki því rólega á nýársdag. Sofið er fram eftir og skyndibiti, eða afgangar, eru jafnvel á borðum margra landsmanna. Svangir og þreyttir þurfa ekki að örvænta, enda opið á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Innlent 1. janúar 2022 11:11
Vert fullyrðir að veitingageirinn sé kominn á heljarþröm Jón Bjarni Steinsson skattalögfræðingur og veitingamaður, heldur því fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi logið um að til standi að rétta veitingageiranum hjálparhönd. Þess sjáist ekki staður í nýjum fjárlögum. Innlent 29. desember 2021 14:20
Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Skoðun 29. desember 2021 14:09