Óvissustigi vegna snjóflóðahættu lýst yfir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi hefur verið lýst yfir. Þá hefur verið varað við snjóflóðahættu á Ólafsfjarðarmúla, Flateyrarvegi og Súðavíkurhlíð. Þetta kemur fram á Twittersíðu Vegagerðarinnar. Innlent 27. mars 2021 23:18
Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. Innlent 27. mars 2021 17:52
„Þetta er bara skítaveður“ Veðrið mun ekki leika við fjölmarga landsmenn um helgina. Vonskuveður verður á gosstöðvunum og einfaldlega skítaveður að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 27. mars 2021 10:21
Veðurfræðingur og náttúruvársérfræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu. Innlent 27. mars 2021 07:48
Veðurgluggi í kvöld og nótt en ekkert útivistarveður um helgina Veðurgluggi er í kvöld og nótt fyrir almenning til þess að ganga að eldgosinu í Geldingadölum. Veður mun svo versna á morgun og fram yfir helgi. Innlent 26. mars 2021 21:31
Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og hríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir Suðurland og Suðausturland vegna austan storms og hríðar. Innlent 26. mars 2021 11:28
„Má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“ Veðurspáin fyrir helgina er ekkert sérstök og að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands „má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“. Innlent 26. mars 2021 06:57
Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. Innlent 26. mars 2021 06:34
Gular viðvaranir vegna yfirvofandi hríðarveðurs Nú er hann lagstur í vaxandi norðanátt og fer að snjóa víða á landinu í dag. Það gengur á með hríðarveðri á norðurhelming landsins eftir hádegi og verða gular veðurviðvaranir vegna hríðar í gildi til hádegis á morgun. Veður 25. mars 2021 06:55
Róleg suðvestanátt með éljum Það er spáð rólegri suðvestanátt með éljum í dag en væntanlega mun létta til á Norðaustur- og Austurlandi síðdegis. Hitinn ætti að skríða yfir frostmark víðast hvar en í nótt má svo búast við núll til fimm stiga frosti. Veður 24. mars 2021 07:30
Hægur vindur og dálítil él Suðvestanáttin er að ganga niður á landinu og í eftirmiðdaginn verður yfirleitt fremur hægur vindur og dálítil él en þurrt austanlands. Veður 23. mars 2021 07:27
Hvassar suðvestanáttir, él og ekkert útivistarveður Vikan byrjar á hvössum suðvestanáttum og éljum, þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og hvassast við Vesturströndina. Bjart er að mestu norðaustanlands og hiti núll til fimm stig. Innlent 22. mars 2021 07:12
Birta spálíkun fyrir gasmengun frá gosinu Veðurstofa Íslands hefur gert spálíkan fyrir gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal. Innlent 21. mars 2021 13:52
„Litlar líkur á öðrum eins sumardegi á Austfjörðum“ Það hefur kólnað talsvert yfir landinu „og eru litlar líkur á öðrum eins sumardegi á Austfjörðum þrátt fyrir að veðrið sé í stórum dráttum svipað,“ að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veður 19. mars 2021 07:14
Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. Erlent 18. mars 2021 15:56
Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði. Erlent 18. mars 2021 08:02
„Ákaflega hlýtt loft“ yfir landinu Það er ákaflega hlýtt loft yfir landinu nú og í nótt hefur verið allt að fimmtán stiga hiti í hnjúkaþey á Tröllaskaga og á Austfjörðum að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veður 18. mars 2021 06:55
Les tuttugu stiga hita af mælinum í Hallormsstað Íbúi í Múlaþingi vekur athygli á því að hitamælirinn í garði hans sýni tuttugu gráður í dag. Veðurstofan spáði töluverðum hita á Austurlandi í dag og sú spá hefur ræst og gott betur. Innlent 17. mars 2021 16:30
Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. Veður 17. mars 2021 06:57
Slær í storm á Breiðafirði á morgun Gul viðvörun vegna sunnan storms á Breiðafirði tekur gildi á morgun klukkan fjögur. Tuttugu til tuttugu og fimm metrar á sekúndu á Snæfellsnesi. Innlent 16. mars 2021 15:22
Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veður 16. mars 2021 07:22
Allt að 18 m/s og rigning eða slydda Búast má við vaxandi suðaustanátt í dag, 10-18 m/s eftir hádegi og rigningu eða slyddu um landið sunnan- og vestanvert. Norðaustantil á landinu verður hægari vindur og úrkomulítið fram á kvöld. Innlent 15. mars 2021 08:27
Norðlendingar megi reikna með 10-15 stiga hita í vikunni Miklum hitabreytingum er spáð með mildu lofti úr suðri sem kemur yfir landið í vikunni. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að norðlendingar meigi reikna með allt að tíu til fimmtán stiga hita á fimmtudag. Innlent 14. mars 2021 10:50
Vegir víða lokaðir vegna ófærðar og vonskuveðurs Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og vonskuveðurs. Þjóðvegi 1 við afleggjarann að Hvammstanga var lokað í gærkvöldi og er vegurinn enn lokaður vegna slæms skyggnis og flutningabíla sem þvera veg. Innlent 12. mars 2021 07:26
Áfram norðanátt og hvassast undir Vatnajökli Áfram er norðanátt í dag, tíu til átján metrar á sekúndu, þar sem hvassast verður undir Vatnajökli. Búast má við snjókomu norðan- og austanlands en annars bjart með köflum. Veður 12. mars 2021 07:16
Búið að opna veg um Kjalarnes en ekkert ferðaveður norðanlands Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða um norðanvert landið er ekkert ferðaveður. Veðurstofan er með gular veðurviðvaranir í gildi fyrir vestan- og norðvestanvert landið, en beðið er með mokstur víða norðanlands vegna veðurs. Innlent 11. mars 2021 07:15
„Önnur djúp lægð er ekki langt undan“ Hvassviðrið og úrkoman úr lægðinni sem var rétt austan við landið í gær heldur áfram í dag enda hefur lægðin færst langt síðasta sólarhringinn að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 11. mars 2021 07:06
„Það er enn vetur á Íslandi“: Kjalarnesvegur lokaður til 6 í fyrramálið hið minnsta Vegurinn um Kjalarnes er enn lokaður vegna lélegs skyggnis og verður þar til í fyrramálið. Þetta kemur fram í tísti Vegagerðarinnar. Innlent 10. mars 2021 19:15
Ekkert ferðaveður og Holtavörðuheiði lokað Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða ekkert ferðaveður. Hvassviðri er um allt vestanvert landið og víða skafrenningur og blint. Vesturlandsvegur er lokaður fyrir umferð bæði um Kjalarnes og Holtavörðuheiði. Veðurstofan er með gular veðurviðvaranir í gildi fyrir vestan- og norðvestanvert landið. Innlent 10. mars 2021 16:11
Óvæntur norðanhvellur eftir góða tíð Vonskuveður er víða um vestanvert landið í dag og er gul viðvörun í gangi á Faxaflóasvæðinu, við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi- Vestra. Þrjár bílveltur urðu á Reykjanesbraut í morgun þar sem mikið hvassviðri er og lokað var fyrir umferð um Vesturlandsveg á Kjalarnesi vegna veðurs. Innlent 10. mars 2021 12:44