Veður

Veður


Fréttamynd

Mengun mun berast yfir Vatnsleysuströnd

Gasmengun frá gosstöðvunum á Reykjanesi mun berast til norðurs í dag, miðað við spár, og þá einkum yfir Vatnsleysuströnd. Þeir sem leggja leið sína að gosstöðvunum eru hvattir til að fylgjast með loftgæðamælingum og leiðbeiningum frá almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Golffár á Fróni og nú þegar slegist um rástímana

Áhugi á golfinu hefur ekki verið eins mikill í annan tíma á Íslandi. Þó tímabilið sé ekki hafið og nú sé svokallað vetrargolf stundað, sem áður var bara meðal þeirra hörðustu, eru allir rástímar sem í boði eru upp bókaðir og biðlistar í að komast í klúbbana.

Innlent
Fréttamynd

Víða sunnan­átt með skúrum á landinu

Veðurstofan reiknar með sunnan og suðaustan tíu til átján metrum á sekúndu og rigningu eða súld fyrri part dags. Bjart verður að mestu norðaustantil á landinu. Hiti á landinu verður fimm til fjórtán stig, þar sem hlýjast verður á Norður- og Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Viðbragðsaðilar gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun

Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða lokaðar almenningi í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár. Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir að viðbragðsaðilar muni vakta svæðið og gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun ekki að vettugi. Sem stendur er mannlaust á gosslóðum.

Innlent
Fréttamynd

Mildir suðlægir vindar leika um landið

Spáð er rigningu eða slyddu í flestum landshlutum í dag fyrir tilstilli lægðar vestur af landinu sem beinir mildum suðlægum vindum yfir landið. Búist er við því að gasmengun leggi yfir norðanverðan Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hreindýrahjarðir á ferli við vegi á Austurlandi

Vegagerðin varar ökumenn við því að hreindýrahjarðir hafi sést víða við vegi á Austurlandi. Ábendingar hafa borist um að þær hafi sést í Fagradal, við álverið á Reyðarfirði, Við Djúpavog og í Lóni. Þá hafa þær einnig sést á Breiðamerkursandi. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að sýna aðgát. Vegagerðin vekur athygli á að vetrarfærð sé í öllum landshlutum.

Innlent
Fréttamynd

Vindur gæti náð 40 metrum á sekúndu í hviðum

Lægðin og snjókomubakkinn sem henni fylgdi er nú á leið austur og fjarlægist landið en skilur eftir hjá okkur norðan strekking eða allhvassann vind. Á Suðausturlandi og á Austfjörðum verður norðvestan hvassviðri eða stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu. 

Veður
Fréttamynd

Vaxandi austan­átt og snjó­koma eða él

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægt vaxandi austlægri átt með snjókomu eða él í dag. Má reikna með að í kvöld verði tíu til fimmtán metrar á sekúndu, en á Norðvesturlandi verður norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og við Breiðafjörð frá síðdegis í dag og til morguns.

Veður
Fréttamynd

Yfir­leitt þurrt og bjart sunnan- og vestan­lands

Landsmenn mega reikna með hægri, breytilegri átt í dag, en norðvestan strekkingi austast á landinu fram eftir degi. Það verður yfirleitt þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu, og eftir hádegi rofar einnig til norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Áfram kalt í veðri

Frost var á landinu öllu í nótt og mældist það á bilinu 7 til 13 stig. Það dregur þó úr frosti eftir því sem líður á daginn og má búast við að það verði á bilinu 2 til 8 stig á landinu öllu.

Innlent
Fréttamynd

Heim­skauta­loft af köldustu sort steypist yfir landann

Það kólnaði verulega í veðri á landinu öllu í gærkvöldi og í nótt og var algengt að hiti á mælum félli um tíu stig á þessum tíma. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands en nú mælist frost á landinu öllu og algengast að það sé á bilinu fimm til tíu stig.

Innlent
Fréttamynd

Opna aftur fyrir um­ferð að gos­stöðvunum á morgun

Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum frá hádegi á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum en gert er ráð fyrir að opnunin taki gildi klukkan tólf á morgun, páskadag.

Innlent
Fréttamynd

Gular við­varanir, erfið færð og lé­legt skyggni við gos­stöðvarnar

Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi á Norður og Austurlandi í dag. Síðdegis er aftur á móti viðbúið að snúi í norðanátt með talsverðri snjókomu og færð fer versnandi á norðanverðu landinu að því fram kemur í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir taka víða í gildi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í dag

Vegna veðurs verður lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær og stendur enn, að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns.

Innlent
Fréttamynd

Gular við­varanir um Páska­helgi

Gul veðurviðvörun verður í gildi á nær öllu landinu á morgun og sunnudag og verður fólk sem er á ferðinni í tilefni Páska því að fara varlega á ferðalögum sínum um landið. Viðvörunin gildir á Faxaflóa, Ströndum og Norðvesturlandi, Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Víða milt veður í dag

Það er suðvestanátt og milt veður í kortunum í dag. Vindurinn ætti þó að ná sér vel á strik á Norðurlandi og má búast við snörpum vindstrengjum við fjöll þar. Léttskýjað verður á austanverðu landinu en annars skýjað og úrkomulítið fram á kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Allra veðra von um páskana

Í dag verður suðvestan strekkingur norðantil á landinu og sums staðar hvasst á morgun, einkum þar sem vindur stendur af fjöllum, en hægari vindur syðra. Skýjað veður, úrkomulítið og milt, en léttskýjað á Austurlandi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Lægð beinir til okkar hlýju lofti

Suðvestur af landinu er 1037 millibara lægð sem beinir til okkar hlýrri suðvestanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag verði víða vindur á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu en norðan- og norðvestanlands verði fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu. Í kvöld mun svo hvessa á Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Léttskýjað í öllum landshlutum

Þrýstingur á landinu hefur hækkað nokkuð ört í nótt og er myndarleg hæð að byggjast upp yfir landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veður
Fréttamynd

Norðan­áttin ríkjandi á landinu

Norðanáttin verður ríkjandi á landinu í dag þar sem reikna má með éljagangi og skafrenningi norðan- og austantil fram yfir hádegi. Má reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag og frosti yfirleitt núll til fimm stig.

Veður
Fréttamynd

Vetrarfæri á vegum um allt land

Kuldi og úrkoma síðustu daga veldur því að víða er hálka á vegum um landið. Ökumenn þurfa því að gæta vel að aðstæðum þar sem hálkublettir og snjóþekja eru á vegum í öllum landshlutum.

Innlent
Fréttamynd

Þokka­legt veður við gos­stöðvarnar í dag

Útlit er fyrir ágætis veður við gosstöðvarnar í Geldingadölum í dag þó búast megi við kulda og stöku éljum. Upp úr hádegi gæti orðið töluverð gassöfnun áður en vindur snýr sér til norðurs og er fólki bent á að halda sig ofarlega í hlíðunum við gosið eða upp á hryggjunum.

Innlent