Vara við mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við því að líkur séu á mengun í borginni í dag og næstu daga af völdum brennisteinsdíoxíðs. Hækkuð gildi hafi mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 20. maí 2021 13:51
Veðurhamfarir hrekja flesta á flótta innan eigin lands Átök og náttúruhamfarir leiddu til þess að einhver neyddist til að flýja innan eigin lands á hverri sekúndu á síðasta ári. Heimsmarkmiðin 20. maí 2021 11:27
Hægur vindur og skúrir sunnanlands en annars bjartviðri Veðurstofan spáir fremur hægum vindi í dag og skúrir sunnanlands, en annars víða bjartviðri. Norðlæg eða breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu, og hiti eitt til tíu stig yfir daginn þar sem mildast verður suðvestantil. Innlent 20. maí 2021 07:16
Hressileg rigning en skammvinn Það rigndi meira á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en gert hefur vikum saman, sem mun hafa haft jákvæð áhrif á þurrka í gróðri á suðvesturhorni landsins. Áfram rignir inn í nóttina en styttir upp í fyrramálið. Innlent 19. maí 2021 23:49
Von á stöku skúr sunnanlands Stöðugleikinn sem hefur einkennt veðrið undanfarið er áfram til staðar og á landinu er nú fremur hæg norðlæg eða breytileg átt með stöku él norðaustantil. Annars en annars bjart að mestu þó að von sé á stöku skúr sunnanlands. Veður 19. maí 2021 07:12
Norðaustlægar áttir ríkjandi eitthvað fram í vikuna með svölu veðri Hæðin á Grænlandi heldur áfram að stjórna veðrinu á landinu og ekki er útlit fyrir að hún sleppi tangarhaldi sínu á næstu dögum. Því munu norðaustlægar áttir vera ríkjandi eitthvað fram í vikuna með svölu veðri. Veður 18. maí 2021 07:15
Hæðin yfir Grænlandi heldur köldum loftstraumi að landinu Hæðin yfir Grænlandi ræður enn veðrinu hér á landi og heldur fremur köldum loftstraumi að landinu. Hitinn yfir daginn sunnanmegin á landinu getur rofið tíu stiga múrinn ef nægilega bjart verður en um landið norðanvert verða plúsgráðurnar mun færri. Veður 17. maí 2021 07:22
Austlægar áttir og gengur á með skúrum eða slydduéljum Enn liggur víðáttumikið hæðasvæði yfir Grænlandi og Íslandi, en dýpkandi lægð, langt suður í hafi þokast austur. Austlægar áttir leika því um landið og gengur á með skúrum eða slydduéljum, síst þó fyrir norðan. Veður 14. maí 2021 07:25
Svalt í veðri en áfram hætta á gróðureldum Ekki er von á miklum veðurbreytingum næstu daga þar sem öflug hæð yfir Grænlandi teygir sig til suðausturs yfir Ísland. Spáð er hægum austlægum vindum eða hafgolu næstu daga og skúrir eða él víða um land. Innlent 13. maí 2021 07:27
Áfram hægur vindur og bjart veður Veðurstofan reiknar með hægum vindi og björtu veðri, en smáskúrum á víð og dreif sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu eitt til níu stig, en víða frost í nótt. Veður 12. maí 2021 07:16
Líkur á skúrum og slydduéljum suðaustan- og austantil Reikna má með fremur hægum vindi og víða björtu veðri í dag. Líkur eru á stöku skúrum eða slydduéljum á Suðaustur- og Austurlandi í dag og á stöku stað á sunnanverðu landinu á morgun. Veður 11. maí 2021 07:07
Ekki útlit fyrir mikla úrkomu suðvestanlands á næstunni Litlum breytingum á veðri er spáð næstu daga með áframhaldandi norðlægum áttum. Áfram er varað við hættu á gróðureldum þar sem ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á suðvestanverðu landinu í einhvern tíma. Innlent 8. maí 2021 08:29
Sitjum áfram í köldum loftmassa af norðlægum uppruna Það eru í grunninn litlar breytingar á veðri næstu daga frá því sem verið hefur undanfarið. Víðáttumikil hæð er ennþá yfir Grænlandi og við sitjum í köldum loftmassa af norðlægum uppruna. Veður 7. maí 2021 07:16
Hiti um tíu stig suðvestanlands en annars fremur kalt Útlit er fyrir norðan golu eða kalda í dag og á morgun, en austlægari vindi syðst á landinu. Bjartviðri vestanlands, en annars skýjað að mestu og sums staðar dálítil él eða skúrir. Veður 6. maí 2021 07:27
Ræða aðlögun að loftslagsbreytingum á ársfundi Veðurstofunnar Aðlögun að loftslagsbreytingum af völdum manna verður efst á baugi á ársfundi Veðurstofu Íslands sem fer fram nú í morgun. Til stendur að kynna fyrstu skrefin að því að styrkja brú á milli vísinda og samfélags í gegnum nýjan samstarfsvettvang stofnana og hagaðila undir forystu Veðurstofunnar. Innlent 5. maí 2021 08:43
Hægar og svalar norðlægar áttir fram yfir helgi Veðurspáin er eindregin fram yfir helgi að minnsta kosti. Er spáð fremur hægum en svölum norðlægum áttum, þar sem skýjað verður norðan- og austanlands og stöku skúrir eða él. Annars verður yfirleitt léttskýjað. Veður 5. maí 2021 07:14
Áfram svalt loft yfir landinu og víða næturfrost Áfram er háþrýstisvæði og svalt loft yfir landinu og því víða næturfrost. Hiti fer þó upp í tíu stig suðvestanlands að deginum. Norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og hvassast austast á landinu. Veður 4. maí 2021 07:12
Kalt loft sem veldur næturfrosti um mest allt land Kalt loft liggur yfir landinu sem veldur næturfrosti um mest allt land. Vindur verður hins vegar almennt hægur og víða léttskýjað. Innlent 3. maí 2021 07:23
Svalt og rólegt næstu daga Búist er við norðlægri átt í dag, 3 til 10 metrar á sekúndu, og léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Það léttir norðvestanlands með morgninum en verður skýjað að mestu um landið norðaustan- og austanvert og sums staðar dálítil él. Innlent 2. maí 2021 07:51
Kólnar og gengur í norðan- og norðaustanátt Það gengur í norðan og norðaustanátt og kólnar með éljum fyrir norðan og austan. Slydda eða rigning suðaustanlands, en léttir til á Suður- og Vesturlandi. Hiti getur náð sjö til níu stigum suðvestantil að deginum, en annars svalara. Veður 30. apríl 2021 07:18
Norðanáttin gæti orðið þaulsetin næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir „aðgerðarlitlu veðri“ í dag með dálítilli vætu sunnan- og vestanlands. Víða verður bjart veður í öðrum landshlutum. Hiti verður sjö til ellefu stig suðvestantil, en annars eitt til sjö stig. Veður 29. apríl 2021 07:14
Sólríkt veður á Suður- og Vesturlandi Útlit er fyrir norðlæga átt, þrír til átta metrar á sekúndu, en átta til þrettán með austurströndinni. Það léttir til á Suður- og Vesturlandi og má því búast við sólríku veðri þar í dag með hita átta til þrettán stig. Veður 28. apríl 2021 07:05
Hiti jafnvel yfir tíu stigum sunnanlands Útlit er fyrir fremur hæga vestlæga eða breytilega átt á landinu í dag. Skýjað verður að mestu um landið vestanvert og sums staðar gæti orðið vart við smásúld eða þokuloft. Þurrt og bjart í öðrum landshlutum. Veður 27. apríl 2021 07:17
Áfram hlýtt á suðvestantil en fer kólnandi í öðrum landshlutum Landsmenn mega eiga von á fremur hægri, norðlægri átt í dag en þó verður norðvestan strekkingur á Austfjörðum fram undir kvöld. Veður 26. apríl 2021 07:27
Viðbúið að gas berist yfir byggð á Reykjanesskaga í dag Viðbúið er að gasmengun frá eldstöðvunum við Fagradalsfjall muni leggja yfir byggð á norðvestanverðum Reykjanesskaga í dag. Í nótt snýst vindur fyrst til suðvesturs og síðan norðvesturs og dreifist gasmengun þá til austurs í fyrstu og gæti náð til höfuðborgarsvæðisins í fyrramálið. Innlent 24. apríl 2021 09:44
„Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. Innlent 21. apríl 2021 06:32
Von á nýjum tölum um hraunflæðið í dag Vísindamenn á vegum Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnunar flugu yfir gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í gær og gerðu mælingar. Von er á nýjum tölum um hraunflæði, rúmmál og flatarmál síðar í dag. Innlent 19. apríl 2021 08:06
Suðvestan gola og él á víð og dreif Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan golu eða kalda í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, annars él á víð og dreif. Hiti verður á bilinu núll til sjö stig, en víða næturfrost. Veður 19. apríl 2021 07:13
Farfuglarnir streyma til landsins – sumir örmagnast Farfuglar streyma nú til landsins í þúsunda tali eins og lóur, spóar, stelkar, þúfutittlingar og maríuerla. Það tekur á fyrir fuglana að fljúga svona langt og eru margir við það að örmagnast þegar þeir koma til landsins. Innlent 18. apríl 2021 13:04
Ekkert sérstakt ferðaveður að gosstöðvunum í dag Ferðaveður að gosstöðvunum í Geldingadölum er ekkert sérstakt í dag. Spáð er suðvestan tíu til fimmtán metrum á sekúndu fyrir hádegi en bætir nokkuð í vindinn eftir hádegi. Hægist um aftur í kvöld en búast má við éljum í allan dag að því er segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Innlent 18. apríl 2021 10:48