Veður

Veður


Fréttamynd

Rigningin færist til austurs

Von er á rigningu á landinu í dag og á morgun. Í dag er rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en það á svo að snúast við á morgun með norðlægri átt.

Innlent
Fréttamynd

Áfram misskipting á 17. júní

Veðrið á þjóðhátíðardaginn verður áþekkt því sem hefur verið síðustu vikur, meginstefið er misskipting sólskins og hita á landinu

Veður
Fréttamynd

Hiti að 24 stigum og hlýjast norðan- og austan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, og skýjuðu með köflum. Það verður lengst af þurrt um landið vestanvert en bjart að mestu austantil en stöku skúrir þar eftir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Mikið betra en á Tene

Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi.

Lífið
Fréttamynd

Hita­tölur jafn­vel ívið hærri en í gær

Vindur verður suðaustlægur á suðvestanverðu landinu í dag. Það Það þykknar upp og sums staðar verður einhver úrkomuvottur, en áfram verður léttskýjað að mestu norðan- og austantil.

Veður
Fréttamynd

Hita­tölur vestan­til gætu skriðið yfir fimm­tán stig

Veðurstofan gerir ráð fyrir að næstu daga verði veðrið á svipuðum nótum og að undanförnu nema að það megi búast við að hlýni heldur. Engu að síður muni verða bjart með köflum í dag en síðan skýjað meirihluta tímans um landið vestanvert og gætu hitatölurnar skriðið yfir fimmtán stiga múrinn yfir daginn.

Veður
Fréttamynd

Nýr vefur sem sýnir bestu tjaldsvæðin eftir veðri

Veðursíðan Blika.is býður upp á tjaldvefinn Tjald en þar má sjá nákvæmar upplýsingar um öll tjaldsvæði landsins. Ekki nóg með það heldur er hægt að flokka tjaldsvæðin eftir því hvar besta veðrið er hverju sinni.

Innlent
Fréttamynd

Kær­komin hlý tunga í miðri viku

Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Þurrt og bjart í dag en stöku skúrir

Í dag segir Veðurstofan von á vestan- og suðvestanátt með stöku skúrum. Þá á að vera þurrt og bjart á Suður- og Suðausturlandi en rigning austanlands fram eftir degi. Hiti verði á bilinu sjö til fimmtán stig.

Veður
Fréttamynd

„Þetta eru hálfgerðar hamfarir“

Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu komu mjög illa undan vetri og opna þurfti seinna en vanalega. Framkvæmdarstjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, Ólafur Þór Ágústsson, segir að tæp tuttugu ár séu síðan ástandið hafi verið jafn slæmt á golfvöllum.

Golf
Fréttamynd

Sunnan kaldi og víða rigning

Skil mjakast nú austur yfir landið og má reikna með sunnan og suðvestan kalda eða strekkingi í dag og víða rigningu eða súld. Það dregur þó úr vindi og úrkomu vestanlands með morgninum og er gert ráð fyrir dálitlum skúrum þar eftir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Suð­læg átt og víða rigning

Hægfara lægð er nú stödd á Grænlandshafi og má reikna með suðlægri átt í dag, golu, kalda eða stinningskalda og víða rigningu eða súld.

Veður
Fréttamynd

Skýjað og dá­lítil væta vestan­lands en bjart eystra

Hæðin suður af landinu sem er búin að valda vestlægri átt hér á landi, verður þar í nokkra daga í viðbót. Það bætir í úrkomu á vestanverðu landinu frá miðvikudagskvöldi fram að laugardeginum en á eftir kemur hæðin yfir landid og er útlit fyrir bjartviðri um mest allt land í nokkra daga.

Veður
Fréttamynd

Kulda­bletturinn ekki til að skemma sumar­veðrið

Veðurfræðingur segir að mynd sem sýnir kuldablett á yfirborði sjávar við Íslands, sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýni stöðuna nú ekki rétt. Myndin er átta ára gömul. Ekki er von á mikilli sól á suðvesturhorninu í þessari viku. 

Innlent
Fréttamynd

Skýjað og súld en ágætis hiti

Hæð suður af landinu viðheldur þrálátum suðvestlægum áttum næstu daga. Í dag verður skýjað með rigningu og súld um landið vestanvert en þurrt og hlýtt um landið austanverrt þó ekki verði jafn bjart og hlýtt þar og hefur verið.

Veður
Fréttamynd

Skárri vetur en í fyrra: Febrúar verstur og sérstakur maí

Útgefnar viðvaranir vegna veðurs síðastliðinn vetur voru 325 talsins og er sá fjöldi í meðallagi. Mun fleiri viðvaranir voru gefnar út veturinn 2019-2020 og 2021-2022, en þá var fjöldi útgefinna viðvarana 439 og 426. Þetta kemur fram í samantekt á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Fagna sumar­blíðunni en bíða eftir ferða­mönnunum

Sumarið virðist vera gengið í garð á Austurlandi, hiti mældist hæstur 21 gráða við Egilsstaðaflugvöll í vikunni og veður verður milt og gott víða fyrir austan út vikuna hið minnsta. Ferðaþjónustuaðilar eru spenntir fyrir sumrinu.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram­haldandi vest­læg átt og dá­lítil væta

Hæð suður af landinu verður þar áfram næstu daga sem mun hafa í för með sér áframhaldandi vestlæga átt. Skýjað verður að mestu vestantil með dálítilli vætu af og til en reikna má með smá sól í gegnum skýin öðru hverju.

Veður