Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Inga tók jóla­lag á fyrsta fundi

Fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn nú í morgun. Glatt var á hjalla og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, var kát og brast hún í söng.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Brostnar væntingar á Frostrósum

Jólatónleikarnir Frostrósir nutu mikilla vinsælda á árum áður, en ég verð að viðurkenna að ég fór aldrei á meðan þeir voru árviss viðburður frá 2002 til 2013. Ekki heldur þegar hefðin var endurreist í fyrra. Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Inn­lit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“

Jólagestir Björgvins fara fram annað kvöld í Laugardalshöll í síðasta skipti. Hópurinn hittist á fyrstu æfingu í gær fyrir stóru stundina og Björgvin Halldórsson segir að það sé mikill hugur í honum en ljósmyndari Vísis myndaði hann á fyrstu æfingunni.

Tónlist
Fréttamynd

Jói Pé og Króli skrifa söng­leik

Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins.

Menning
Fréttamynd

Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma

Stjörnur landsins nutu lífsins í vikunni sem er að líða. Jólin nálgast og hitastigið er á leiðinni niður sem ýtti undir hátíðarstemninguna.Það var líka nóg um að vera. Aðventan í algleymingi og einir stærstu tónleikar landsins með strákunum í Iceguys. Þá naut fólk lífsins á ýmsa vegu í faðmi fjölskyldunnar og sumir klæddu sig í rautt.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að skikka fólk til að vera til­lits­samt

Máni Pétursson eigandi og stofnandi Paxal umboðsskrifstofu vonar að gestir á Iceguys-tónleikunum í dag taki tillit til annarra gesta og fari til hliðar, ætli það að vera með börn sín á háhesti. Í dag fara fram þrennir tónleikar í Laugardalshöll með hljómsveitinni vinsælu, þar af tvennir fjölskyldutónleikar. Paxal sér um skipuleggja tónleikana. 

Lífið
Fréttamynd

40 ára ráð­gáta leyst

Í síðasta mánuði leystist ein stærsta ráðgáta internetsins. Ráðgátan er 40 ára gömul, en vinna að lausn hennar hófst af alvöru fyrir 17 árum síðan. Þann 4. nóvember 2024 leystist svo loks ráðgátan um „dularfyllsta lag internetsins“.

Skoðun
Fréttamynd

Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney

Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Snorri skein skært í hátíðarbrókinni

Það var stemning og mikil gleði á jólatónleikum Snorra Ásmundssonar í Hannesarholti í síðustu viku þar sem hann flutti frumsamin verk og sömuleiðis spunaverk sem samin voru á augnablikinu. Snorri skartaði glimmerbrók og skein skært.

Menning
Fréttamynd

Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tví­bura

Það hefur margt á daga Sævars Breka drifið en hann myndar tvíeykið NUSSUN ásamt Agli Breka. Þeir stóðu fyrir stórum útgáfutónleikum í síðustu viku þar sem þeir gáfu út stuttmynd og tónlistarmyndband og á föstudag eignuðust Sævar Breki og unnusta hans Guðrún Lóa svo tvíbura. 

Tónlist
Fréttamynd

Var Kurt Cobain myrtur?

Allt frá andláti Kurt Cobain, forsöngvara hinnar íkonísku grunge hljómsveitar, Nirvana, árið 1994, hafa þrálátar samsæriskenningar um að honum hafi verið komið fyrir kattarnef verið á kreiki.

Lífið
Fréttamynd

Breyta japönskum dúett í ís­lenskt jóla­lag

Einn þekktasti leikari og grínisti landsins Vilhelm Neto hefur breytt einu af sínu uppáhalds popplögum frá Japan í íslenskt jólalag ásamt söngkonunni og leikkonunni Vigdísi Hafliðadóttur. Vilhelm sem alltaf er kallaður Villi segist sitja á fleiri erlendum lögum sem hann er handviss um að myndu sóma sér vel sem jólalög.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta drepur fólk á endanum“

„Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var mjög auðmýkjandi að geta bókstaflega ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt,“ segir rísandi stórstjarnan, leikkonan og söngkonan Elín Hall sem hefur átt risastórt ár en lenti á vegg eftir að hafa verið á ofsahraða að láta draumana rætast. Blaðamaður ræddi við Elínu um uppbygginguna, listina, lífið og tilveruna.

Lífið