Bombur í buxnadragt Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni eru kjólarnir ekki alltaf fyrsta val hjá Hollywood sjörnunum á rauða dreglinum. Hér má sjá hverja stjörnuna á fætur annarri klæðast fallegum og vel sniðnum buxnadrögtum í öllum regnbogans litum. Tíska og hönnun 18. október 2012 22:00
Setur sjálfa sig á lista yfir verst klæddu konurnar Kim Kardashian er búin að hringja á tískulögguna og vill að hún handteki sig sjálfa. Kim klæddist gulum toppi fyrir stuttu og er aldeilis ekki ánægð með það uppátæki. Tíska og hönnun 18. október 2012 18:00
Þvílíkt kamelljón Geri aðrir betur hin undurfagra og ljúfa Emma Stone en hún er ein af fáum sem kemstu upp með að skipta reglulega um útlit svo um munar. Stone hefur í gegnum tíðana skipt um hárlit, fatastíl, förðunarstíl og hvað eina og á einhvern undraverðan hátt virðist allt fara henni vel eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. Tíska og hönnun 17. október 2012 11:01
Nýjustu straumarnir í brúðarkjóla tískunni Nú ríkja brúðardagar í tískuborginni New York þar sem nýjasta brúðartískan er sýnd ásamt fleiru sem við kemur stóra deginum. Hönnuðurinn Douglas Hannant er einn þeirra hönnuða sem hélt glæsilega brúðarkjólasýningu á Plaza hótelinu um helgina og hlaut hann mikið lof fyrir enda var hún vel heppnuð í alla staði. Tíska og hönnun 17. október 2012 10:30
Konur heiðraðar Tískuritið Elle US hélt árlegan fögnuð sinn á Four Seasons-hótelinu í Beverly Hills á sunnudag. Fjöldi þekktra einstaklinga sótti viðburðinn. Elle US fagnaði í 19. sinn viðburðinum Celebration of Women in Hollywood. Leikkonan Emma Watson hlaut Calvin Klein Collection Emerging Star-verðlaunin í ár og einnig voru Cate Blanchett, Elle Fanning, Emma Stone, Shirley MacLaine og Susan Sarandon heiðraðar þetta kvöld. Tíska og hönnun 17. október 2012 00:01
Epískir kjólar sem allir muna eftir Það eru nokkrir kjólar í sögunni sem hafa svo sannarlega skilið eftir sig arfleifð. Tíska og hönnun 17. október 2012 00:01
Klædd í stíl við kettlinginn Kim Kardashian er upptekin við tökur á sjónvarsþættinum Keeping Up With the Kardashians og í þetta sinn fer hún með kettlinginn sinn í gæludýraverslun í Miami í Florida. Eins og sjá má er sjónvarpsstjarnan klædd í stíl við gæludýrið sem er algjört krútt. Tíska og hönnun 16. október 2012 11:05
Steldu stíl ofurfyrirsætu Heidi Klum var án efa best klædda mamman á fótboltavellinum um helgina er hún fylgdist með syni sínum Henry keppa. Dressið sem ofurfyrirsætan valdi sér hefði getað gengið við nánast hvaða tilefni sem er enda klassískt, kvenlegt og pínu rokkaði í senn. Síðast en ekki síst auðvelt að tileinka sér. Tíska og hönnun 16. október 2012 10:20
Elskar bleika kjóla Hin gullfallega Elizabeth Hurley er ötull talsmaður í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hún hefur lagt lóð sín á vogarskálar baráttunnar síðustu ár, meðal annars með því að vera dugleg að klæðast bleiku. Kíkið á flottustu bleiku kjólana hennar Liz! Tíska og hönnun 16. október 2012 00:01
Spurning um að skipta um stílista Söngkonan Christina Aguilera hefur alltaf verið heldur skrautleg til fara og átt þau mörg tískuslysin í gegnum tíðina. Þótti mörgum hún ekki alveg í takt þegar hún mætti með syni sínum að týna grasker í Hollywood um helgina fyrir hrekkjavökuna sem nú nálgast enda nánast bleikhærð og í druslulegum fötum. Tíska og hönnun 15. október 2012 15:43
Svíar hrifnir af íslenskri hönnun Linda segist hafa orðið mikið vör við það að Svíar hafi áhuga á íslenskri hönnun. Þeir eigi þó oft erfitt með að nálgast hana og fékk Linda því hugmyndina að síðunni. Tíska og hönnun 15. október 2012 10:50
Finndu drauma brúðarkjólinn á netinu Hvað sem hann má kosta og hvaða stíl sem þú aðhyllist þá geturðu fundið drauma brúðarkjólinn á netinu - og sleppur við allt búðarrápið. Flestar erlendar heimasíður sem selja brúðarkjóla bjóða upp á sérsaum. Fáðu vinkonu til að hjálpa þér með málin, finndu kjól drauma þinna og hann verður komin til þín áður en þú veist af. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brot af því sem er í boði... Tíska og hönnun 15. október 2012 10:24
Best klæddu konur vikunnar Þrátt fyrir að hitinn fari lækkandi í Hollywood um þessar mundir rétt eins og hér heima þá virðast stjörnurnar enn klæða sig eins og um hásumar sé að ræða, nema Kate Middleton. Tíska og hönnun 15. október 2012 00:01
Peysustríð! Appelsínugular og æðislegar Leikkonurnar Jessica Biel og Halle Berry þora að sýna smá lit. Tíska og hönnun 15. október 2012 00:01
Óléttar í himinháum hælum Skvísurnar í Hollywood láta óléttuna ekki stöðva sig í að vera í himinháum hælaskóm sem kosta morðfjár. Tíska og hönnun 14. október 2012 00:01
Hártískuslys! Hvað voru þær að hugsa? Hárhnútar eru það heitasta í Hollywood um þessar mundir en þessar píur misskildu trendið gjörsamlega. Tíska og hönnun 14. október 2012 00:01
Buxnabombur! Hvor er flottari? Leikkonurnar íðilfögru Jessica Alba og Michelle Williams eru ávallt smart til fara. Tíska og hönnun 13. október 2012 00:01
Goðsagnakenndar greiðslur Hár skiptir miklu máli í Hollywood. Sumar frægustu konur heims hafa náð þeim merka áfanga að vera með goðsagnakennda greiðslu ef svo má segja. Tíska og hönnun 12. október 2012 19:00
Poppstjarna í gegnsæjum kjól Stórstjarnan hún Kylie Minogue kann svo sannarlega að gera allt vitlaust á rauða dreglinum en hún mætti í gegnsæjum kjól á frumsýningu kvikmyndarinnar Holy Motors á kvikmyndahátíðinni í New York í gær. Minogue hefur aldrei verið feimin við að sýna línurnar og var engin undandtekning þar á í gær. Tíska og hönnun 12. október 2012 11:00
Saga til næsta bæjar á enda Sýning sem tengist íslenskri hönnun. Tíska og hönnun 12. október 2012 10:57
Glæsilegt blað hjá Þórunni Högna NUDE HOME er komið út en um er að ræða nýtt tímarit um heimili, hönnun, mat og vín. Blaðið er gefið út af Origami ehf. sem er útgáfufyrirtæki NUDE magazine sem komið hefur út frá árinu 2010. Þetta fyrsta tölublað af NUDE HOME er 154 síður að stærð. Ritstjóri blaðsins er Þórunn Högnadóttir, stílisti og blaðamaður, sem er fyrrverandi ritstjóri sjónvarpsþáttarins Innlit/Útlit. Tíska og hönnun 12. október 2012 10:30
Kíkt í heimsókn til Lóu Pind Fréttakonan Lóa Pind fréttakona býr í fallegu, skandinavísku húsi í Góugötu í litla Skerjafirði í Reykjavík ásamt eiginmanni og tveimur sonum. Lóa leggur mikla áherslu á að heimilið sé þægilegt og vill sem minnst af styttum og öðrum fínum hlutum í kringum sig. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason heimsækir Lóu í þættinum Heimsókn sem er í opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 annað kvöld. Tíska og hönnun 12. október 2012 10:00
Eldgamlar módelmyndir af Victoriu Beckham Kryddpían Victoria Beckham er með smartari konum í heiminum. En hún lenti samt líka í þeirri hræðilegu tísku sem var boðið upp á snemma á tíunda áratugnum eins og sést á þessum gömlu myndum sem teknar voru árið 1992. Tíska og hönnun 11. október 2012 20:00
Allt um hár í einni bók Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack miðlar visku sinni um hár og hárumhirðu í bókinni Hárið. Þar er að finna yfir 70 uppskriftir að hárgreiðslum en ljósmyndarinn Saga Sig sá um myndskreytingar. Tíska og hönnun 11. október 2012 00:00
Klæddu þig eins og Taylor Swift Athygli vakti að Taylor Swift var ekki jafn kvenleg til fara og oft áður þegar sást til hennar í London í vikunni. Söngkonan sem er þekkt fyrir sinn dömulega stíl var klæddi í húðlitaðar þröngar buxur, sléttbotna skó og köflótta skyrtu. Við dressið bar hún klassíska fallega tösku úr brúnu leðri en nýji stíllinn fór henni óneitanlega vel. Tíska og hönnun 9. október 2012 11:57
Kjóllinn entist ekki kvöldið Söngkonan og X Factor dómarinn Nicole Scherzinger stal senunni svo um munaði á rauða dreglinum fyrir eitt af mörgum úrslitakvöldum X Factor í London um helgina í mjög svo stuttum, gylltum kjól. Stundum borgar sig þó líklega að velja þægindi fram yfir útlitið því kjóll þokkagyðjunnar entist ekki út kvöldið en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá þurfti Scherzinger að halda kjólnum uppi þar sem rennilásinn hafði gefið sig. Tíska og hönnun 8. október 2012 10:22
Ber að ofan fyrir Esquire Tímaritið Esquire hefur kosið leikkonuna Milu Kunis kynþokkafyllstu konu heims. Hún prýðir forsíðu nóvemberheftis tímaritsins í sexí stellingu. Tíska og hönnun 8. október 2012 00:01
Svona á að mæta á svæðið! Glamúrgyðjan Kim Kardashian kann svo sannarlega að vekja athygli. Hún mætti á hótelið sitt í Miami í rauðum síðkjól og engum brjóstahaldara svo tekið var eftir. Tíska og hönnun 7. október 2012 13:00
Kjólastríð! Sjóðheitir spéfuglar Hnyttnu leikkonurnar Aubrey Plaza og Leslie Mann eru báðar stórglæsilegar í þessum litríka kjól frá Rodarte. Tíska og hönnun 7. október 2012 12:00