Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Íslensk hönnun heillar

Barbara Russ, penni hjá þýsku hönnunar- og tískuvefsíðunni Modabot.de, var stödd hér á landi í síðustu viku, en tilgangur heimsóknarinnar var að fylgjast með bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Leðurklædd á RFF

Fjöldi fólks sótti Reykjavík Fashion Festival á laugardaginn var. Gestir báru sitt allra besta tau í tilefni dagsins líkt og myndirnar bera vitni um.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Carla Bruni aftur í fyrirsætustörfin

Fyrrverandi forsetafrúin, söngkonan og fyrirsætan Carla Bruni mun snúa aftur til fyrirsætustarfa á næstu mánuðum. Hún skrifaði undir samning við skartgriparisann Bulgari á dögunum og verður andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hanna snjóbretti fyrir Nikita

Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hafa rekið hönnunarfyrirtækið Tulipop frá árinu 2010. Á HönnunarMars kynntu þær til leiks snjóbretti sem þær hönnuðu fyrir útivistarfyrirtækið Nikita.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

STÍLL – Miranda Kerr

Miranda Kerr er frægasta fyrirsæta sem Ástralía hefur alið. Hún byrjaði að sitja fyrir aðeins þrettán ára gömul og hefur í dag prýtt forsíður allra helstu tískutímarita heims.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sýning JÖR á allra vörum

Sýning JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON var á allra vörum eftir gærdaginn á Reykjavík Fashion Festival sem fram fór í Hörpu og stóð að mati margra upp úr á RFF þetta árið. Línan var bæði fyrir dömur og herra, þar sem dragtir og jakkaföt spiluðu mjög stórt hlutverk hjá báðum kynjum. Guðmundur notar nútímaleg mynstur á klassík snið og tekst þannig að færa þann gamaldags sjarma sem hann er þekktur fyrir í nýjan búning. Innblásturinn var greinilega úr öllum áttum. Förðunin var í anda kvikmyndarinnar Clockwork Orange og sumar fyrirsæturnar voru með klúta fyrir andlitinu eins og bófar. Fallegt og frumlegt hjá JÖR

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Féllu vel í kramið hjá erlendu blaðamönnunum

Sýning Farmers Market á Reykjavík Fashion Festival sem fram fór í Hörpu í gær var mikið sjónarspil. Fyrirsæturnar gengu sýningarpallana við lifandi tónlist og fylgihlutirnir voru allt frá skíðastöfum til reiðtygja. Eins og áður á sýningum hjá Farmers Market bar stíliseringin af þar sem ull og loð var í brennipunkti. Fötunum var blandað saman á virkilega fallegan hátt og hinir ýmsu fylgihlutir spiluðu stórt hlutverk. Nýjungarnar hefðu þó mátt vera fleiri, en margar af flíkunum á sýningunni höfum við séð áður. Línan var einstaklega íslensk og féll vel í kramið hjá erlendu blaðamönnunum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

REY kom lítið á óvart - sjáðu myndirnar

Rebekka Jónsdóttir, sem hannar undir nafninu REY, tók þátt í RFF í þriðja skipti í ár. Rebekka leggur fyrst og fremst áherslu á einfaldleika og gæði í flíkum sínum. Línan sem hún sýndi í gær var einmitt þetta, einföld en falleg og laus við allar áhættur. Svartir og dökkbláir litir voru í aðalhlutverki, línan var stílhrein og nútímaleg en kom lítið á óvart.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kvenleg útkoma Andersen og Lauth - sjáðu myndirnar

Andersen & Lauth sýndi haust og vetrarlínu sína 2013 á Reykjavik Fashion Festival í Hörpu í gær. Þetta er í fjórða sinn sem tískuhátíðin er haldin og þótti hún takast einstakega vel í ár. Fjöldi virtra blaðamanna, bloggara og stílista í tískuheiminum voru viðstaddir sýningarnar sem voru hver annari glæsilegri. Hér má skoða myndirnar sem teknar voru af Andersen & Lauth sýningunni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hönnunarverðlaun Fhi afhent í fyrsta sinn

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Kjarvalsstöðum í gær þegar Hönnunarverðlaun Félags húsgagna- og innanhússarkitekta voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlegt tækifæri. Verðlaunaflokkarnir voru; Heimili, Þjónusta, Afþreying og Húsgögn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ólafur Ragnar sló í gegn á RFF

Meðfylgjandi myndir voru teknar í opnunarteiti RFF 2013 á Hótel Borg í gær. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson setti hátíðina með ræðu sem sló í gegn hjá prúðbúnum gestum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

RFF fór vel af stað

Reykjavík Fashion Festival fór vel af stað, en tískuhátíðin var formlega sett af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í Gyllta salnum á Hótel Borg í gærkvöldi.

Tíska og hönnun