Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Er ó­sigrandi á sviði og sækir orkuna niður í jörð

„Ég er smá filterslaus á sviði. Þegar þessi orka kemur inn þá er ekki neitt til þess að fela sig á bak við. Það hefur kannski líka komið mér í vandræði en að mestu leyti er það rosalega jákvætt því einlægnin er lykilinn,“ segir tónlistarkonan Agnes Björt Andradóttir sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Sykur. Blaðamaður ræddi við Agnesi um listina, lífið, æskuna, uppbyggingu og fleira en hún fagnar sömuleiðis 33 ára afmæli sínu í dag.

Tónlist
Fréttamynd

„Ef ég væri ekki prestur væri gaman að vera popp­stjarna“

Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform fyrir sér. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Dana­drottning klæddi af sér kuldann með ís­lenskri hönnun

Dönsku konungshjónin sendu í dag kveðju á grænlensku þjóðina í tilefni þjóðhátíðardags Grænlands sem haldinn er hátíðlegur í dag. Með kveðjunni fylgdu myndir af konungshjónunum sem teknar voru á Grænlandi. Þar klæddist María Danadrottning íslenskri hönnun.

Lífið
Fréttamynd

„Mér þykir alltaf vænt um hlutina mína“

Stílistinn, jógakennarinn og Swimslow eigandinn Erna Bergmann er mikil smekkskona sem er oft með marga bolta á lofti og tvær til þrjár töskur á sér hverju sinni. Uppáhalds taskan er einstakur erfðagripur frá látinni frænku og það má stundum finna orkusteina í renndum hólfum hjá Ernu. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ég hef aldrei reynt að verða nokkur skapaður hlutur“

„Þegar mig langaði að gera eitthvað þá var aldrei sagt við mig finnst þér það nógu karlmannlegt eða er þetta ekki of kvenlegt? Það var bara ekki til. Og þegar ég sagði að ég ætlaði að fara að spila og syngja þá var ekki til að það væru einhverjar efasemdir eða að það væri ekki nógu flott,“ segir tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Jógvan Hansen. Hann ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna.

Tónlist
Fréttamynd

Heiður Ósk og Davíð eru nýtt par

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, eru nýtt par. 

Lífið
Fréttamynd

Hugsar hlýtt til áranna í Los Angeles

„Við áttum margar góðar stundir í sólinni að elta draumana okkar en kunnum líka að njóta lífsins. Þetta lag fjallar um þessa tilfinningu, þegar maður nær að vera alveg í núinu og er að njóta lífsins með vinum sínum á góðum sumardegi. Svo lítur maður til baka og á ennþá þessar fallegu minningar sem tilheyra allt í einu fortíðinni. Það er svolítil nostalgía í þessu lagi,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Lífið
Fréttamynd

Linda lætur sér Lindarbraut lynda

Linda Jó­hanns­dótt­ir, hönnuður og myndlistarkona, og eig­inmaður henn­ar, Rún­ar Karl Kristjáns­son bif­véla­virki, hafa fest kaup á 183 fermetra einbýlishúsi í 70' stíl við Lindarbraut á Seltjarnarnesi. 

Lífið
Fréttamynd

Endurvekjum skikkjuna strax!

Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar.

Skoðun
Fréttamynd

LED ljósameðferðir: Nýjasta trendið í húðumhirðu

„LED ljósameðferð hafa verið að tröllríða öllu úti í heimi þetta ár og við erum alveg einstaklega stoltar að geta boðið upp á virkar og flottar LED meðferðir hérna hjá okkur Eliru snyrtistofu," segir Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur og eigandi Eliru.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Klæðir sig oft ó­beint í stíl við dóttur sína

Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eig­endur Akur­eyri Backpackers selja höllina

Hjónin og eigendur Akureyri Backpackers, Siguróli Kristjánsson, jafnan þekktur sem Moli, og eiginkona hans Elfa Björk Ragnarsdóttir, hafa sett glæsilegt einbýlishús við Mánahlíð á Akureyri til sölu. Ásett verð er 164,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Stofnaði íþróttavörumerki tví­tug

„Ég stefni mjög langt með merkið,“ segir Lana Björk Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur og barre-þjálfari. Hún var aðeins tvítug þegar hún stofnaði sína eigin íþróttavörulínu undir nafninu Kenzen.

Lífið
Fréttamynd

Þar sem um­hverfis­mál og kven­réttindi mætast: Um­hverfis- og fé­lags­legt rétt­læti í tískuiðnaðinum

Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Sí­gild hönnun frá Rosti verður 70 ára

Frá því Sigvard Bernadotte og Acton Bjørn hönnuðu Margrétarskálina á 6. áratug síðustu aldar hefur þessi einstaka skál frá Rosti orðið vel þekkt og sígilt vinnutæki í eldhúsum um allan heim. Skálin er nefnd Margrétarskál til heiðurs Margréti Þórhildi II fyrrum Danadrottningar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Klútabyltingin: Finndu þinn eigin Höllu-klút

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, er að takast að gera hálsklúta að heitasta klæðnaði dagsins. Halla var fyrst með klút í fyrstu kappræðunum í byrjun maí. Síðan hefur klúturinn orðið eins konar einkennismerki stuðningmanna Höllu sem mættu margir með litla silkiklúta um hálsinn á kosningavöku hennar sem fór fram í Grósku síðastliðið laugardagskvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Ellefu eftir­tektar­verð eld­hús

Eldhúsið er oft sagt hjarta heimilisins. Þar verjum við oft löngum tíma og eigum dýrmætar samverustundir með þeim sem eru okkur kærastir. Hönnun og útlit eldhússins gefur heildarmynd heimilisins mikinn karakter þar sem litaval, efniviður og smáhlutir rýmisins skapa stemningu þess. 

Lífið
Fréttamynd

Tískan á körfuboltaleiknum

Það var gríðarleg stemning og mikil spenna á Hlíðarenda í gær þegar að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta karla eftir sigur á Grindavík. N1 höllin var troðfull af stuðningsmönnum sem margir hverjir nýttu tækifærið til þess að klæða sig upp. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mikil væntum­þykja í garð lyklakippunnar

Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét er dugleg að finna gersemar á nytjamörkuðum og þar á meðal fallegar töskur. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ein­stök hæð í retró stíl við Lauf­ás­veg

Við Laufásveg 47 í Reykjavík er að finna glæsilega 212 fermetra sérhæð. Húsið var byggt árið 1969 en var endurnýjað að miklu leyti árið 2017 með tilliti til hins byggingarstíls. Fasteignamat eignarinnar er 119,7 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Alltaf að stela fötum af kærastanum

Fyrirsætan Nadía Áróra Jonkers elskar að klæða sig upp og gefur sér góðan tíma til að skipuleggja klæðnað fyrir þemapartý. Hún hefur engin boð eða bönn þegar að það kemur að tískunni, er með fjölbreyttan og einstakan stíl, fer sínar eigin leiðir og heldur ekki aftur af sér í fatavali. Nadía Áróra er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun