Tískustelpan sem allir fylgjast með Rússneski blaðamaðurinn Miroslava Duma hefur verið eitt vinsælasta myndefni götutískuljósmyndara og bloggara upp á síðkastið. Duma þykir einstaklega lunkin við að blanda saman litríkum og munstruðum flíkum. Duma var eitt sinn ritstjóri Harper"s Bazaar en er nú sjálfstætt starfandi blaðamaður og skrifar fyrir blöð á borð við rússneska Harper"s Bazaar, Tatler og Glamour. Hún er fastur gestur á fremsta bekk á tískusýningum en uppáhaldshönnun hennar kemur frá Prada, Miu Miu, Lanvin, Alexander Wang og YSL. Tíska og hönnun 17. mars 2012 17:00
Ný hönnunarbúð í miðbænum Búðin Hrím hönnunarhús hefur fært út kvíarnar og komið sér fyrir á Laugaveginum, en verslunin hefur hingað til verið rekin í Hofi á Akureyri. Fjölmennt var í opnunarteitinu enda búðin kærkomin viðbót í verslanaflóru miðbæjarins. Verslunin er full af innlendri sem erlendri hönnun og er til að mynda heill veggur í versluninni tileinkaður Lomo-myndavélunum. Litríkir gluggar verslunarinnar vöktu athygli en hönnunin var í höndunum á stúlkunum á auglýsingastofunni Undralandið. Tíska og hönnun 17. mars 2012 09:15
Vogue og Eurowoman á RFF "Það eru ögn færri erlendir fjölmiðlar í ár en hafa verið síðustu ár en það er mjög góðmennt,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival, um komu erlendra fjölmiðla á tískuhátíðina sem fer fram dagana 30. og 31. mars. Tíska og hönnun 17. mars 2012 09:00
Valdamesti stílistinn Stílistinn Kate Young trónir á toppi lista yfir valdamestu stílista í Hollywood um þessar mundir. Young tekur við titlinum af Rachel Zoe. Tíska og hönnun 16. mars 2012 00:01
Leður og blóm Línurnar fyrir komandi haust voru lagðar á nýyfirstöðnum tískuvikum. Þar mátti sjá margar fallegar flíkur og fylgihluti og greina yfirvofandi tískustrauma. Víða mátti sjá munstraðar flíkur, og þá sér í lagi blóma- og austurlensk munstur, líkt og hjá hönnuðunum Jason Wu og Proenza Schouler. Víðar leðurbuxur voru einnig áberandi og mátti sjá fyrirsætur klæðast slíku á sýningum Topshop Unique, Gucci og Derek Lam. Tíska og hönnun 15. mars 2012 12:00
Litagleði í bland við klassík Vorið er á næsta leyti og því óhætt að segja að tískuáhugamenn bíði spenntir eftir ferskum og flottum flíkum í verslanir eftir veturinn... Tíska og hönnun 14. mars 2012 12:00
Skart innblásið af þorskbeinum Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður hefur sent frá sér nýja skartgripalínu sem innblásin er af þorskbeinum. Jóhanna hannar undir nafninu Kría og var fyrsta skartgripalína hennar einmitt innblásin af beinum farfuglsins. Tíska og hönnun 13. mars 2012 14:30
Nicole Richie sjúklega smart Nicole Richie vakti verðskuldaða athygli í New York í vikunni þar sem hún sótti hina ýmsu viðburði! Tíska og hönnun 13. mars 2012 11:30
Shadow Creatures sendir frá sér litríka undirfatalínu Systurnar Edda og Sólveig Guðmundsdætur hafa hannað fatnað saman undir heitinu Shadow Creatures síðastliðin tvö ár. Þær hafa nú bætt við sig og senda frá sér sína fyrstu undirfatalínu í apríl, en afar fáir íslenskir hönnuðir hafa fetað þá slóð. "Þetta er búið að vera langt ferli, en það er það yfirleitt. Fyrst hannar maður flíkina, sýnir hana, setur í framleiðslu og loks í sölu, allt tekur þetta sinn tíma,“ segir Edda um nýju línuna og bætir við að mikill tími hafi einnig farið í tæknilegar útfærslur á nærfatnaðinum. "Þetta á Tíska og hönnun 12. mars 2012 14:00
Marc Jacobs mætti í kjól Það var mikið um gleði í eftirpartýi að lokinni Louis Vuitton tískusýningu á dögunum. Tíska og hönnun 12. mars 2012 11:17
Fá formúu fyrir að setjast á fremsta bekk Stjörnurnar hafa flykkst milli borga á borð við New York, London, Mílanó og París til að dást að komandi hausttísku en nú hefur komið í ljós að flestar þeirra þiggja laun fyrir að setjast á hinn fræga fremsta bekk. Tíska og hönnun 11. mars 2012 14:00
Balenciaga-hatturinn nær vinsældum Á tískuvikunni í París mátti víða sjá tískuspekúlanta skarta hinum sérstaka „visor“ hatti frá tískuhúsinu Balenciaga. Höfuðfatið var hluti af vorlínu hússins sem frumsýnd var í september í fyrra. Tíska og hönnun 10. mars 2012 11:00
Misheppnuð sýning Rapparinn Kanye West sýndi sína aðra fatalínu á þriðjudaginn var og hlaut sú engu betri dóma en sú fyrsta. Á fremsta bekk mátti svo helst sjá vini West og samstarfsfólk hans úr rappheiminum. Tíska og hönnun 9. mars 2012 02:00
Fatnaður prinsessu vekur athygli Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge og Elizabeth Bretadrottning mættu uppábúnar á St Pancras stöðina í dag í Lundúnum. Eins og sjá má var Kate óaðfinnanleg þegar kemur að fatavali. Hún var klædd í grænbláa dragt, með hatt á höfði með belti í mittið. Tíska og hönnun 8. mars 2012 17:15
Sýningarpallar eins og lestarstöð hjá Louis Vuitton Bandarísku hönnuðurinn Marc Jacobs leggur áherslu á stóra hatta, litríka kjóla og kápur í haust- og vetrarlínu Louis Vuitton... Tíska og hönnun 8. mars 2012 13:15
Best klæddu konurnar á tískuvikunni Mila Kunis, Salma Hayek, Dita Von Teese, Alicia Keys og Katy Perry voru meðal þeirra sem þóttu bera af... Tíska og hönnun 8. mars 2012 09:00
Stílhrein haustlína Stellu McCartney Á tískuvikunni í París sýndi Stella McCartney haustlínuna sem er eins og sjá má einfaldlega stílhrein og kvenleg. Þá má einnig sjá fylgihluti Stellu, djarfa skó og töskur. Tíska og hönnun 7. mars 2012 15:45
Emily Blunt í retro kjól Leikkonan Emily Blunt var klædd í glæsilegan munstraðan Naeem Khan kjól á rauða dreglinum. Þá klæddist hún Gianvito Rossi hælaskóm sem fullkomnuðu heildarútlit leikkonunnar. Leikarinn Ewan McGregor stillti sér upp með Emily klæddur í Dolce & Gabbana jakka, skyrtu og buxur. Tíska og hönnun 7. mars 2012 12:15
Kim á tískuvikunni í París Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian mætti ljósklædd á sýningu tónlistarmannsins Kanye West á tískuvikunni í París í gær.. Tíska og hönnun 7. mars 2012 11:15
Katy Perry og Karl Lagerfeld saman á tískusýningu Það er óhætt að segja að söngkonan KatyPerry haldi áfram að slá í gegn á tískuvikunni í París með nærveru sinni og útliti. Tíska og hönnun 7. mars 2012 10:00
Keppnisskapið skilaði sér inn í hönnunina "Svona er það þegar maður eyðir öllum vinnudeginum saman, þá kvikna allskonar hugmyndir,“ segir Elsa Nielsen grafískur hönnuður sem hannaði klukkuna Lukku ásamt Þorbjörgu Helgu Ólafsdóttur. Tíska og hönnun 7. mars 2012 07:00
Kynþokkafull föt frá Chloé þetta vorið Það er óhætt að segja að fatahönnuðurinn Chloé leggi áherlsu á kvenleika, þokka og bjarta liti þetta vorið. Tíska og hönnun 6. mars 2012 16:30
Hvítir kjólar áberandi á tískuviku Leikkonan Salma Hayek, 45 ára, og eiginmaður hennar, Francois-Henri Pinault, mættu á Stellu McCartney haust- og vetrartískusýninguna fyrir árið 2012 sem bar yfirskriftina Ready-to-Wear í París í Frakklandi í gærdag. Salma var stórlæsileg eins og sjá má á myndunum. Þá má einnig sjá Stellu og Aliciu Keys. Tíska og hönnun 6. mars 2012 09:30
Geislandi fögur á fremsta bekk Jessica Alba vakti mikla athygli á dögunum er hún mætti á tískuvikuna í París. Tíska og hönnun 5. mars 2012 12:00
Rákust á Galliano á tískuvikunni „Hann var bara ósköp venjulegur með yfirvaraskeggið sitt,“ segir fatahönnunarneminn Guðrún Helga Kristjánsdóttir um fatahönnuðinn fræga John Galliano sem hún rakst á á tískuvikunni í París. Tíska og hönnun 3. mars 2012 11:00
Katy Perry í Veru Wang kjól Söngkonan Katy Perry, 27 ára, var glæsileg í gær þegar hún mætti á tískuvikuna í Paris í Frakklandi klædd í Veru Wang kjól... Tíska og hönnun 2. mars 2012 10:15
Flottustu greiðslurnar á Óskarnum Stjörnurnar þóttu flestar standa sig nokkuð vel í kjólavali, stíl og hári á Óskarnum en sumar báru vissulega af. Tíska og hönnun 1. mars 2012 14:00
Hvítt og rautt áberandi á Óskarnum Á sunnudagskvöldið fór fram einn af hápunktum kvikmyndaiðnaðarins, sjálf Óskarsverðlaunin 2012. Kjólar kvöldins voru misfagrir að vanda en litirnir rauður, hvítur og svartur voru áberandi. Tíska og hönnun 28. febrúar 2012 11:00
Hnésítt og útvítt í New York Tíska Tískuvikan í New York fór fram í byrjun febrúar og sýndi okkur hvað verður efst á baugi tískuheimsins komandi haust og vetur samkvæmt hönnuðum þar í borg. Hnésídd í pilsum og kjólum var allsráðandi sem og víðar skálmar og háir kragar. Tíska og hönnun 25. febrúar 2012 08:00
Marc Jacobs notaði of ungar fyrirsætur Tíska Fatahönnuðurinn Marc Jacobs gerðist sekur um að nota of ungar fyrirsætur á sýningum sínum á tískuvikunni í New York. Félag fatahönnuða í Bandaríkjunum, CFDA, gaf út ákveðnar reglur fyrir tískuvikuna þar sem hönnuðum var gert að ráða aðeins fyrirsætur sem höfðu náð 16 ára aldri. The New York Times fletti hins vegar ofan af því að tvær fyrirsætur í sýningum Marcs Jacobs á nýafstaðinni tískuviku höfðu verið einungis 15 ára gamlar. Tíska og hönnun 24. febrúar 2012 07:45