Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Enginn nakinn á Óskarnum

Stærstu stjörnur leiklistarheimsins skinu skært á rauða dreglinum í gær þegar Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í 97. skipti í Los Angeles. Þær gáfu ekkert eftir í elegansinum og dregillinn minnti að vanda á hátísku hátíð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“

„Ég var alltaf pínulítið að drífa tískutrendin áfram á Hornafirði man ég, ég hafði svo gaman að því. Ég var aldrei mikið að pæla í því, ég var bara svona. Og ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró. Hann er viðmælandi í þættinum Tískutal þar sem hann veitir innsýn í einstakan fataskáp sinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður að­gangur að þing­sal

Skrautlegur klæðaburður Jóns Gnarr hefur oft vakið athygli og rifjast í því samhengi upp bleiku jakkafötin sem hann klæddist í borgarstjóratíð sinni. Honum leiðist þó tilgerð og svo virðist sem í dag hafi þau náð hámarki sínu að hans mati þegar átti að meina honum aðgang að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum.

Lífið
Fréttamynd

Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square

Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rokkaði tíu milljón króna háls­men

Áhrifavaldurinn, athafnakonan og fyrrum leikmaður Aftureldingar Brittany Mahomes var að sjálfsögðu mætt á Ofurskálina í fyrradag að styðja manninn sinn Patrick Mahomes sem leikur fyrir Kansas höfðingjana eða Kansas City Chiefs. Þrátt fyrir ósigur eiginmannsins skein Brittany skært í áhorfendastúkunni með demantshálsmen sem kostar rúmlega tíu milljónir.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina

Það hefur vart farið fram hjá neinum að Ofurskálin fór fram í nótt þar sem Fíladelfíu ernirnir eða Philadelphia Eagles tryggðu sér sigur á móti Kansas borgar stjórunum eða Kansas City Chiefs. Margar af stjörnum heims létu sig ekki vanta og Kendrick Lamar tryllti lýðinn í hálfleiks atriðinu.

Lífið
Fréttamynd

Heggur ísskúlptúra í bíl­skúrnum

Fyrirtækið Reykjavík Ice sérhæfir sig í að búa til skúlptúra úr ís. Ottó Magnússon rekur fyrirtækið og býr til alla skúlptúrana sjálfur í bílskúrnum heima hjá sér. Fyrsta skref er að búa til blokkirnar sem hann gerir skúlptúrana síðan úr.

Innlent
Fréttamynd

Halla for­seti rokkar svart og hvítt

Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti í stílhreinum fatnaði á þingsetninguna í dag. Hún valdi hvítan rúllukragabol við hvítan jakka sem er algjörlega í anda Höllu og má segja að hún hafi klætt sig í stíl við snjókomuna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy

Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn

Ástralska fyrirsætan Bianca Censori, eiginkona bandaríska rapparans Kanye West, vakti mikla athygli þegar hún stillti sér upp svo gott sem nakin á rauða dreglinum á Grammy-verðlaunahátiðinni í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Kafla­skil í tískunni þegar hann var tíu ára

„Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ó­smekk­legu plastblómin“ ekki frá for­setanum heldur RÚV

Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns.

Lífið
Fréttamynd

Inn­lit í fata­skáp Dóru Júlíu

Plötusnúðurinn, blaða- og sjónvarpsstjarnan Dóra Júlía er nýgift Báru Guðmundsdóttir sem er meistaranemi sálfræði. Þær búa saman í hlíðunum í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans

Merki sem þykir sína Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.

Lífið