Leikjaniðurröðun fyrir Subway deildirnar klár Búið er að birta leikjaniðurröðun fyrir næsta körfuknattleikstímabil. Subway deild kvenna fer af stað í september á meðan Subway deild karla fer af stað í byrjun október. Körfubolti 20. júní 2022 07:01
Ægir Þór: Þarf ekki að vera feluleikur Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, stefnir á að vera áfram í atvinnumennsku en er þó opin fyrir því að koma aftur til Íslands. Körfubolti 17. júní 2022 22:30
Ken-Jah Bosley leggur skóna á hilluna Bandaríkjamaðurinn Ken-Jah Bosley, leikmaður Vestra, hefur sagt skilið við liðið og lagt körfuboltaskóna á hilluna. Körfubolti 17. júní 2022 20:01
Hetjan Hjálmar framlengir á Hlíðarenda Hjálmar Stefánsson verður áfram á mála hjá Íslandsmeisturum Vals í körfubolta. Hann framlengdi samning sitt við félagið til tveggja ára. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum Vals. Körfubolti 16. júní 2022 15:30
Kanadískur framherji til Þorlákshafnar Þór Þorlákshöfn barst liðsstyrkur í dag fyrir komandi átök í Subway deild karla í körfubolta. Liðið samdi við Kanadamanninn Alonzo Walker. Körfubolti 15. júní 2022 14:30
Penninn á lofti í Grindavík | Þrír framlengja og einn snýr til baka Fjórir leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við Grindavík um að leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 14. júní 2022 19:52
Þurfti að rifta samningnum til þess að fá læknisaðstoð á Íslandi Dagur Kár Jónsson varð að rifta samningi sínum við spænskt körfuboltafélag til að fá viðeigandi læknisaðstoð hér á landi. Körfubolti 12. júní 2022 10:16
Tindastóll fær drjúgan liðsstyrk Karlalið Tindastóls í körfubolta hefur bætt við sig öflugum leikmanni fyrir næsta keppnistímabil. Körfubolti 9. júní 2022 22:02
Yfirlýsing frá KR: Harma að formaður KKÍ „ræði einkamál félaganna og sambandsins“ Körfuknattleiksdeild KR sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af skuld félagsins við KKÍ. Þar er nafntogun félagsins af hálfu formanns KKÍ hörmuð. Körfubolti 9. júní 2022 15:22
„Ef hann vill spila þá er hann meira en velkominn“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Subway-deild karla í körfubolta, býst ekki við því að Pavel Ermolinskij muni leika með liðinu á næstu leiktíð. Finnur Freyr tekur þó fram að Pavel, sem var aðstoðarþjálfari liðsins í vetur, sé velkomið að halda áfram óski hans þess. Körfubolti 9. júní 2022 13:00
Seinagangur KR kostaði tæplega hálfa milljón Öll lið hafa gengið frá skráningargjaldi til Körfuknattleikssambands Íslands fyrir þátttöku í deildum sambandsins í vetur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ staðfestir að KR var of seint að borga, sem kostaði Vesturbæinga skildinginn. Körfubolti 9. júní 2022 12:00
Keflavík semur við unglingalandsliðsmann frá Fjölni Ólafur Ingi Styrmisson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Fjölni. Körfubolti 8. júní 2022 17:01
Fotios semur við Þór Þorlákshöfn Fotios Lampropolus er nýjasti leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn samkvæmt tilkynningu liðsins á facebook í kvöld. Körfubolti 6. júní 2022 23:00
Fertugur Hlynur framlengir um ár Körfuknattleiksmaðurinn Hlynur Bæringsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun taka slaginn með liðinu í Subway deildinni á næstu leiktíð. Körfubolti 4. júní 2022 09:30
„Betra að vera stóri fiskurinn í lítilli tjörn“ Besti leikmaður nýliðins tímabils, Valsarinn Kristófer Acox, er ekki á leiðinni út í atvinnumennsku strax. Kristófer er með samning við Val til ársins 2024. Körfubolti 3. júní 2022 23:29
Lykilpersónur og leikendur áfram á Króknum Silfurlið Tindastóls hefur samið við þrjá af helstu lykilleikmönnum sínum sem og þjálfarann Baldur Þór Ragnarsson um að gera aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. Körfubolti 3. júní 2022 14:00
Jóhann Þór tekur við Grindavík á nýjan leik Jóhann Þór Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur í Subway-deild karla. Staðfesti körfuknattleiks félagsins þetta í gærkvöld. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð. Körfubolti 3. júní 2022 11:01
Sverrir hjálpar arftaka sínum og Grindavík án þjálfara Körfuboltaþjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson er snúinn aftur til Keflavíkur og verður aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins á næstu leiktíð. Körfubolti 2. júní 2022 14:46
Kristó: Pavel var bara í Angry Birds Eins og flestum er kunnugt er Valur Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir æsispennandi úrslitaeinvígi við Tindastól. Kristófer Acox, leikmaður Vals, rifjaði upp eftirminnileg atvik úr úrslitaeinvíginu í hlaðvarpsþætti. Körfubolti 1. júní 2022 23:30
Þórsarar fá besta unga leikmann fyrstu deildarinnar Daníel Ágúst Halldórsson, besti ungi leikmaður 1. deildar karla í körfubolta á síðasta tímabili, er genginn í raðir Þórs í Þorlákshöfn frá Fjölni. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Þórsara. Körfubolti 27. maí 2022 14:00
Annar Þórsari í gegnum Þrengsli Ragnar Örn Bragason hefur skrifað undir samning þess efnis að hann spili fyrir ÍR á næstu leiktíð. Körfubolti 24. maí 2022 15:01
Hissa og pirraður en fljótur að sættast við nýja stjórn „Þetta kom mér sjálfum mjög á óvart,“ segir körfuboltamaðurinn Dominykas Milka um það þegar hann var rekinn frá Keflavík um síðustu mánaðamót. Þeirri ákvörðun var snúið í vikunni og Milka spilar því sína fjórðu leiktíð með Keflavík næsta vetur. Körfubolti 24. maí 2022 11:00
Biðjast afsökunar á því að hafa rekið Milka og semja við hann aftur Dominykas Milka verur áfram í Keflavík þegar flautað verður til leiks í Subway deildinni í körfubolta næsta haust. Körfubolti 22. maí 2022 16:03
Daniel Mortensen semur við Hauka Besti erlendi leikmaður Subway-deildarinnar á síðasta tímabili, Daniel Mortensen, er búinn að ná samkomulagi við nýliða Hauka um að spila með þeim í deildinni á næsta leiktímabili. Körfubolti 22. maí 2022 10:30
Kristófer valinn sá besti i þriðja sinn en Dagný Lísa í fyrsta skiptið Kristófer Acox og Dagný Lísa Davíðsdóttir voru í dag valin bestu leikmenn ársins í Subway deildum karla og kvenna í körfubolta. Þorvaldur Orri Árnason hjá KR og Tinna Guðrún Alexandersdóttir hjá Haukum voru kosin bestu ungu leikmenn ársins. Körfubolti 20. maí 2022 12:47
Bjórinn kláraðist á Hlíðarenda: „Langstærsti dagur í sögu Fjóssins“ „Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Gunnar Kristjánsson, vertinn í Fjósinu á Hlíðarenda, sem aldrei hefur verið nálægt því að selja eins mikið af bjór eins og á miðvikudagskvöld. Körfubolti 20. maí 2022 10:31
Daníel verður aðstoðarþjálfari Njarðvíkur næstu tvö árin Daníel Guðni Guðmundsson hefur samið við Njarðvíkinga og mun verða Benedikt Guðmundssyni, þjálfara liðsins, innan handar næstu tvö árin í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 19. maí 2022 22:45
Baneitraðar skeytasendingar milli KR-inga og Valsara Valur sigraði Tindastól í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í gærkvöldi. Sigurreifir Valsmenn fá þó ekkert ókeypis frá stuðningsmönnum KR-inga sem þykir sitthvað bogið við tilurð þessa sigurs. Nefnilega peningar. Innlent 19. maí 2022 15:00
Valsarar fóru meistarahringinn á þremur árum Valsarar hafa landað Íslandsmeistaratitlum í öllum þremur stóru boltagreinunum á síðustu þremur árum, bæði í karla- og kvennaflokki. Sport 19. maí 2022 14:01
Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. Körfubolti 19. maí 2022 13:45