Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Keflavík og ÍR í undanúrslit

    Keflavík og ÍR tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Keflvíkingar burstuðu lið FSU 117-77 og ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Skallagrím 82-88 í Seljaskóla. Það eru því Keflavík, Grindavík, Hamar/Selfoss og ÍR sem eru komin í undanúrslitin í bikarnum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík áfram í bikarnum

    Karlalið Grindavíkur lagði KRb í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta í kvöld 100-76 og er því komið í undanúrslit keppninnar líkt og Hamar/Selfoss. Átta liða úrslitunum líkur annað kvöld með leikjum ÍR-Skallagríms og FSU-Keflavík. Keflavík lagði svo Breiðablik í kvennaflokki í kvöld 91-36 og tryggði sér sæti í undanúrslitum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skallagrímur lagði Keflavík

    Skallagrímur lagði Keflavík 100-98 í hörkuleik í úrvalsdeild karla sem fram fór í Borgarnesi í dag. Heimamenn náðu mest 17 stiga forskoti í leiknum en Keflvíkingar náðu að jafna í lokin. Það var svo Axel Kárason sem gerði út um leikinn þegar 5 sekúndur voru eftir með tveimur vítaskotum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Loksins sigur hjá Bárði

    Bárður Eyþórsson krækti í sinn fyrsta sigur sem þjálfari síðan 22. október í kvöld þegar hans menn í Fjölni unnu óvæntan útisigur á Grindvíkingum í úrvalsdeild karla í körfubolta 85-78. Fjölnir er því kominn af fallsvæðinu og er í 10. sæti deildarinnar en Grindavík er í 6. sæti.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bumban fær góðan liðsstyrk

    Lið KR b, eða Bumban eins og það er gjarnan kallað, hefur nú fengið til sín góðan liðsstyrk fyrir bikarleikinn gegn Grindavík á mánudaginn. Hér er um að ræða Bandaríkjamanninn Ben Jacobson frá Northern Iowa háskólanum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR og Njarðvík á toppnum

    KR og Njarðvík sitja á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins. KR-ingar unnu góðan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi 74-71, Njarðvík lagði ÍR syðra 100-85, Tindastóll lagði Hauka 79-75 og Hamar/Selfoss lagði granna sína í Þór 80-68 í Hveragerði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell yfir í hálfleik

    Snæfell hefur yfir 46-42 gegn KR í stórleik kvöldsins í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Heimamenn hafa verið skrefinu á undan í fyrri hálfleik en munirinn hefur þó aldrei verið mikill. Bein lýsing á leiknum er á heimasíðu KR-inga.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Risaslagur í Hólminum í kvöld

    Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar Snæfell tekur á móti KR í Stykkishólmi. Þá mætast grannarnir Hamar/Selfoss og Þór í Hveragerði, Njarðvík tekur á móti ÍR og Tindastóll mætir Haukum á Sauðárkróki. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Soltau farinn frá Keflavík

    Danski miðherjinn Thomas Soltau hefur verið látinn fara frá úrvalsdeildarliði Keflavíkur í körfubolta og heldur til síns heima á morgun. Á vef Keflavíkur kemur fram að Soltau hafi ekki hentað nógu vel í leikskipulagi liðsins en hann skoraði 15 stig að meðaltali fyrir liðið í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell vann Keflavík

    Snæfell og Njarðvík komust í dag upp að hlið KR á topp Iceland Express-deildar karla í körfubolta með því að sigra í sínum leikjum í dag. Snæfell hafði betur í stórslagnum gegn Keflavík, 80-67, en Njarðvík marði sigur gegn Þór Þ. á heimavelli sínum, 105-100.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann en Skallagrímur tapaði

    KR vann mjög mikilvægan útisigur á Grindavík í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. KR skoraði 89 stig gegn 78 stigum heimamanna og náði með sigrinum tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Skallagrímur tapaði óvænt fyrir ÍR í Breiðholtinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar á toppinn

    Njarðvíkingar skelltu sér á toppinn í úrvalsdeild karla í körfubolta ásamt Snæfelli, KR og Skallagrími í kvöld þegar þeir lögðu granna sína í Keflavík 86-72 í hörkuleik í Njarðvík. Heimamenn höfðu yfir 50-42 í hálfleik. Þá vann kvennalið Hauka nauman sigur á Grindvíkingum 82-81 í efstu deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir

    Njarðvík og Keflavík mætast í kvöld í síðasta leik Iceland-Express deildar karla fyrir jól. Leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 19.15. Liðin eru í fjórða og fimmta sæti fyrir leikinn, bæði með fjórtán stig eftir níu leiki, en Skallagrímur, KR og Snæfell verma fyrstu þrjú sætin, öll með sextán stig eftir tíu leiki.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamar/Selfoss mætir KR

    Í dag var dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni Lýsingar í körfubolta í karla- og kvennaflokki, en bikardrátturinn fór fram í húsakynnum Lýsingar. Í karlaflokki verða tvær viðureignir úrvalsdeildarliða þar sem ÍR mætir Skallagrími og Hamar/Selfoss tekur á móti KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík og Keflavík halda sínu striki

    Það er að verða ansi þröngt á þingi á toppnum í Iceland Express deild karla í körfubolta, en í dag komst Njarðvík upp að hlið Skallagríms, Snæfells og KR á toppi deildarinnar með sigri á botnliði Hauka 104-99. Keflvíkingar geta komist upp að hlið toppliðanna með sigri í leiknum sem liðið á til góða en liðið lagði granna sína í Grindavík í dag 90-86.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skallagrímur á toppinn

    Skallagrímsmenn komust í kvöld upp að hlið Snæfells og KR á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á grönnum sínum í Snæfelli í uppgjöri vesturlandsliðanna í Borgarnesi 83-77. KR vann auðveldan sigur á Tindastól 109-89, Hamar lagði Fjölni á útivelli 88-83 og Þór Þorlákshöfn lagði ÍR 82-78.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Naumt tap hjá Keflavík

    Keflvíkingar luku keppni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld og eru úr leik líkt og grannar þeirra úr Njarðvík eftir 113-109 tap gegn sænska liðinu Norrköping í kvöld. Thomas Soltau skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Keflvíkinga og Jermaine Williams skoraði 20 stig. Keflvíkingar unnu einn leik í riðli sínum sem hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir liðið, sem ætlaði sér alla leið í keppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík úr leik án sigurs

    Njarðvíkingar töpuðu sjötta og síðasta leik sínum í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld þegar liðið lá fyrir Tartu Rock frá Eistlandi 100-88 á útivelli. Jeb Ivey skoraði 22 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham 20 en Njarðvíkingar töpuðu öllum sex leikjum sínum í keppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    16-liða úrslitin klárast í kvöld

    Í kvöld fara fram tveir síðustu leikirnir í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta. Fjölnir tekur þá á móti Keflavík í Grafarvogi og ÍR fær Stjörnuna í heimsókn. Einn leikur verður svo á dagskrá í IE deild kvenna, þar sem ÍS mætir Breiðablik í Kennaraháskólanum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR lagði Tindastól

    Nokkrir leikir fóru fram í bikarkeppninni í körfubolta í dag og í kvöld og þá var einn leikur á dagskrá í IE deild kvenna. KR-ingar notuðu góðan endasprett til að leggja Tindastól að velli fyrir norðan 94-86 þar sem Jeremiah Sola skoraði 33 stig og þá vann Hamar/Selfoss góðan sigur á grönnum sínum í Þór frá Þorlákshöfn 78-64.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Mikið fjör í bikarnum á morgun

    Á morgun hefjast 16-liða úrslitin í Lýsingarbikar karla í körfubolta með fjórum leikjum. Grannliðin Hamar/Selfoss og Þór Þorlákshöfn eigast þá við í Hveragerði klukkan 16 og klukkan 19:15 mætast Keflavík B og Grindavík í Keflavík, Valur og Skallagrímur í Kennaraháskólanum og Tindastóll tekur á móti KR á Króknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tap hjá Njarðvík og Keflavík

    Körfuboltalið Njarðvíkur og Keflavíkur töpuðu bæði stórt í leikjum sínum í Evrópukeppninni í kvöld, en bæði lið mættu sterkum andstæðingum í Úkraínu. Njarðvík tapaði fyrir Cherkaski Mavpy 114-73 og Keflavík tapaði 93-78 fyrir Dnipro.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell á toppinn

    Snæfell vann gríðarlega mikilvægan sigur á Grindavík á útivelli í Iceland Express-deild karla í kvöld, 68-75. Með sigrinum komst Snæfell á topp deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR tapaði óvænt í Hveragerði

    Skallagrímur komst upp að hlið KR og Snæfells á topp Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir tiltölulega auðveldan sigur á Þór á Þorlákshöfn í kvöld, 98-80. Á sama tíma tapaði topplið KR fyrir Hamar/Selfoss í Hveragerði, 83-69. Fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Frítt á leik Njarðvíkur og Samara

    Njarðvíkingar spila í kvöld sinn síðasta heimaleik í Evrópukeppninni í haust þegar þeir taka á móti rússneska liðinu Samara, en leikið er í Keflavík. Sparisjóður Keflavíkur hefur ákveðið að bjóða frítt á leikinn sem hefst klukkan 19:15 og því upplagt fyrir alla að mæta á leikinn og styðja við bakið á Njarðvíkingum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar steinlágu á heimavelli

    Karlalið Keflvíkinga í körfubolta steinlá á heimavelli sínum fyrir tékkneska liðinu Mlekarna Kunin 108-78 í Áskorendakeppni Evrópu. Keflvíkingar hafa unnið einn leik í riðlinum en tapað þremur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík og Haukar í eldlínunni í kvöld

    Tvö íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld. Karlalið Keflavíkur tekur þá á móti tékkneska liðinu Mlekarna Kunin á heimavelli sínum í Keflavík klukkan 19:15 og Haukastúlkur sækja lið Canarias heim á Las Palmas.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík lagði Grindavík

    Keflavíkurstúlkur halda öðru sætinu efstu deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sigur á grönnum sínum í Grindavík í Sláturhúsinu í kvöld. Takesha Watson skoraði 32 stig fyrir Keflavík, en Tamara Bowie skoraði 39 stig fyrir Grindavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjölnir mætir Keflavík

    Í dag var dregið í 16-liða úrslitin í bikarkeppni Lýsingar í körfubolta. Þrjár af átta viðureignum í umferðinni verða einvígi úrvalsdeildarliða þar sem Fjölnir tekur á móti Keflavík, Tindastóll mætir KR og þá mætast suðurlandsliðin Hamar/Selfoss og Þór úr Þorlákshöfn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík lagði Snæfell

    Grindavík lagði Snæfell 87-82 í stórleik dagsins í 32 liða úrslitum bikarkeppni Lýsingar í körfubolta. Steven Thomas skoraði 23 stig og hirti 8 fráköst fyrir Grindavík og Adam Darboe skoraði 18 stig. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Snæfell, Sigurður Þorvaldsson 17 og Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og hirti 15 fráköst.

    Körfubolti