Friðrik: Við lifðum á vörn í þessum leik Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með varnarleik sinna manna í 17 stiga sigri á toppliði KR í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 4. febrúar 2010 21:49
Fannar: Við leyfðum þeim að gera það sem þeir vildu Fannar Ólafsson fór útaf með fimm villur í kvöld og gat lítið hjálpað til þegar leikur liðsins fór af sporinu í seinni hálfleik í 17 stiga tapi á móti Grindavík í kvöld. Körfubolti 4. febrúar 2010 21:47
IE-deild karla: Góðir sigrar hjá Grindavík og Snæfelli Grindavík er að vakna til lífsins í Iceland Express-deild karla og liðið sendi sterk skilaboð í kvöld er það lagði Íslandsmeistara KR af velli í Röstinni. Körfubolti 4. febrúar 2010 20:59
Brenton spurningamerki fyrir leikinn á móti KR í kvöld Brenton Birmingham er tæpur fyrir stórleik Grindavíkur og KR í Iceland Express deild karla í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 í Röstinni í Grindavík. Samkvæmt frétt á heimasíðu Grindvíkinga þá er Brenton að glíma við meiðsli á læri eftir að hafa fengið högg framan á lærið í síðasta leik á móti Njarðvík. Körfubolti 4. febrúar 2010 15:45
Þrír þjálfarar sækjast eftir fyrsta sigrinum í Kennó í kvöld ÍR og Breiðablik mætast í Iceland Express deild karla í körfubolta klukkan 19.15 í Kennaraháskólanum í kvöld. Þrír þjálfarar liðanna sækjast þar eftir sínum fyrsta sigri í Iceland Express deildinni í vetur. Körfubolti 4. febrúar 2010 13:45
Pálmi Freyr spilar ekki meira með Snæfelli í vetur Snæfell hefur staðfest að bakvörðurinn öflugi Pálmi Freyr Sigurgeirsson muni ekkert spila meira með liðinu á þessarri leiktíð í Iceland Express-deildinni í körfubolta vegna meiðsla. Körfubolti 4. febrúar 2010 12:15
Isom og Visockis á Krókinn - líklega með gegn Hamri Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að semja við Cedric Isom og Donatas Visockis út yfirstandandi tímabil í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Körfubolti 2. febrúar 2010 11:00
Ekkert gekk hjá Njarðvíkurliðinu með Nick inn á Nick Bradford varð að sætta sig við tap á móti gömlu félögum sínum í Grindavík í Iceland Express deildinni í gærkvöldi en í leiknum á undan hafði Njarðvíkurliðið steinlegið í bikarnum fyrir ennþá eldri félögum Nick úr Keflavík. Körfubolti 26. janúar 2010 16:30
Böðvar Guðjónsson: Hjálpar KR að vera meðal þeirra bestu Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR var ánægður með nýja liðstyrkinn en Pavel Ermolinski mun spila með KR-liðinu út tímabilið. Þaðp má finna viðtal við Böðvar á heimasíðu KR í dag. Körfubolti 26. janúar 2010 13:13
Pavel kominn í KR - meistararnir fá hann á láni frá Spáni Íslandsmeistarar KR hafa fengið landsliðsbakvörðinn Pavel Ermolinski lánaðan út keppnistímabilið frá spænska liðinu Caceres. Pavel verður klár í næsta leik sem er gegn Grindavík 4 febrúar. Þetta kemur fram á heimasíðu þeirra KR-inga. Körfubolti 26. janúar 2010 12:38
IE-deild karla: Grindavík vann í Ljónagryfjunni - KR á toppinn Grindavík hysjaði loksins upp um sig buxurnar í kvöld er liðið sótti nágranna sína í Njarðvík heim. Leikur liðanna var fjörugur en endaði með þriggja stiga sigri gestanna, 99-102. Körfubolti 25. janúar 2010 21:08
Nick Bradford mætir sínum gömlu félögum í Grindavík í kvöld Nick Bradford og félagar í Njarðvík reyna að koma sér aftur í gang í kvöld, eftir bikarskellinn á móti Keflavík á dögunum, þegar liðið fær Grindavík í heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Nick Bradford spilaði eins og kunnugt er með Grindavík við mjög góðan orðstír í fyrra. Körfubolti 25. janúar 2010 16:00
Teitur: Spiluðum ekki nægilega vel Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var sammála blaðamanni um að spilamennska liðsins gegn Snæfelli í kvöld hafi verið of sveiflukennd. Körfubolti 24. janúar 2010 21:43
Hlynur: Viljum komast á sama stall og Njarðvík og Keflavík „Frábær sigur, mjög erfitt hús og flott lið. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Körfubolti 24. janúar 2010 21:37
Umfjöllun: Snæfell sótti bæði stigin í Ásgarð Snæfell og Stjarnan hafa bæði 20 stig í Iceland Express deildinni eftir sigur fyrrnefnda liðsins í Garðabæ í kvöld, 87-93. Leikurinn var jafn og spennandi eins og reiknað var með og úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Körfubolti 24. janúar 2010 21:24
IE-deild karla: Góður útisigur hjá Snæfelli í Garðabænum Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Stórleikur kvöldsins var viðureign Stjörnunnar og Snæfells í Garðabæ. Körfubolti 24. janúar 2010 20:56
Suðurnesjaslagur í úrslitum? Það gæti orðið Suðurnesjaslagur í úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta en dregið var í undanúrslitin í dag. Körfubolti 20. janúar 2010 14:50
Stórleikur í körfunni í kvöld Vikan byrjar með látum í Reykjanesbæ því það verður sannkallaður stórleikur í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Körfubolti 18. janúar 2010 18:00
Umfjöllun: Keflvíkingar skelltu Stjörnunni á jörðina Keflavík vann í kvöld stórsigur á Stjörnunni í toppslag í Iceland Express-deild karla, 118-83. Körfubolti 15. janúar 2010 21:45
Hörður Axel: Allt gekk upp Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, sagði allt hafa gengið upp hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í kvöld. Körfubolti 15. janúar 2010 21:33
Fannar: Erfitt að lenda undir í Keflavík Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, var heldur niðurlútur eftir tap sinna manna í Keflavík í kvöld. Körfubolti 15. janúar 2010 21:27
IE-deild karla: Stjarnan fékk skell í Keflavík Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla og stórleikur kvöldsins fór fram í Keflavík þar sem heimamenn tóku á móti bikarmeisturum Stjörnunnar. Körfubolti 15. janúar 2010 21:01
Ægir Þór fyrstur Íslendinga til að ná 30-10 tvennu í vetur Ægir Þór Steinarsson, 18 ára leikstjórnandi Fjölnisliðsins, átti frábæran leik með liði sínu í óvæntum 111-109 sigri á Grindavík í framlengdum leik í Röstinni í Grindavík í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Körfubolti 15. janúar 2010 12:30
IE-deild karla: Njarðvík á toppinn og Grindavík tapaði fyrir Fjölni Njarðvík skellti sér á toppinn í Iceland Express-deild karla í kvöld er liðið vann öruggan sigur á Tindastóli á Sauðárkróki. Alls fóru þrír leikir fram í kvöld. Körfubolti 14. janúar 2010 21:06
Pistill Jóhannesar Kristbjörnssonar: Áhyggjuhrukkurnar hurfu fljótt Njarðvíkingurinn Jóhannes Kristbjörnsson er skemmtilegur penni og það er gaman að lesa greinar hans um leiki Njarðvíkurliðsins á heimasíðu félagsins. Jóhannes var á leik Njarðvíkur og ÍR á mánudagskvöldið og hefur í framhaldinu skilað enn einum snilldarpistlinum inn á umfn.is. Körfubolti 13. janúar 2010 13:30
IE-deild karla: Toppliðin unnu öll Stjarnan, KR og Njarðvík unnu öll örugga sigra á andstæðingum sínum í leikjum kvöldsins í Iceland Express-deild karla. Körfubolti 11. janúar 2010 20:56
Nick Bradford kominn með leikheimild - verður með í kvöld Nick Bradford hefur fengið leikheimild hjá KKÍ og verður því með Njarðvíkingum í kvöld þegar þeir taka á móti ÍR-ingum í Iceland Express deild karla. Nick Bradford verður þá fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að spila með Suðurnesjaliðunum Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Körfubolti 11. janúar 2010 15:30
ÍR-ingar bæta við sig bandarískum leikstjórnanda ÍR-ingar gafa ákveðið að styrkja liðið sitt með bandarískum leikstjórnenda. Mike Jefferson hefur gert samnig við liðið og mun klára með þeim tímabilið í Iceland Express deildinni. Körfubolti 11. janúar 2010 13:55
Grindavík vann Hamar í Hveragerði Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna í dag. Þar bar hæst sigur Grindavíkur á Hamar í Hveragerði, 87-76. Körfubolti 9. janúar 2010 20:11
Nick Bradford kemur til Íslands í kvöld Njarðvíkingar vonast til þess að ganga frá samningi við Bandaríkjamaninn Nick Bradford þegar hann lendir á Íslandi í kvöld. Bradford er á leiðinni frá Finnlandi eftir að hafa verið rekinn frá Kataja á dögunum. Körfubolti 8. janúar 2010 20:00