Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Fávitar og hommar

Ég sagði vinum mínum frá þeirri upplifun að hafa farið á afskekkta eyju í Viktoríuvatni þar sem börnin örmögnuðust af hlátri yfir að ég væri svo hvít að það væri enginn litarmunur á handarbakinu og lófanum.

Bakþankar
Fréttamynd

Van­rækt borg

Nokkur ár í röð hefur umhirðu og grasslætti ekki verið sinnt í Reykjavík sem skyldi. Ástandið hefur verið sérstaklega slæmt í sumar og hvað verst á opnum svæðum og við umferðargötur í eystri hverfum borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Víst má hagræða

Hópur þingmanna stjórnarmeirihlutans hefur fengið það hlutverk að leita leiða til að skera niður í ríkisrekstri. Það er auðvitað fyrirsjáanlegt að stjórnarandstaðan gagnrýni þau áform. En gagnrýni á þeim forsendum að áformin séu einhver sérstök svik við fyrirheit úr kosningabaráttunni missa marks. Ekki veit ég til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað að hagræða ekki í ríkisrekstri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að elska bíla og mat

Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er lagt upp úr betri strætó og góðri borg fyrir gangandi og hjólandi. Borgin á að þróast inn á við, þannig að styttra verði fyrir fólk flest að ferðast milli heimilis og vinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Druslufantasíur

Eldgamalt, landlægt og óþolandi er eitt fyrirbæri sem á ensku kallast "victim blaming“. Það er þegar fundnar eru fordómafullar og ómálefnalegar ástæður til að skella skuldinni á þolendur ofbeldis.

Bakþankar
Fréttamynd

Norræna kvennadeildin

Í undanúrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu voru þrjú lið frá Norðurlöndunum. Í átta liða úrslitum voru þau fjögur. Norrænu ríkin fimm komust öll í úrslitakeppnina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ósýnilegir vinir ASÍ

Ég ferðast oft með strætó. Það gera, sem betur fer, æ fleiri. Sumir þeirra ferðast reyndar með ósýnilegan vin með sér. Þeir sjálfir sitja þá við ganginn en ósýnilegi vinurinn tyllir sér gjarnan við gluggann. Bæði sætin eru því frátekin: Gangsætið fyrir þann holdi klædda, en gluggasætið fyrir hinn ósýnilega. Auðvitað dettur engum í hug að reyna að troða sér fram hjá raunmanninum og setjast í gluggasætið. Þá myndi maður setjast á vininn ósýnilega. Og það er dónaskapur að setjast á fólk, þótt ósýnilegt sé.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blessuð!

Í íslenskum kveðjum eru klassískar óskirnar um blessun guðs, en fallegasta kveðjan finnst mér vera vertu sæll.

Bakþankar
Fréttamynd

Það kemur annað Nasa

Einu sinni var til eitthvað sem hét Nýja bíó. Svo hætti það að vera bíó. En fólk talaði áfram um að hitt og þetta væri við hliðina á Nýja bíói.

Fastir pennar
Fréttamynd

LÍN-grín

Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að Íslendingar eru elstir allra til að útskrifast úr háskóla. Sama skýrsla segir líka að við séum eina þjóðin sem styrkir grunnskólanemendur meira en háskólanema.

Skoðun
Fréttamynd

Meira fyrir minni peninga

Óhætt er að fullyrða að Þýskaland er helsta forysturíki ESB. Kanslara Þýskalands má telja einn valdamesta stjórnmálamann Evrópu. Á Angelu Merkel kanslara hvílir mikil ábyrgð og vandamálin sem bíða hennar eru risavaxin.

Skoðun
Fréttamynd

Öfug-Hrói

Fyrir seinustu kosningar leit út fyrir að tveir flokkar myndu standa uppi með mest fylgi og, að öllum líkindum, mynda saman ríkisstjórn. Annar flokkurinn vildi gefa fullt af fólki pening, þeim mesta peninginn sem byggju í stærsta húsnæðinu og skulduðu mest í því. Hinn flokkurinn vildi það síður. Á endanum vann seinni flokkurinn kosningarnar en báðir flokkarnir fengu 19 þingmenn, þökk sé kosningakerfinu. Gjafmildi flokkurinn fékk svo stjórnarmyndunarumboðið. Óvissufaktorinn á Bessastöðum sá til þess.

Fastir pennar
Fréttamynd

400 ppm

Það urðu merk tímamót í sögu mannkyns 10. maí sl. Þeim var ekki fagnað neins staðar svo ég viti en um þau var nokkuð fjallað, a.m.k. í erlendum fjölmiðlum. Þennan maídag náði jafnvægisstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi Jarðar 400 ppm (sem þýðir að af hverjum milljón loftsameindum eru 400 CO2).

Skoðun
Fréttamynd

Steypiskúr úr hrákadalli

Þegar heitt er í hamsi er skiljanlegt að fólk vilji koma sínu á framfæri á beinskeyttan hátt. Í þeim anda líkir forsætisráðherra gagnrýni á sig við loftárásir. Hann er ekki sá eini sem grípur til samlíkinga við stríðsverk til að fjalla um pólitísk bitbein.

Bakþankar
Fréttamynd

Til atlögu við svefnsófann

Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins ("Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. "Gott mál,“ hugsar einhver eflaust.

Skoðun
Fréttamynd

Fábrotin fjölbreytni

Kæri vinur, kæra vinkona. Þú segist elska fjölbreytni. Þér finnst samt að það eigi að vera bannað að reykja á börum og skemmtistöðum. Það er nú alveg gefið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Slóri til varnar

Ég hef alltaf unnið allt á síðustu stundu. Ég hef skammað mig talsvert fyrir það enda glatað að vera lífsins ómögulegt að gera handtak nema í tímahraki. Svo kynntist ég lögmáli herra Parkinson, nýs vinar míns.

Bakþankar
Fréttamynd

Von um hlýjan ráðherra

Það gerist því miður reglulega að einhver er rekinn úr landi sem augljóst er að myndi ekki gera samfélaginu neinn skaða heldur heilmikið gagn.

Fastir pennar
Fréttamynd

68 sekúndur

Í nýafstaðinni kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna til Alþingis var einn umræðuþáttur á RÚV tileinkaður velferðar- og menntamálum. Af rúmlega 87 mínútna löngum þætti töluðu fulltrúar allra flokka samanlagt í 13 mínútur og 40 sekúndur um menntamál, það gera 68 sekúndur á hvert framboð. Á 68 sekúndum getur maður svo sem sagt ýmislegt. Þulið upp uppskrift að súkkulaðiköku, farið með þrjár ferskeytlur og jafnvel náð að lesa kreditlistann í Borgen.

Skoðun
Fréttamynd

Feður undir smásjá?

Ég fékk nýlega skyndilegan áhuga á ýmsum álitaefnum tengdum fæðingarorlofi. Áhuginn barst til mín í skömmtum, í formi nokkurra bréfsendinga frá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga, þar sem ég var beðinn um skýringar á hinu og þessu. Við þessum bréfum hef ég samviskusamlega brugðist, vitanlega með bréfpósti. Því ekki á ég fax. Gaman að því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Styttum kennaranámið

Kartöflubóndi ætlar að prófa nýja ræktunaraðferð. Nýja aðferðin er 70% dýrari en sú gamla. Kartöflurnar munu vera lengur að vaxa en þær eiga að vera gæðameiri og þar með dýrari fyrir vikið. Bóndinn er metnaðarfullur og nýjungagjarn og hann slær því til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Játning úr aðdáendaklúbbi Jennifer

Ég veit ekki af hverju ég tók skýra afstöðu í skilnaði sem kom mér ekkert við og ég vissi ekkert um. En ég skyldi halda með Jennifer hvað sem tautaði og raulaði. Þessi Angelina virtist eitthvað tvöföld. Svo fór Angelina að ættleiða börn og vekja athygli á bágum aðstæðum barna víða um heim. Ég tók því með fyrirvara. Svo varð hún einhvers konar góðgerðasendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna og finnst víst merkilegra að heimsækja flóttamannabúðir en rauða dregla.

Bakþankar
Fréttamynd

Selfoss og Maribo

Sumir vilja láta ríkið selja áfengi til að takmarka aðgengi fólks að því. Ég er ósammála en ég skil rökin. En í umræðunni má stundum heyra önnur rök: Að ríkiseinokun sé nauðsynleg til að tryggja gott vöruúrval.

Fastir pennar
Fréttamynd

Borgarstjórn hrósað

Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar drengilega grein í Fréttablaðið þar sem hún rekur jákvæðar einkunnir sem borgarstjórn fær í nýrri úttektarskýrslu um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

Skoðun
Fréttamynd

Sumarbústaðir þjóðarinnar

Ég er nýkominn frá Kanaríeyjum. Á suðurhluta Tenerife, þar sem eitt sinn var bara eyðimörk, er nú ferðamannaparadís með alls konar veitingastöðum og hótelum. Allt byggt frá grunni og vissulega missmekklegt. Einn maður byggði ógeðslega blátt hótel. Maðurinn við hliðina á hugsaði greinilega: ?Ég ætla að byggja ógeðslega bleikt hótel. Bleika hótelið mitt verður miklu meira bleikt en bláa hótelið er blátt. Og þar verða dórískar súlur og svona englar með örvar.? Svona æsa menn sig stundum upp í kítsi. En ég nenni ekki lengur að rembast við að hafa fágaðan smekk. Ekki þegar ég er í fríi.

Fastir pennar