Frelsi fjölmiðla Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Skoðun 29. apríl 2021 13:44
Meint klámhögg Brynjars og meintur grátur Guðmundar Þingmenn takast hart á um umdeild ummæli sem féllu þar sem heiðurslaun listamanna voru notuð til dæmis. Sem segir talsvert um átakalínur í íslenskri pólitík, ef að er gáð. Innlent 27. apríl 2021 13:59
Katrín: Stórfyrirtæki sem misbjóða samfélaginu missa virðinguna Mennta- og menningarmálaráðherra segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun um fyrirtækið. Innlent 26. apríl 2021 18:25
Brynjar segir engin heiðurslaun hugsanleg án Samherja og annarra sambærilegra fyrirtækja Brynjar Níelsson alþingismaður sendir Bubba Morthens tóninn í pistli þar sem hann rís upp Samherja til varnar. Innlent 26. apríl 2021 15:41
Gagnsæi og heiðurslistamenn Ég hef stundum fjallað um þá tilhneigingu vinstri manna að stofna félög með göfug markmið í pólitískum tilgangi. Mörg þeirra eiga það sammerkt að tala helst niður land og þjóð og skaða með því hagsmuni okkar allra. Skoðun 26. apríl 2021 15:26
Takk Bubbi og Ásgeir Baráttunni gegn spillingu hefur borist góður liðsauki á síðustu dögum. Hundruð ef ekki þúsund Íslendinga hafa krafist aðgerða og úrbóta, að stjórnvöld taki á spillingu á Íslandi af festu og hrifsi völdin úr höndum fjársterkra hagsmunahópa. Skoðun 26. apríl 2021 15:01
Ég á þetta, ég má þetta? Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust. Skoðun 26. apríl 2021 14:30
Lilja telur Samherja hafa gengið of langt Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun Ríkisútvarpsins um fyrirtækið. Innlent 26. apríl 2021 13:39
Samherjar Samherja og skrímslið sem stjórnmálastéttin bjó til „Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna þjóðarinnar sem klárlega heyra og sjá það sem er að gerast,“ segir Bubbi Morthens í pistli sínum um yfirgang Samherja og árásirnar á Helga Seljan. Skoðun 26. apríl 2021 07:01
Segist hafa verið varaður við því að tjá sig um Samherjamálið Bubbi Morthens segir vefþætti útgerðarfélagsins Samherja, þar sem félagið svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, ískaldan áróður þar sem hamast og sparkað sé í íslenska fréttamenn. Innlent 25. apríl 2021 10:47
„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. Innlent 24. apríl 2021 18:10
Vinur minn Anfinn í tröllahöndum Síðasta vetrardag, sá ég allt í einu minn gamla vin Anfinn Olsen birtast í sjónvarpinu hér heima. Eins og hann kom fyrir í sjónvarpinu þekki ég ekki minn mann. Hann var frekar utan við sig og tafsaði í svörum, eitthvað sem er ólíkt honum. Sá Anfinn sem ég þekki er skarpur og snar en þegir ef hann hefur ekkert til málanna að leggja. Skoðun 23. apríl 2021 21:38
Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. Innlent 20. apríl 2021 12:24
Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. Innlent 15. apríl 2021 14:39
Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. Innlent 13. apríl 2021 21:01
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. Innlent 31. mars 2021 18:11
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. Innlent 31. mars 2021 12:00
Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. Innlent 31. mars 2021 10:56
Hræsni góða fólksins Fólkið sem sem stundum er nefnt „góða fólkið“ í opinberri umræðu hér á landi er oft á tíðum alls ekki gott eða vel innrætt og oft hreinir hræsnarar upp til hópa. Skoðun 29. mars 2021 15:30
Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. Innlent 29. mars 2021 13:08
Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. Innlent 27. mars 2021 18:42
Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. Innlent 26. mars 2021 16:21
Færeyski skattstjórinn segist ekkert kannast við staðhæfingu Samherja Færeyski skattstjórinn segist ekki hafa sagt Samherja að þeir væru ekki til rannsóknar í Færeyjum. Útgerðarfélagið hafnaði því í dag að það væri til rannsóknar. Skattstjórinn segir ljóst að um einhver konar misskilning sé að ræða. Innlent 13. mars 2021 20:46
Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. Innlent 13. mars 2021 10:42
Þorsteinn Már kærir Jóhannes vegna „fullyrðinga um tilraun til manndráps“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara fyrir „rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja nú síðdegis. Innlent 9. mars 2021 16:48
Safna ellefu milljónum til að mæta heilsuáskorunum Jóhannesar Komið hefur verið á fót GoFundMe síðu til styrktar Jóhannesi Stefánssyni fyrrverandi starfsmanni Samherja í Namibíu til að fjármagna læknismeðferð sem hann segist þurfa á að halda. Innlent 2. mars 2021 15:46
Úrskurður um upplýsingar KPMG um Samherja aftur í hérað Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. desember á síðasta ári um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG bæri að afhenda héraðssaksóknara gögn í sinni vörslu um þjónustu við útgerðarfyrirtækið Samherja. KPMG átti aðild að málinu en Samherji hafði áður reynt að fá úrskurðinn felldan úr gildi. Viðskipti innlent 25. febrúar 2021 18:00
Björgólfur hættur og Þorsteinn Már aftur einn forstjóri Björgólfur Jóhannsson hefur látið af störfum sem forstjóri Samherja. Hann hefur gegnt því starfi einn frá nóvember 2019 en frá mars 2020 samhliða Þorsteini Má Baldvinssyni. Þorsteinn Már verður nú á ný eini forstjóri félagsins. Viðskipti innlent 12. febrúar 2021 13:39
DNB ekki ákærður í Samherjamáli Rannsókn á aðkomu norska viðskiptabankans DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefur verið lögð niður. Verður bankinn því ekki ákærður í málinu. Viðskipti erlent 12. febrúar 2021 09:25
Saksóknari fær gögn KPMG um Samherja eftir allt saman Hæstiréttur hefur vísað frá kæru útgerðarfélagsins Samherja sem barist hefur fyrir dómstólum gegn því að endurskoðunarfyrirtækið KMPG þurfi að afhenda héraðssaksóknara gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja hf og Samherja holding undanfarinn áratug. Viðskipti innlent 10. febrúar 2021 16:18
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent