Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Innlent 14. nóvember 2019 10:02
Ekki bjartsýnn á að dreginn verði lærdómur Siðfræðingur segir framgöngu Samherja í Namibíu siðferðislega ámælisverða. Segir hann óhuganlegt hversu vel þeir hafi kunnað að kaupa velvild kjörinna fulltrúa. Innlent 14. nóvember 2019 07:00
Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. Innlent 14. nóvember 2019 06:30
Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. Innlent 14. nóvember 2019 06:15
Sérstök umræða um spillingu verður á Alþingi Sérstök umræða um spillingu verður á Alþingi á morgun að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þetta var ákveðið á fundi þingflokksformanna með forseta þingsins, Steingrími J. Sigfússyni, í kvöld. Innlent 13. nóvember 2019 21:30
Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Innlent 13. nóvember 2019 21:00
Leiðtogum stjórnarflokkanna brugðið og vilja ýtarlega rannsókn Leiðtogum stjórnarflokkanna var öllum brugðið við fréttirnar af meintum mútugreiðslum og öðru háttarlagi Samherja í Namibíu. Innlent 13. nóvember 2019 19:45
Eva Joly segir að dómstólar þurfi að taka mál Samherja til sín Eva Joly, sérfræðingur í fjármálaglæpum og þingmaður, segir í höndum dómstóla hér á landi, í Namibíu, Angóla og Noregi að leggja mat á viðskiptahætti Samherja. Hún hefur undirbúið sig fyrir mál uppljóstrarans ásamt hópi lögmanna í nokkra mánuði. Innlent 13. nóvember 2019 19:30
Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 13. nóvember 2019 19:00
Gefur tilefni til að rannsaka viðskiptahætti Samherja hér á landi Formaður ASÍ segir að samúðin sé hjá namibísku þjóðinni eftir þær ásakanir sem komu fram á RÚV í gær um viðskiptahætti Samherja þar í landi. Formaður Sjómannasambandsins segir að það eitt að vera sakaður um ólöglega viðskiptahætti hafi skaðleg áhrif á orðstýr landsins. Innlent 13. nóvember 2019 19:00
Samherji hrærði í Skaupinu Reynir Lyngdal, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir hópinn hafa lært af reynslu síðustu ára og gert ráð fyrir óvæntum uppákomum í ár. Bíó og sjónvarp 13. nóvember 2019 18:26
„Brýnt að málið verði rannsakað og hið rétta komi fram“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir að þær ásakanir sem komið hafa fram á hendur Samherja vegna starfsemi fyrirtækisins í Afríku séu í eðli sínu alvarlegar. Innlent 13. nóvember 2019 17:16
Fráfarandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sver af sér spillingu Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu sem sagði af sér fyrr í dag vegna umfjöllunar um mál Samherja í landinu, segist ekki vera spilltur. Erlent 13. nóvember 2019 17:06
Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Bjarni Benediktsson sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson við ólöglega starfsemi. Innlent 13. nóvember 2019 16:56
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. Innlent 13. nóvember 2019 15:30
Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Fyrrverandi ráðherra gefur lítið fyrir fréttir RÚV af spillingarmálum Samherja í Namibíu. Innlent 13. nóvember 2019 15:29
„Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. Innlent 13. nóvember 2019 14:45
Láta styrkina frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn ætli að nýta fjármunina frá Samherja til að styrkja góðgerðarsamtök í Namibíu. Innlent 13. nóvember 2019 14:20
Kallar eftir því að eignir Samherja verði frystar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekkert annað komi til greina í hennar huga en að eignir sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja verði frystar á meðan héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar. Innlent 13. nóvember 2019 14:06
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. Innlent 13. nóvember 2019 13:31
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. Innlent 13. nóvember 2019 13:21
Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. Erlent 13. nóvember 2019 12:45
Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. Innlent 13. nóvember 2019 12:37
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. Innlent 13. nóvember 2019 12:20
Ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja ekki halda vatni Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur. Innlent 13. nóvember 2019 11:53
Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. Viðskipti innlent 13. nóvember 2019 11:45
Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. Innlent 13. nóvember 2019 11:21
Forseti Namibíu vill Shanghala og Esau úr ríkisstjórninni Namibian Sun heldur því fram að Hage Geingob vilji reka tvo ráðherra í kjölfar Samherjaskjalanna. Erlent 13. nóvember 2019 10:21
Vaktin: Samherji í ólgusjó Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Innlent 13. nóvember 2019 10:10
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. Innlent 13. nóvember 2019 08:47