Björgvin Páll semur við Val Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur samið við að leika með Val næstu fimm árin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild Vals sendi frá sér rétt í þessu. Handbolti 9. febrúar 2021 17:45
Halda vart vatni yfir mosfellsku skyttunni Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur leikið vel með Aftureldingu í upphafi tímabils og hrifið sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Handbolti 9. febrúar 2021 16:31
Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. Handbolti 9. febrúar 2021 13:50
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Handbolti 9. febrúar 2021 09:59
Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. Handbolti 8. febrúar 2021 22:37
Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. Handbolti 8. febrúar 2021 21:11
Tandri: Fórum upp á heilsugæslu eftir ÍR leikinn og fengum rotvarnarefni „Ég er mjög ánægður með sigurinn, við sýnum ákveðinn karakter þó þetta hafi ekki verið sannfærandi en það eru stigin sem telja að leikslokum,” sagði Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn á ÍBV í Olís deild karla í kvöld. Handbolti 8. febrúar 2021 21:03
Patrekur: Við tókum allt í einu upp á því að fara í körfubolta Stjarnan vann sinn annan leik í röð í kvöld. ÍBV mætti í TM höllina og var þetta háspennu leikur sem endaði með dramatík og gat ÍBV jafnað í lokasókn leiksins en það var innihaldslaus sókn sem fór í vaskinn og Stjarnan vann 30 - 29. Handbolti 8. febrúar 2021 20:13
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 30-29 | Dramatík í Garðabæ Þó lítið hafi bent til þess framan af leik urðu lokamínúturnar í TM höllinni æsispennandi og fengu ÍBV seinustu sókn leiksins til að jafna leikinn en skot Dags er varið frá Tandra og Stjarnan vann sinn annan leik í röð. Handbolti 8. febrúar 2021 19:42
ÍR skoraði ekki í sextán mínútur gegn KA og klúðraði þrettán sóknum í röð ÍR átti í miklum vandræðum í sókninni gegn KA í Olís-deild karla í gær. ÍR-ingar töpuðu leiknum með helmingsmun, 32-16, og skoruðu ekki í sextán mínútur í seinni hálfleik. Handbolti 8. febrúar 2021 15:31
Dagskráin í dag - Handboltaveisla á Stöð 2 Sport Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag. Sport 8. febrúar 2021 06:01
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þór 33-24 | Selfoss með öruggan sigur Selfyssingar áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Þórs í Olís-deild karla í dag. Handbolti 7. febrúar 2021 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Handbolti 7. febrúar 2021 18:25
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍR 32-16 | KA-menn léku sér að Breiðhyltingum KA-menn áttu ekki í neinum vandræðum með botnlið ÍR í Olís-deild karla í dag. Handbolti 7. febrúar 2021 18:00
Aron: Ánægður með frammistöðuna í síðari hálfleik Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar þeir unnu góðan sigur á Fram í 8. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 34-28. Handbolti 7. febrúar 2021 17:46
Snorri Steinn: Markvarsla fyrri hálfleiks mörgu leyti mér að kenna Valur kom sér aftur á beinu brautina með sigri á Gróttu í fyrsta leik dagsins í áttundu umferð. Valur voru búnir að tapa síðustu tveimur leikjum og voru hungraðir í sigur. Fór það svo að þeir unnu tveggja marka sigur, 30-28, á Seltjarnarnesi í dag. Handbolti 7. febrúar 2021 15:50
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 28-30 | Valsmenn náðu í tvö stig á Seltjarnarnesi Valur vann tveggja marka sigur á Gróttu í dag í Olís deild karla í handbolta. Lokatölur 30-28 Val í vil. Handbolti 7. febrúar 2021 15:50
Dagskráin í dag - Orrustan um Ofurskálina Úrslitin ráðast í ameríska fótboltanum þegar Tom Brady og félagar taka á móti Patrick Mahomes og félögum. Sport 7. febrúar 2021 06:02
Ekki sammála góðum vini sínum en skilur af hverju hann var svona grautfúll Seinni bylgjan fór yfir dómana tvo sem þjálfari ÍR-inga var svo ofboðslega ósáttur með. Handbolti 5. febrúar 2021 15:30
Aukakastið sem leiddi til vítisins umdeilda ranglega tekið Að sjálfsögðu var farið yfir vítakastið umdeilda sem var dæmt í blálokin á leik FH og KA í Olís-deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Handbolti 5. febrúar 2021 13:01
Átta mörk og áttatíu prósent nýting í fyrsta leiknum fyrir Selfoss í áratug Ragnar Jóhannsson lék sinn fyrsta leik fyrir Selfoss í áratug í gær. Hann hefði ekki getað beðið um betri um betri byrjun því hann skoraði átta mörk í öruggum sigri á Val, 24-30. Handbolti 4. febrúar 2021 16:00
Sjáðu vítadóminn sem FH-ingar voru svo reiðir yfir FH-ingar voru langt frá því að vera sáttir með vítið sem var dæmt á þá undir lok leiksins gegn KA-mönnum í Olís-deildinni í gær. Handbolti 4. febrúar 2021 15:02
Sportið í dag: „Brjálaður ef þjálfari talaði svona um liðið mitt“ Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, fór mikinn í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta í gær. Skot hans á leikmenn Stjörnunnar voru honum ekki til sóma að mati strákanna í Sportinu í dag. Handbolti 4. febrúar 2021 14:00
Tandri um ummæli Kristins: Segir meira um hans lið en okkar „Þetta var torsóttur sigur, þetta var mjög erfiður leikur á köflum en mjög ánægjulegt að taka stigin tvö,” sagði Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir mikilvægan en erfiðan sigur liðsins á ÍR í Olís deildinni í kvöld. Handbolti 3. febrúar 2021 23:15
„Fullt af leikmönnum í Stjörnunni sem eru runnir út af dagsetningu“ Það var spennandi leikur í Austurbergi þar sem ÍR var hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta sigur en Stjarnan missti ekki trúna og gerðu þeir vel í að landa stigunum tveimur í kvöld. Handbolti 3. febrúar 2021 22:47
Snorri Steinn: Hann dró verulega úr okkur tennurnar Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði að sínir menn hefðu einfaldlega ekki verið nógu góðir í tapinu fyrir Selfossi í kvöld. Handbolti 3. febrúar 2021 22:07
Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í Kaplakrika þegar FH og KA gerðu 31-31 jafntefli í Olísdeild karla í handbolta. KA jafnaði metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og voru FH-ingar æfir yfir þeim örlagaríka vítadómi. Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. Handbolti 3. febrúar 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 24-30 | Rasimas rosalegur í sigri Selfyssinga á Hlíðarenda Selfoss vann öruggan sex marka sigur á Val, 24-30, í fyrsta leik sínum í Olís-deild karla í 125 daga. Handbolti 3. febrúar 2021 21:51
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 24-27 | Torsóttur Stjörnusigur ÍR byrjaði leikinn stórkostlega og mátti sjá á liðinu að þeir voru staðráðnir í að svara fyrir slæmt tap á móti Gróttu í seinustu umferð. Handbolti 3. febrúar 2021 21:47
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 31-31 | Allt á suðupunkti í Krikanum FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. Handbolti 3. febrúar 2021 20:57