Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sáttur við mótherjana

    Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, segist mjög ánægður með mótherja íslenska liðsins í B-riðlinum á HM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í janúar næstkomandi. Í samtali við NFS sagði Alfreð að Evrópumeistarar Frakka væru ekkert verri mótherji en hinar þjóðirnar í efsta styrkleikaflokki á mótinu, en benti á að þó vissulega væri lið Úkraínu sýnd veiði en ekki gefin, væri íslenska liðið heldur ekki skipað neinum aukvisum.

    Sport
    Fréttamynd

    Markús Máni í Val

    Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson hefur gert munnlegt samkomulag um að leika með Valsmönnum næstu þrjú árin. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS. Markús er Valsmaður í húð og hár, en hann hefur leikið með þýska liðinu Dusseldorf undanfarin tvö ár. Ljóst er að Markús Máni á eftir að styrkja lið Vals verulega á næstu leiktíð.

    Sport
    Fréttamynd

    Ernir í Val

    Handknattleiksmaðurinn efnilegi Ernir Hrafn Arnarsson úr Aftureldingu í Mosfellsbæ er genginn til liðs við Valsmenn. Ernir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Reykjavíkurliðið, sem ætlar sér stóra hluti næsta vetur og lofuðu forráðamenn liðsins frekari liðsstyrk á næstunni á blaðamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Samningur Petkevicius ekki framlengdur

    Íslandsmeistarar Fram í handknattleik hafa ákveðið að endurnýja ekki samninga við litháenska markvörðinn Egidijus Petkevicius sem verið hefur hjá liðinu í þrjú ár.

    Sport
    Fréttamynd

    Óskar áfram með Val

    Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að Óskar Bjarni Óskarsson muni halda áfram að þjálfa liðið á næstu leiktíð og sé reiðubúinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning. Þá hefur félagið náð samkomulagi við hornamanninn Baldvin Þorsteinsson um að framlengja samning hans um tvö ár.

    Sport
    Fréttamynd

    Sigfús semur við Fram til þriggja ára

    Leikstjórnandinn snjalli Sigfús Sigfússon hjá Íslandsmeisturum Fram hefur gert nýjan þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Sigfús var lykilmaður í spútnikliði Fram í vetur og var meðal annars kosinn efnilegasti leikmaður ársins af þjálfurum í DHL-deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram íslandsmeistari

    Fram er Íslandsmeistari í handknattleik karla árið 2006 eftir að liðið valtaði yfir Víking/Fjölni í Safamýrinni 35-18. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins í karlaflokki síðan árið 1972. Á meðan lögðu Haukar granna sína í FH 32-28 á útivelli og enduðu með jafn mörg stig og Fram í töflunni, en Fram hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram í góðum málum

    Fram er á góðri leið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla, en liðið hefur yfir 16-9 gegn Víkingi/Fjölni í hálfleik, þar sem Jóhann Einarsson er búinn að skora 5 mörk fyrir Safamýrarliðið. FH-ingar hafa yfir 13-12 gegn grönnum sínum í Haukum og því má segja að útlitið sé gott hjá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar burstuðu Víking/Fjölni

    Íslandsmeistarar Hauka skutust í kvöld upp að hlið Fram á toppi DHL-deildarinnar í handbolta þegar liðið burstaði Víking/Fjölni á heimavelli sínum 33-19. Haukar hafa hlotið 39 stig eins og Fram, en Víkingur/Fjölnir er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig.

    Sport
    Fréttamynd

    Mikilvægur sigur FH á HK

    FH-ingar unnu í kvöld gríðarlega mikilvægan 30-27 sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í Kaplakrika. HK hefði geta tryggt veru sína á meðal þeirra bestu með sigri, en þarf nú að bíða eitthvað lengur eftir því. HK er í 6.sæti deildarinnar með 28 stig, en FH er í því 7. með 23. Fyrr í dag lögðu Eyjamenn svo Stjörnuna 32-27 í leik sem skipti í raun litlu máli þar sem bæði lið sigla lygnan sjó í efri- og neðrihluta deildarinnar. Leik Hauka og Víkings/Fjölnis er enn ólokið.

    Sport
    Fréttamynd

    KA marði sigur á Aftureldingu

    KA vann í dag nauman sigur á Aftureldingu 29-28 í síðari leik dagsins í DHL-deild karla í handbolta, en leikið var í Mosfellsbæ. KA er í 7. sæti deildarinnar með 23 stig, en Afturelding í því 10. með 20 stig.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram rótburstaði ÍR

    Fram tók ÍR í sannkallaða kennslustund í DHL-deildinni í dag og vann 20 marka sigur á heimavelli sínum 44-24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 23-9 Fram í vil. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og þeir Guðjón Drengsson og Sergei Serenko skoruðu 6 hvor. Lárus Ólafsson var besti maður ÍR í leiknum og varði 16 skot í markinu og kom þar með í veg fyrir að ÍR hlyti enn verri útreið gegn sjóðheitu toppliðinu.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram að valta yfir ÍR

    Topplið Fram í DHL-deild karla í handbolta er að taka ÍR-inga í bakaríið á heimavelli sínum og hefur yfir 23-9 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Jóhann Gunnar Einarsson hefur skorað 7 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson hefur skorað 5 mörk. Það er því greinilegt að Fram ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

    Sport
    Fréttamynd

    Fylkir valtaði yfir Þór

    Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir valtaði yfir Þór á heimavelli sínum í Árbænum 39-26, eftir að hafa verið yfir 19-11 í hálfleik. Arnar Sæþórsson og Agnar Agnarsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir Árbæinga, en Arnór Gunnarsson var markahæstur í liði norðanmanna með 9 mörk. Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig en Þór í því tólfta með aðeins 13 stig.

    Sport
    Fréttamynd

    Valur lagði Selfoss

    Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Valur lagði Selfoss 26-21 í Laugardalshöll. Valur er því sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar og hefur hlotið 34 stig, en Selfyssingar eru á botninum með aðeins átta stig.

    Sport
    Fréttamynd

    Framarar misstigu sig fyrir norðan

    Efsta lið DHL-deildarinnar, Fram, tapaði dýrmætu stigi fyrir norðan í kvöld þegar liðið náði aðeins jafntefli við Þór á Akureyri 28-28. Þá vann Fylkir góðan útisigur á Selfyssingum 32-26. Jafnteflið hjá Fram þýðir að Haukar geta komist upp fyrir Safamýrarliðið á morgun þegar þeir mæta HK í Digranesi.

    Sport
    Fréttamynd

    Tveir leikir í kvöld

    Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19:00 taka Þórsarar á móti toppliði Fram norður á Akureyri, og klukkan 20 mætast svo Selfoss og Fylkir á Selfossi.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar elta Fram eins og skugginn

    Haukar unnu góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Þar með narta þeir enn í hælana á Safamýrarpiltunum í Fram sem hafa 36 stig á toppi deildarinnar en Hafnfirðingarnir koma næstir, stigi á eftir.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram í góðri stöðu

    Fram styrkti stöðu sína á toppi DHL-deildar karla í dag þegar liðið lagði Selfoss örugglega á heimavelli sínum í dag 34-25. Valsmenn lögðu KA 30-26 og Afturelding sigraði ÍBV 31-25.

    Sport
    Fréttamynd

    Fylkir burstaði Stjörnuna

    Tveir leikir fóru fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir burstaði Stjörnuna á heimavelli sínum 24-17 og FH lagði Þór frá Akureyri í Kaplakrika 29-26. Fylkir komst með sigrinum upp fyrir Stjörnuna í fjórða sæti deildarinnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Tveir leikir í kvöld

    Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld og hefjast þeir báðir klukkan 19:15. Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Árbænum en það verður væntanlega hörkuleikur þar sem liðin eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Þá mætast FH og Þór frá Akureyri í Kaplakrika í Hafnarfirði.

    Sport
    Fréttamynd

    Jafnt hjá ÍBV og Val

    ÍBV og Valur gerðu jafntefli, 24-24 í Vestmannaeyjum í DHL-deild karla í handbolta í kvöld en þetta var frestaður leikur sem fram átti að fara í gær. Mladen Cacic var markahæstur heimamanna í ÍBV með 9 mörk en Hjalti Þór Pálmason skoraði mest Valsmanna eða 7 mörk. Valur er í 3. sæti deildarinnar með 30 stig.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram endurheimti toppsætið

    Fram komst aftur á topp DHL-deildar karla í handbolta nú síðdegis með því að leggja Stjörnuna að velli í Garðabæ, 29-32. Staðan í hálfleik var 13-18 fyrir Fram. Sergeyi Serenko var markahæstur Framara með 9 mörk. Í Kópavogi vann HK 6 marka sigur á Aftureldingu, 29-23.

    Sport
    Fréttamynd

    Jafnt hjá Selfossi og FH

    Selfoss og FH gerðu jafntefli 26-26 í lokaleik kvöldsins í DHL-deild karla í handknattleik. Selfoss er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 8 stig eftir 21 leik, en FH-ingar eru með 18 stig í 9. sæti deildarinnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Fylkir lagði KA

    KA menn töpuðu fyrsta leik sínum undir stjórn nýrra þjálfara í kvöld þegar liðið lá heima fyrir Fylki 28-24. Haukar lögðu Þór fyrir norðan 36-32 og ÍR vann nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Austurbergi 29-28. Leik Selfoss og FH er enn ólokið.

    Sport
    Fréttamynd

    Sævar og Árni taka við KA

    Nú hefur verið tilkynnt að Sævar Árnason verði næsti þjálfari KA-manna í DHL-deild karla í handbolta og honum til aðstoðar verður fyrrum aðstoðarþjálfari KA til fjölda ára, Árni Stefánsson. Þetta kemur fram á heimasíðu KA í kvöld. Þeirra bíður það erfiða verkefni að halda KA liðinu á meðal þeirra bestu, en illa hefur gengið hjá norðanmönnum að undanförnu.

    Sport
    Fréttamynd

    Reynir hættur að þjálfa KA

    Reynir Stefánsson hefur stigið af stóli sem þjálfari handknattleiksliðs KA í DHL-deildinni af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu nú undir kvöldið. Ekki er ljóst hver tekur við liði KA í hans stað.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar lögðu Selfoss

    Tveir leikir fóru fram í DHL-deild karla í handknattleik. Haukar lögðu Selfoss 33-28 á heimavelli sínum Ásvöllum og Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og skellti FH 31-26. Þá var einn leikur í DHL-deild kvenna, Grótta marði sigur á FH á útivelli 26-25.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram burstaði KA

    Fram var ekki vandræðum með KA menn á heimavelli sínum í DHL-deil karla í handbolta í dag og vann tíu marka sigur 37-27. Jóhann Einarsson skoraði 8 mörk fyrir Fram og Stefán Stefánsson skoraði 6. Hjá KA voru Elfar Halldórsson og Nikola Jankovic markahæstir með 5 mörk hvor. Fram hefur þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Haukar eiga leik til góða gegn Selfossi í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Valur lagði Aftureldingu

    Tveir leikir fóru fram nú síðdegis í DHL-deild karla í handbolta. Valsmenn skelltu Aftureldingu í Mosfellsbænum 27-25 og Víkingur/Fjölnir lagði Þór naumlega á heimavelli 29-28.

    Sport