Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    FH-ingar búnir að finna arftaka Elvars

    Einar Andri Einarsson var í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs FH í handbolta næstu þrjú árin. Hann tekur við starfinu af Elvari Erlingssyni sem hætti með liðið þó svo hann ætti ár eftir af samningi sínum við félagið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óskar hrósaði fyrirliðanum

    "Þetta var ekta leikur í úrslitakeppni með hörkuvörn og markvörslu. Umgjörðin var frábær og stuðningsmenn beggja liða mættu vel," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að hans menn náðu 1-0 forystu gegn HK í undanúrslitaeinvígi N1 deildarinnar í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn héldu sigurgöngunni áfram á heimavelli

    Valsmenn eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti HK í N1 deild karla en úrslitakeppnin hófst í kvöld. Valsmenn unnu nokkuð öruggan sex marka sigur,25-19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Viggó er mættur á leikinn á Ásvöllum

    Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram í N1 deild karla í handbolta, tekur út leikbanni þegar liðið byrjar þátttöku sína í úrslitakeppninni í kvöld. Viggó er engu að síður mættur á Ásvelli þar sem Framarar sækja deildarmeistara Hauka heim.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór Ingólfsson tekur við Gróttuliðinu

    Halldór Ingólfsson er kominn aftur heim og tekinn við þjálfun karlaliðs Gróttu sem tryggði sér á dögunum sæti í N1 deild karla. Halldór tekur við starfi Ágústs Þórs Jóhannssonar sem mun þjálfa norska kvennaliðið Levanger á næsta tímabili.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Viggó í bann

    Viggó Sigurðsson var í dag úrskurðaður í eins leiks bann og missir hann því af fyrsta leik Fram í úrslitakeppninni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valdi Val fram yfir Frakkland

    Valsmaðurinn Elvar Friðriksson hafnaði tilboði frá franska úrvalsdeildarfélaginu Creteil og ákvað þess í stað að klára tímabilið með Valsmönnum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Andri: Gott að fá Fram

    „Algjör vinnusigur. Við vorum full værukærir í síðari hálfleik og þetta bar öll þess merki að við værum búnir að vinna deildina. Við ákváðum að taka þessu rólega og það er ekki hægt í nútíma handbolta eins og sást,“ sagði Andri Stefan Guðrúnarson eftir sigur Hauka á Stjörnunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Patrekur: Hörkuleikir sem bíða okkar

    „Við fórum með allt of mikið af dauðafærum. Við minnkum þetta í eitt mark en til að klára Hauka hefði þurft meira. Við vorum nálægt því en ekki nægjanlega. Við verðum bara að taka því,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar eftir ósigurinn gegn Haukum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyringar þakka Haukum fyrir

    Akureyri slapp við erfiða leiki gegn Selfyssingum í umspili um laust sæti í efstu deild á næsta ári. Það er þó ekki þeim sjálfum að þakka, en liðið hefur hrapað niður töfluna eftir að hafa trónað á toppnum í byrjun móts.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron í aðgerð á mánudag

    „Þetta er ekki stór aðgerð og ég ætti að vera orðinn góður eftir sex vikur. Það er því engin hætta á því að ég missi af landsleikjunum í júní," sagði ungstirnið Aron Pálmarsson við Vísi en hann er staddur í Kiel þessa dagana.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyringar með bakið upp við vegg

    Það var ekki búist við miklu af Akureyri í handboltanum í vetur. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum en vann svo sex næstu leiki og sat um skeið í efsta sæti deildarinnar. Nú róa þeir lífróður fyrir sæti sínu í deildinni, þeir verða að vinna Fram í lokaumferðinni eða treysta á að Stjarnan tapi fyrir Haukum til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar urðu deildarmeistarar

    Haukar eru deildarmeistarar í N1-deild karla í handbolta eftir jafntefli við HK á heimavelli í dag. Haukar eru með 31 stig og Valur 29 en vegna innbyrðis viðureigna getur Valur ekki náð Haukum þrátt fyrir að ein umferð sé eftir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hanna: Förum alla leið

    Hanna G. Stefánsdóttir, fyrirliði Hauka, var kampakát eftir sigur sinna manna á FH í dag en Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með sigrinum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gróttumenn komnir upp í N1 deild karla

    Grótta tryggði sér í kvöld sæti í N1 deild karla þegar liðið vann auðveldan sigur á ÍBV, 33-12, á heimavelli sínum á Seltjarnarnesinu í kvöld. Grótta er orðið deildarmeistari þótt að ein umferð sé eftir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðlaugur og Heimir Örn á leið til Akureyrar

    Handknattleikslið Akureyrar mun væntanlega fá góðan liðsstyrk fyrir næsta vetur því þeir Guðlaugur Arnarsson, leikmaður FCK í Danmörku, og Heimir Örn Árnason, leikmaður Vals, eru að öllum líkindum að flytja til Akureyrar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukasigur á Akureyri

    Íslandsmeistarar Hauka endurheimtu þriggja stiga forskot sitt á toppi N1-deildar karla með fimm marka sigri á Akureyri, 23-28, í kvöld. Akureyri sem fyrr í sjötta sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Öruggur sigur Vals í Kaplakrika

    Valur vann í kvöld nokkuð öruggan sigur á FH í Kaplakrika, 27-32, eftir að hafa tekið öll völd í leiknum í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var hins vegar jafn og spennandi og staðan 15-14, Val í vil, í leikhlé.

    Handbolti