Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Björgvin Þór: Rúlluðum yfir þá á síðustu tíu mínútunum

    „Þetta er alveg ágætt bara. Þetta var allt í járnum bara þangað til tíu mínútur voru eftir, þá rúlluðum við bara yfir þá. Vörnin var frábær hjá okkur og markvarslan náttúrulega bara í ruglinu. Birkir fór á kostum,“ sagði Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson í leikslok eftir 23-15 sigur Hauka gegn Val í úrslitaleik Eimskipsbikarsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ingvar: Við viljum alltaf meira

    „Þetta er stærsti leikur ársins," segir Ingvar Árnason fyrirliði Vals. Hlíðarendapiltar leika í dag bikarúrslitaleik við Hauka sem hefst klukkan 16 í Laugardalshöll.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar: Sýndum karakter í lokin

    Gunnari Magnússyni, þjálfara HK, var létt eftir leikinn gegn Val í kvöld enda voru strákarnir hans næstum búnir að kasta frá sér öruggum sigri á ævintýralegan hátt.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óskar Bjarni: Skandall hvernig við mætum til leiks

    „Við gefum eftir í lokin. Það vantaði kraft til þess að klára leikinn. Elvar, Ólafur og Arnór voru búnir að ná þessu upp en svo vantaði bara kraftinn í að fara alla leið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið gegn HK í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jónatan: Sóknarleikurinn verður fallegur í úrslitakeppninni

    „Síðasta heimaleik unnum við með þrettán mörkum og við heyrðum það á fólki að þetta hefði ekki verið nógu gaman. Við ákváðum því að hugsa um skemmtanagildið fyrir áhorfendur í kvöld,“ gantaðist Jónatan Magnússon, fyrirliði Akureyrar eftir sigurinn á Fram í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór: Dæmigerður leikur fyrir Fram

    Halldór Jóhann Sigfússon, Akureyringur og leikmaður Fram, var ekki sáttur í leikslok með tap sinna manna í kvöld. Akureyri hafði 28-25 sigur á gestunum sem áttu ágætis kafla, en of fáa slíka.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Klúðri ársins afstýrt

    HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra.

    Handbolti
    Fréttamynd

    N1-deild karla: Þrír leikir á dagskrá í kvöld

    Baráttan í N1-deild karla í handbolta heldur áfram í kvöld þegar þrír leikir fram. Toppbaráttulið Vals og HK mætast í Vodafonehöllinni en Valsmenn höfðu betur þegar liðin áttust við í Digranesi fyrr í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðjón: Töpuðum stigi í dag

    Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Fáum góðan ferðadag á morgun

    Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var afar sáttur við sigur sinna manna á HK í kvöld enda halda Haukar í kjölfarið kátir til Spánar í fyrramálið þar sem þeir eiga fyrir höndum leik í Evrópukeppninni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar: Aron tók okkur af lífi

    „Ég var ánægður með sóknarleikinn hjá okkur í dag því við erum að skapa okkur fín færi allan leikinn. Aron tók okkur aftur á móti af lífi í markinu með ótrúlegri markvörslu," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, við Vísi í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigurbergur: Auðveldara en ég átti von á

    „Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel og náði afar góðri byrjun sem var frábært," sagði Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson en hann spilaði líkt og hann væri andsetinn á fyrstu mínútum leiks Hauka og HK í Eimskipsbikarnum.

    Handbolti