Umfjöllun: Valsmenn á leið í úrslitaslaginn á móti Haukum Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Handbolti 26. apríl 2010 23:28
Óskar Bjarni segir framtíð sína óljósa „Nei það er ekki alveg á hreinu hvað ég geri,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur liðsins gegn Akureyri í kvöld er hann var spurður um framtíð sína en ljóst er að Óskar mun ekki stýra Valsliðinu næsta vetur. Handbolti 26. apríl 2010 23:01
Hlynur Morthens: Kominn tími á að fá bikarinn aftur í Reykjavík „Fannst þér ég ekki góður?,” spurði markvörðurinn snjalli, Hlynur Morthens, fréttamann vísi eftir sigur Vals gegn Akureyri í kvöld. Leikurinn endaði í framlengingu þar sem Valsmenn kláruðu dæmið en lokatölur í Vodafone-höllinni, 30-26. Handbolti 26. apríl 2010 22:51
Árni Þór: Hundfúll og hálf orðlaus „Ég var ekki ánægður með framlenginguna hjá okkur og veit bara ekki hvað gerist hjá okkur. Við vorum alveg í séns undir lokin en náðum bara ekki að skora,” sagði Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyri, eftir tap gegn Valsmönnum í framlengingu í kvöld, 30-26. Handbolti 26. apríl 2010 22:49
Valsmenn héldu hreinu í framlengingunni og eru komnir í úrslit Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratiitlinn í N1 deild karla í handbolta með 30-26 sigri á Akureyri í framlengdum oddaleik í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Staðan var 26-26 eftir venjulegan leiktíma en Hlynur Morthens, markvörður Vals, fór á kostum í framlengingunni og hélt marki sínu hreinu. Handbolti 26. apríl 2010 21:20
Úrslitaleikur Vals og Akureyrar í kvöld - Hvernig verður mætt í Vodafone-höllina? Valur og Akureyri mætast í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni N-1 deildar karla í handbolta. Um hreinan úrslitaleik er að ræða um sæti í úrslitarimmunni við Hauka. Handbolti 26. apríl 2010 14:15
Júlíus Jónasson í viðræðum við Val Júlíus Jónasson hefur verið í viðræðum við að taka við liði Vals undanfarna daga. Júlís sagði við Vísi í dag að viðræður ættu að klárast á allra næstu dögum. Handbolti 26. apríl 2010 13:30
Óskar Bjarni hættir með Val Óskar Bjarni Óskarsson mun hætta þjálfun Vals eftir tímabilið. Óskar stýrir liðinu gegn Akureyri í kvöld í undanúrslitum Íslandsmótsins í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitarimmunni. Handbolti 26. apríl 2010 09:30
Grótta mætir Aftureldingu í úrsliti umspilsins Grótta er komið í úrslit í umspilskeppni í N1-deildar karla eftir sigur á Víkingi í kvöld, 29-26. Handbolti 25. apríl 2010 22:04
Fögnuður Valsmanna - myndir Valur fagnaði í dag sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna í 27 ár og var gleðin ósvikin. Handbolti 25. apríl 2010 22:00
Rúnar Sigtryggsson: Ótrúlegt hvernig HSÍ tæklar þessi mál Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leiknum gegn Val í gær. Akureyringar töpuðu 25-31 en liðin mætast í úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum við Hauka annað kvöld. Handbolti 25. apríl 2010 15:00
Óskar Bjarni: Lofa sigri ef við fyllum húsið á mánudaginn Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, leyfði sínum mönnum að spila frjálsan bolta í leiknum gegn Akureyi, og hann var stoltur maður eftir 25-31 sigur Handbolti 24. apríl 2010 23:07
Jónatan: Liðin eiga að vera á núlli hjá dómurunum þegar leikurinn byrjar Jónatan Magnússon, fyrirliði Akureyrar, var ómyrkur í máli eftir tapið gegn Val í kvöld. Hann gagnrýnir dómara leiksins harkalega. Handbolti 24. apríl 2010 22:56
Umfjöllun: Valur stóðst áhlaup Akureyrar Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag. Handbolti 24. apríl 2010 22:24
Valur knúði fram oddaleik Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 31-25, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í úrslitakeppni N1-deild karla. Handbolti 24. apríl 2010 21:47
Elías Már: Við ætlum að klára þetta „Þetta var kannski óþarfi að hleypa HK svona nálægt undir lokin en þeir eru með gott lið og það er seygla í þessu og við erum að spila finnst mér frekar ílla sóknarlega eiginlega allan leikinn. Handbolti 24. apríl 2010 18:52
Sveinbjörn: Fúlir í kvöld en brosum kannski á morgun „Það er hundleiðinlegt að eiga fínan dag annan leikinn í röð en það dugar ekki," sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, eftir tap gegn Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitaviðureign N1-deild karla í handbolta. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Hauka 19-21 og HK-menn eru á leið í sumarfrí. Handbolti 24. apríl 2010 18:35
Umfjöllun: Haukar á leið í úrslitarimmuna eftir sigur í Digranesinu Haukar unnu 19-21 sigur á HK í Digranesinu í undanúrslitum Íslandsmót karla í handbolta í dag. Leiknum var að ljúka en lokamínúturnar voru æsispennandi. Handbolti 24. apríl 2010 17:26
Ragnar líklega ekki meira með HK Ólíklegt er að Ragnar Hjaltested muni spila meira með HK á tímabilinu en hann meiddist í leik liðsins gegn Haukum í gær. Handbolti 23. apríl 2010 16:15
Haukar lögðu HK-inga - myndasyrpa Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, skemmti sér konunglega á leik Hauka og HK í undanúrslitum N1-deildar karla í gær. Handbolti 23. apríl 2010 07:00
Akureyri sótti sigur á Hlíðarenda - myndasyrpa Akureyringar lögðu leið sína í bæinn í gær og unnu sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildarinnar. Handbolti 23. apríl 2010 06:00
Aron: Markverðirnir frábærir Aron Kristjánsson hrósaði markvörðum beggja liða eftir sigur Hauka á HK í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld, 22-20. Handbolti 22. apríl 2010 21:54
Vilhelm Gauti: Erum ekki dyramottur fyrir Haukana Vilhelm Gauti Bergsveinsson segir að herslumuninn hafi vantað upp á hjá sínum mönnum í HK gegn Haukum í kvöld. Handbolti 22. apríl 2010 21:45
Umfjöllun: Birkir Ívar vann þessa lotu Engu líkara var en að markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum og Sveinbjörn Pétursson, HK, háðu einvígi þegar liðin mættust í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Handbolti 22. apríl 2010 21:11
Rúnar: Kláruðum þetta þó ýmislegt hafi verið á móti okkur „Þetta var mjög ánægjulegur sigur," sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, sem vann frábæran sigur á Hlíðarenda í dag. Akureyri getur nú tryggt sér í úrslit með því að leggja Valsmenn norðan heiða á laugardag. Handbolti 22. apríl 2010 19:30
Umfjöllun: Akureyringar í sumarskapi gegn Valsmönnum Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Handbolti 22. apríl 2010 17:15
Magnús spáir Val og HK í úrslitin Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. Handbolti 22. apríl 2010 12:00
Magnús Erlendsson valinn besti leikmaðurinn Magnús Erlendsson markvörður Framara var valinn besti leikmaður þriðja og síðasta hluta N1-deildar karla en valið fyrir umferð 15 til 21 var tilkynnt í hádeginu. Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var valinn besti þjálfarinn í þessum síðustu sjö umferðum deildarkeppninnar. Handbolti 21. apríl 2010 13:00
Hrafnhildur Skúla: Þetta er allt undir okkur komið „Þetta var frábært og við ákváðum að koma geðsjúkar til leiks og taka breiðholtið á þetta. Ef að við spilum svona vörn þá vinna þær okkur ekki, þetta er allt undir okkur komið," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir ánægð eftir sannfærandi sigur á Fram í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna en staðan er nú 2-0 Val í vil. Handbolti 20. apríl 2010 22:37
Halldór áfram með Fram Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningi við Halldór Jóhann Sigfússon sem mun spila með liðinu næstu tvö árin. Handbolti 19. apríl 2010 19:45