Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valsmenn á leið í úrslitaslaginn á móti Haukum

    Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óskar Bjarni segir framtíð sína óljósa

    „Nei það er ekki alveg á hreinu hvað ég geri,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur liðsins gegn Akureyri í kvöld er hann var spurður um framtíð sína en ljóst er að Óskar mun ekki stýra Valsliðinu næsta vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Árni Þór: Hundfúll og hálf orðlaus

    „Ég var ekki ánægður með framlenginguna hjá okkur og veit bara ekki hvað gerist hjá okkur. Við vorum alveg í séns undir lokin en náðum bara ekki að skora,” sagði Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyri, eftir tap gegn Valsmönnum í framlengingu í kvöld, 30-26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn héldu hreinu í framlengingunni og eru komnir í úrslit

    Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratiitlinn í N1 deild karla í handbolta með 30-26 sigri á Akureyri í framlengdum oddaleik í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Staðan var 26-26 eftir venjulegan leiktíma en Hlynur Morthens, markvörður Vals, fór á kostum í framlengingunni og hélt marki sínu hreinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óskar Bjarni hættir með Val

    Óskar Bjarni Óskarsson mun hætta þjálfun Vals eftir tímabilið. Óskar stýrir liðinu gegn Akureyri í kvöld í undanúrslitum Íslandsmótsins í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitarimmunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valur stóðst áhlaup Akureyrar

    Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Elías Már: Við ætlum að klára þetta

    „Þetta var kannski óþarfi að hleypa HK svona nálægt undir lokin en þeir eru með gott lið og það er seygla í þessu og við erum að spila finnst mér frekar ílla sóknarlega eiginlega allan leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sveinbjörn: Fúlir í kvöld en brosum kannski á morgun

    „Það er hundleiðinlegt að eiga fínan dag annan leikinn í röð en það dugar ekki," sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, eftir tap gegn Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitaviðureign N1-deild karla í handbolta. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Hauka 19-21 og HK-menn eru á leið í sumarfrí.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Akureyringar í sumarskapi gegn Valsmönnum

    Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Magnús spáir Val og HK í úrslitin

    Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Magnús Erlendsson valinn besti leikmaðurinn

    Magnús Erlendsson markvörður Framara var valinn besti leikmaður þriðja og síðasta hluta N1-deildar karla en valið fyrir umferð 15 til 21 var tilkynnt í hádeginu. Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var valinn besti þjálfarinn í þessum síðustu sjö umferðum deildarkeppninnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hrafnhildur Skúla: Þetta er allt undir okkur komið

    „Þetta var frábært og við ákváðum að koma geðsjúkar til leiks og taka breiðholtið á þetta. Ef að við spilum svona vörn þá vinna þær okkur ekki, þetta er allt undir okkur komið," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir ánægð eftir sannfærandi sigur á Fram í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna en staðan er nú 2-0 Val í vil.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór áfram með Fram

    Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningi við Halldór Jóhann Sigfússon sem mun spila með liðinu næstu tvö árin.

    Handbolti