Ásbjörn: Fullt af öðrum leikmönnum í FH sem voru líka frábærir „Ég er hæstánægður með þessi verðlaun enda er þetta fínasta viðurkenning fyrir mann," sagði Ásbjörn Friðriksson sem í dag var valinn besti leikmaður umferða 15 til 21 í N1 deild karla í handbolta. Handbolti 12. apríl 2011 13:45
FH-ingar sópuðu til sín verðlaunum - Ásbjörn valinn bestur FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Handbolti 12. apríl 2011 12:15
Kristinn: Vorum bara klaufar í lokin „Ég er bara svekktur því við ætluðum okkar að vinna þennan leik,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir ósigurinn í kvöld. Handbolti 8. apríl 2011 00:28
Kristján Arason: Erum klárir í úrslitakeppnina "Ég var bara mjög ánægður með liðið í kvöld,“ sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. Handbolti 7. apríl 2011 23:44
Umfjöllun: FH vann HK í hörkuleik FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. Handbolti 7. apríl 2011 22:04
Lokaumferðin í N1 deild karla: Fram hélt 3. sætinu Fram hélt þriðja sætinu í N1 deild karla þrátt fyrir níu marka tap á Akureyri, 26-35, í lokaumferðinni í kvöld. HK átti möguleika á að ná Fram en tapaði með tveggja marka mun fyrir FH, 27-29 í Digranesi. Akureyri mætir HK í undanúrslitum úrslitakeppninnar en FH mætir Fram. Undanúrslitaeinvígin hefjast á fimmtudaginn eftir eina viku. Handbolti 7. apríl 2011 20:55
Lokaumferð N1-deildar karla í kvöld Stórleikurinn í Vesturbænum í kvöld er ekki eini íslenski íþróttaviðburðurinn í dag. Lokaumferð N1-deildar karla fer einnig fram í kvöld. Handbolti 7. apríl 2011 14:30
Stjakaði við dómara og fékk fjögurra leikja bann Aganefnd HSÍ dæmdi Arnar Birki Hálfdánarson, leikmann Fram, í fjögurra leikja bann vegna mjög alvarlegrar framkomu í garð dómara í leik með 3. flokki Fram gegn FH. Handbolti 7. apríl 2011 13:15
Viggó grillaði ofan í svanga FH-inga FH-ingar buðu upp á hreint glæsilega umgjörð í kringum leik FH og Hauka í gærkvöldi. Svo góða að forsetahjónin mættu í stemninguna. Handbolti 1. apríl 2011 23:00
FH sá til þess að Haukar verða ekki í úrslitakeppninni - myndir FH-ingar höfðu yfir miklu að gleðjast í Kaplakrikanum í gærkvöldi því það var ekki nóg með að þeir unnu 24-23 sigur á nágrönnum sínum í Haukum og tryggðu sér endanlega annað sætið í deildinni því með þessum sigri sáu þeir einnig til þess að Haukar verða ekki með í úrslitakeppninni í ár. Handbolti 1. apríl 2011 08:30
Pálmar: Sá það á Dorrit að hún hélt með FH Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson, markvörður FH, var ein af hetjum FH eftir að hann varð lokaskot leiksins í sigri FH á Haukum í kvöld, 24-23, í N1 deild karla. Pálmar var hrikalega sáttur með sigurinn sem þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár. Handbolti 31. mars 2011 22:41
Birkir Ívar: Hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina "Það er hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður og annar þjálfara Hauka eftir tap liðsins gegn FH í kvöld, 24-23 í spennandi leik. Tapið þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár í N1 deildinni. Handbolti 31. mars 2011 22:38
Ólafur Bjarki: Frábær stemmning hjá okkur í kvöld "Frábær leikur hjá okkur og mikilvægur sigur,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir sigurinn í kvöld. HK vann glæsilegan sigur á Fram, 35-26, í Safamýrinni og tryggði í leiðinni sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Ólafur Bjarki átti frábæran leik og skoraði 9 mörk úr öllum regnbogans litum. Handbolti 31. mars 2011 22:24
Reynir: Skil ekki hvernig menn komu til leiks "Þetta var mjög svo lélegur leikur hjá okkur og ég skil hreinlega ekki hvernig menn komu stemmdir,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Framarar voru kjöldregnir á sínum eigin heimavelli gegn HK, en leikurinn endaði með 35-26 sigri HK. Handbolti 31. mars 2011 22:09
Björn Ingi: Ekkert mál að verja fyrir framan þessa vörn "Þetta kemur mér virkilega á óvart,“ sagði Björn Ingi Friðþjófsson eftir sigurinn í kvöld. HK bar sigur úr býtum gegn Fram í næstsíðustu umferð N1-deildar karla, en leikurinn fór 35-26 og fór fram í Safamýrinni, heimavelli Fram. HK náði að tryggja sér í undanúrslit með sigrinum og því voru fagnaðarlætin gríðarleg. Handbolti 31. mars 2011 22:01
Heimir: Menn eins og Uxinn mega ekki gleymast Fyrirliðinn Heimir Örn Árnason lék sér að því að henda bikarnum fyrir sigur í N1-deildinni á loft í kvöld. Mikil stemning var í Höllinni á Akureyri þegar bikarinn flaug á loft hjá fyrirliðanum sem sjálfur var kampakátur. Handbolti 31. mars 2011 21:57
Hafþór: Okkar úrslitakeppni er framundan Afturelding felldi Selfoss með sigri á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Liðið keppir í fjögurra liða úrslitakeppni um laust sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Handbolti 31. mars 2011 21:52
Umfjöllun: HK á leið í úrslitakeppnina eftir stórsigur á Fram HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu. Handbolti 31. mars 2011 21:51
Valsmenn felldu Selfoss en misstu af úrslitakeppninni Valsmenn unnu sinn fimmta sigur í síðustu sjö leikjum í N1 deild karla þegar þeir unnu sex marka sigur á Selfossi, 26-19, í Vodafone-höllinni en það var þó ekki nóg til þess að halda lífi í voninni um að komast í úrslitakeppninni. HK vann Fram á sama tíma og eiga Hlíðarendapiltar því ekki lengur möguleika á því að ná fjórða og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina. Handbolti 31. mars 2011 21:14
HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni - burstuðu Fram HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með níu marka sigri á Fram, 35-26, í Safamýrinni í N1 deild karla í handbolta í kvöld. HK-liðið keyrði yfir Framliðið í seinni hálfleiknum sem liðið vann 18-12 en staðan var 17-14 fyrir HK í hálfleik. Handbolti 31. mars 2011 21:09
Umfjöllun: FH marði eins marks sigur gegn grönnunum FH gulltryggði sér annað sætið í N1 deild karla í kvöld með að leggja granna sína í Haukum af velli í Kaplakrika í kvöld, 24-23, í æsispennandi leik. Leikurinn var í járnum allan tímann og en FH-ingar náðu að skora sigurmarkið þegar hálf mínúta er eftir af leiknum. Með ósigrinum er einnig ljóst að möguleikar Hauka á að komast í úrslitakeppnina er nú aðeins stjarnfræðilegir. Handbolti 31. mars 2011 20:29
Umfjöllun: UMFA í umspil eftir sigur á meisturunum - Selfoss fallið Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Handbolti 31. mars 2011 20:17
Möguleikarnir í N1-deild karla fyrir næstsíðustu umferðina í kvöld Næstsíðasta umferð N1-deildar karla fer fram í kvöld en mikil spenna ríkir um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Handbolti 31. mars 2011 15:00
Atli tekur lagið í kvöld - Fiskinn hennar Stínu Atli Hilmarsson þarf að taka lagið fyrir leikmenn Akureyrar í kvöld en þá taka þeir á móti bikarnum eftir að liðið varð deildarmeistari á dögunum. Handbolti 31. mars 2011 14:45
Logi: Viljum fylla húsið af FH-ingum Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 31. mars 2011 13:30
Forsetinn mætir á Hafnarfjarðarslaginn Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hefur verið boðið á Hafnarfjarðaslag FH og Hauka sem fer fram í N1-deild karla í kvöld. Forsetinn hefur reyndar legið með flensu en hann hefur nú staðfest komu sína. Handbolti 31. mars 2011 12:15
Fyrsti titill Akureyrar - myndir Akureyringar fögnuðu innilega í Digranesi í gær er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þetta var þriðja tækifæri Akureyrar til að tryggja sigur í deildinni og það hafðist loksins. Handbolti 29. mars 2011 08:00
Valur lagði Aftureldingu og jafntefli á Selfossi Valur eygir enn smá von um að komast í úrslitakeppni N1-deildar karla eftir nauman heimasigur á Aftureldingu í kvöld. Handbolti 28. mars 2011 22:13
Bjarni: Það verður erfitt fyrir liðin að koma norður "Þetta er frábær tilfinning," sagði Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, eftir að liðið hafði tryggt sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyri vann HK í frábærum leik, 32-29, og eru því með 31 stig í efsta sæti N1-deildar karla. Handbolti 28. mars 2011 21:43
Kristinn: Mættum til leiks í síðari hálfleik "Þetta var virkilega súrsætur leikur, en við mættum ekki til leiks fyrir en í hálfleik,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. HK-ingar töpuðu, 32-29, fyrir Akureyri eftir að hafa verið 10 mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var hluti af 19.umferð N1-deilda karla og fór fram í Digranesinu. Handbolti 28. mars 2011 21:28