Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    FH-ingar sópuðu til sín verðlaunum - Ásbjörn valinn bestur

    FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: FH vann HK í hörkuleik

    FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Lokaumferðin í N1 deild karla: Fram hélt 3. sætinu

    Fram hélt þriðja sætinu í N1 deild karla þrátt fyrir níu marka tap á Akureyri, 26-35, í lokaumferðinni í kvöld. HK átti möguleika á að ná Fram en tapaði með tveggja marka mun fyrir FH, 27-29 í Digranesi. Akureyri mætir HK í undanúrslitum úrslitakeppninnar en FH mætir Fram. Undanúrslitaeinvígin hefjast á fimmtudaginn eftir eina viku.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH sá til þess að Haukar verða ekki í úrslitakeppninni - myndir

    FH-ingar höfðu yfir miklu að gleðjast í Kaplakrikanum í gærkvöldi því það var ekki nóg með að þeir unnu 24-23 sigur á nágrönnum sínum í Haukum og tryggðu sér endanlega annað sætið í deildinni því með þessum sigri sáu þeir einnig til þess að Haukar verða ekki með í úrslitakeppninni í ár.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Pálmar: Sá það á Dorrit að hún hélt með FH

    Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson, markvörður FH, var ein af hetjum FH eftir að hann varð lokaskot leiksins í sigri FH á Haukum í kvöld, 24-23, í N1 deild karla. Pálmar var hrikalega sáttur með sigurinn sem þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur Bjarki: Frábær stemmning hjá okkur í kvöld

    "Frábær leikur hjá okkur og mikilvægur sigur,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir sigurinn í kvöld. HK vann glæsilegan sigur á Fram, 35-26, í Safamýrinni og tryggði í leiðinni sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Ólafur Bjarki átti frábæran leik og skoraði 9 mörk úr öllum regnbogans litum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir: Skil ekki hvernig menn komu til leiks

    "Þetta var mjög svo lélegur leikur hjá okkur og ég skil hreinlega ekki hvernig menn komu stemmdir,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Framarar voru kjöldregnir á sínum eigin heimavelli gegn HK, en leikurinn endaði með 35-26 sigri HK.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Björn Ingi: Ekkert mál að verja fyrir framan þessa vörn

    "Þetta kemur mér virkilega á óvart,“ sagði Björn Ingi Friðþjófsson eftir sigurinn í kvöld. HK bar sigur úr býtum gegn Fram í næstsíðustu umferð N1-deildar karla, en leikurinn fór 35-26 og fór fram í Safamýrinni, heimavelli Fram. HK náði að tryggja sér í undanúrslit með sigrinum og því voru fagnaðarlætin gríðarleg.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heimir: Menn eins og Uxinn mega ekki gleymast

    Fyrirliðinn Heimir Örn Árnason lék sér að því að henda bikarnum fyrir sigur í N1-deildinni á loft í kvöld. Mikil stemning var í Höllinni á Akureyri þegar bikarinn flaug á loft hjá fyrirliðanum sem sjálfur var kampakátur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: HK á leið í úrslitakeppnina eftir stórsigur á Fram

    HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn felldu Selfoss en misstu af úrslitakeppninni

    Valsmenn unnu sinn fimmta sigur í síðustu sjö leikjum í N1 deild karla þegar þeir unnu sex marka sigur á Selfossi, 26-19, í Vodafone-höllinni en það var þó ekki nóg til þess að halda lífi í voninni um að komast í úrslitakeppninni. HK vann Fram á sama tíma og eiga Hlíðarendapiltar því ekki lengur möguleika á því að ná fjórða og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: FH marði eins marks sigur gegn grönnunum

    FH gulltryggði sér annað sætið í N1 deild karla í kvöld með að leggja granna sína í Haukum af velli í Kaplakrika í kvöld, 24-23, í æsispennandi leik. Leikurinn var í járnum allan tímann og en FH-ingar náðu að skora sigurmarkið þegar hálf mínúta er eftir af leiknum. Með ósigrinum er einnig ljóst að möguleikar Hauka á að komast í úrslitakeppnina er nú aðeins stjarnfræðilegir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Forsetinn mætir á Hafnarfjarðarslaginn

    Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hefur verið boðið á Hafnarfjarðaslag FH og Hauka sem fer fram í N1-deild karla í kvöld. Forsetinn hefur reyndar legið með flensu en hann hefur nú staðfest komu sína.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fyrsti titill Akureyrar - myndir

    Akureyringar fögnuðu innilega í Digranesi í gær er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þetta var þriðja tækifæri Akureyrar til að tryggja sigur í deildinni og það hafðist loksins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kristinn: Mættum til leiks í síðari hálfleik

    "Þetta var virkilega súrsætur leikur, en við mættum ekki til leiks fyrir en í hálfleik,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. HK-ingar töpuðu, 32-29, fyrir Akureyri eftir að hafa verið 10 mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var hluti af 19.umferð N1-deilda karla og fór fram í Digranesinu.

    Handbolti