Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Forsetinn mætir á Hafnarfjarðarslaginn

    Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hefur verið boðið á Hafnarfjarðaslag FH og Hauka sem fer fram í N1-deild karla í kvöld. Forsetinn hefur reyndar legið með flensu en hann hefur nú staðfest komu sína.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fyrsti titill Akureyrar - myndir

    Akureyringar fögnuðu innilega í Digranesi í gær er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þetta var þriðja tækifæri Akureyrar til að tryggja sigur í deildinni og það hafðist loksins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kristinn: Mættum til leiks í síðari hálfleik

    "Þetta var virkilega súrsætur leikur, en við mættum ekki til leiks fyrir en í hálfleik,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. HK-ingar töpuðu, 32-29, fyrir Akureyri eftir að hafa verið 10 mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var hluti af 19.umferð N1-deilda karla og fór fram í Digranesinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli: Frábær stund fyrir félagið

    "Þetta er frábært fyrir félagið,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, mjög svo ánægður eftir sigurinn í kvöld. Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Akureyri Deildarmeistari eftir sigur á HK

    Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyringar voru með tíu marka forskot í hálfleik og allt leit út fyrir að HK-ingar yrðu niðurlægðir á sínum eigin heimavelli. Heimamenn komu virkilega sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í aðeins eitt mark, en lengra komust þeir ekki og Akureyringar unnu sinn fyrsta titill í sögu félagsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri er deildarmeistari

    Handknattleikslið Akureyrar vann í kvöld sinn fyrsta titil í stuttri sögu félagsins. Akureyri lagði þá HK af velli, 32-29, í Digranesi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framarar fóru illa með Hauka á Ásvöllum - myndir

    Framarar fóru á kostum í tólf marka sigri á Haukum, 34-22, á Ásvöllum í gær. Framliðið sýndi þarna að liðið er búið að hrista af sér slen síðustu vikna og er greinilega komið aftur á beinu brautina eftir tvo góða sigurleiki í röð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir: Fórum í naflaskoðun

    "Þetta er allt annað Framlið en menn hafa séð að undanförnu,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, eftir sigurinn í dag. Fram gjörsigraði Hauka, 34-22, í 19.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Örn: Þetta var bara afhöfðun

    "Þetta var bara afhöfðun með öllu," sagði Einar Örn Jónsson, leikmaður Haukar, eftir að lið hans hafði verið niðurlægt á sínum eigin heimavelli. Framarar gjörsamlega rústuðu Haukum 34-22 í 19.umferð N1-deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Framarar niðurlægðu Hauka á þeirra eigin heimavelli

    Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hlynur: Pálmar klárar leikinn fyrir FH

    Hlynur Morthens, markvörður Vals, stóð vaktina ágætlega í kvöld en það dugði ekki til því FH vann leikinn og svo gott sem gerði út um vonir Valsmanna á því að komast í úrslitakeppnina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Von Valsmanna afar veik

    Draumur Valsmanna um að komast í úrslitakeppni N1-deildar karla svo gott sem dó í kvöld er þeir urðu að sætta sig við tap, 30-25, gegn FH í Krikanum í kvöld. FH styrkti um leið stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Slátrun í Hveragerði

    Leik Hamars og Njarðvíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar lauk með 83-47 sigri Hamarsstúlkna. Þær tóku því 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Klárar Akureyri titilinn í kvöld?

    Heil umferð fer fram í N1-deild karla í kvöld og líkt og í síðustu umferð þá eiga Akureyringar möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn sem verður fyrsti titillinn í sögu félagsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tjörvi kom Haukum upp í fjórða sætið

    Tjörvi Þorgeirsson tryggði Haukum mikilvægan 29-28 sigur á HK á Ásvöllum í kvöld í baráttu liðanna í 4. og 5. sætinu í N1 deild karla. Með sigrinum tóku Haukar fjórða sætið af Kópavogsliðinu og unnu jafnframt sinn fyrsta sigur undir stjórn þeirra Gunnars Bergs Viktorssonar og Birkis Ívars Guðmundssonar.

    Handbolti