Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. Handbolti 27. apríl 2011 12:22
Ólafur: Það verður miklu betri stemning í Krikanum Ólafi Guðmundssyni virtist létt eftir frábæran sigur FH á Akureyri í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. FH tryggði sér sigur á lokasekúndunni og hefur 1-0 forystu í einvíginu. Handbolti 26. apríl 2011 23:38
Atli Rúnar: Hugsaði ekkert sérstakt Atli Rúnar Steinþórsson var kampakátur eftir sigurmark sitt gegn Akureyri í kvöld. Hann skoraði um leið og lokaflautan gall og tryggði Hafnfirðingum forskot í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 26. apríl 2011 23:26
Afturelding komin 1-0 yfir á móti Stjörnunni Afturelding steig eitt skref í átt að því að halda sæti sínu í N1 deild karla í handbolta þegar liðið vann 28-27 sigur á Stjörnunni í fyrsta úrslitaleik liðanna um sæti í N1 deild karla á næsta tímabili. Mosfellingar eru þar með komnir í 1-0 en tvo sigra þarf til að tryggja sér sætið í úrvalsdeildinni. Handbolti 26. apríl 2011 22:17
Atli Hilmarsson mjög ósáttur við dómarana Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var langt frá því að vera sáttur við dómara leiksins gegn FH í kvöld Ástæðan er rauða spjaldið undir lokin. Handbolti 26. apríl 2011 21:56
Umfjöllun: Sigurmark Atla á lokasekúndunni Atli Rúnar Steinþórsson tryggði FH dramatískan sigur með síðasta kasti leiksins gegn Akureyri í kvöld. Lokatölur 21-22. Þetta var fyrsti leikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en þrjá sigurleiki þarf til að verða meistari. Handbolti 26. apríl 2011 20:43
Einar Andri: Þetta verða hnífjafnir leikir Logi Geirsson mun spila með FH gegn Akureyri í kvöld þó svo hann sé ekki upp á sitt besta og geti ekki beitt sér af fullum krafti. Úrslitarimman um Íslandsmeistaratitilinn um handbolta hefst í kvöld. Handbolti 26. apríl 2011 15:45
Guðlaugur: Var rólegur í páskaeggjaátinu Úrslitarimman í N1-deild karla hefst í kvöld þegar deildarmeistarar Akureyrar taka á móti FH í íþróttahöllinni á Akureyri. Rúm vika er síðan undanúrslitin kláruðust og við það eru margir ósáttir. Handbolti 26. apríl 2011 14:30
Afturelding í úrslit en oddaleik þarf hjá Stjörnunni og ÍR Afturelding mun leika til úrslita um laust sæti í N1-deild karla næsta vetur en oddaleik þarf á milli Stjörnunnar og ÍR um hvort liðið mætir Mosfellingum í úrslitum. Handbolti 19. apríl 2011 23:02
Oddur heldur út til Þýskalands í dag "Ég ætla að skella mér til Þýskalands á morgun og skoða aðstæður hjá Wetzlar,” sagði Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Oddur mun halda til Þýskalands í dag þar sem hann mun verða til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Wetzlar í eina þrjá daga. Handbolti 19. apríl 2011 12:45
Guðmundur: Sigur liðsheildarinnar "Ég er alveg búin á því, en mikið rosalega er ég ánægður,“ sagði Guðmundur Hólmar, leikmaður Akureyrar, eftir sigurinn í gær. Handbolti 19. apríl 2011 11:30
Kristinn: Við erum virkilega svekktir „Ég er auðvita drullu svekktur, við ætluðum okkur áfram og ekkert annað,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. HK-ingar eru komnir í sumarfrí eftir tap gegn Akureyri í oddaleik undanúrslitana. Handbolti 19. apríl 2011 10:45
Atli: Heimavöllurinn á eftir að skila okkur langt "Seinni hálfleikurinn var í raun okkar frá fyrstu mínútu,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í gær. Akureyri komst í gær í úrslitaeinvígið gegn FH í N1-deild karla eftir góðan sigur gen HK í oddaleik. Handbolti 19. apríl 2011 10:00
Ólafur: Gekk bara ekki upp hjá okkur "Þetta gekk ekki alveg hjá okkur í kvöld,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn gegn Akureyri í gær. Ólafur Bjarki átti samt sem áður algjöran stórleik og Akureyringar réðu ekkert við þennan snjalla leikstjórnanda. Handbolti 19. apríl 2011 09:30
FH rúllaði yfir Fram - myndir FH komst í úrslit N1-deildar karla í gær með sannfærandi stórsigri á Fram í Kaplakrika. Jafnt var á tölum í fyrri hálfleik en aðeins eitt lið var á vellinum í síðari hálfleik. Handbolti 19. apríl 2011 07:00
Heimir: Þetta er frábær tilfinning „Þetta er frábær tilfinning að vera komin í úrslit,“ sagði Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, eftir sigurinn á HK í oddaleiknum fyrir norðan í kvöld. Handbolti 18. apríl 2011 23:49
Oddur keyrir frá Akureyri til Keflavíkur í nótt Oddur Gretarsson á langa nótt fyrir höndum. Hann þarf að keyra frá Akureyri til Keflavíkur þaðan sem hann fer til Þýskalands í fyrramálið. Hann er á leiðinni á reynslu hjá Wetzlar. Handbolti 18. apríl 2011 22:00
Guðmundur búinn á því - Heimir hótar alltaf að hætta Það var létt yfir Guðmundi Hólmari Helgasyni eftir sigurinn á HK í kvöld, eins og öllum Akureyringum. Guðmundur var markahæsti leikmaður liðsins í 28-25 sigri. Handbolti 18. apríl 2011 21:56
Atli tileinkar Guðlaugi sigurinn - Ælandi heima að létta sig Atli Hilmarsson tileinkaði Guðlaugi Arnarssyni, Húsavíkurtröllinu sem oftast er kallaður Öxlin, sigurinn á HK í kvöld. Hann sat heima á dollunni með nóró vírusinn að öllum líkindum og því vantaði þennan lykilmann í vörn Akureyrar í kvöld. Handbolti 18. apríl 2011 21:46
Umfjöllun: Akureyri í úrslitin Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik. Handbolti 18. apríl 2011 20:07
Heimir Örn: Fá norðlensku geðveikina í gang Heimir Örn Árnason, leikstjórnandinn sterki í liði Akureyrar, segir að nú gildi ekkert annað en að fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með sér í lið í kvöld. Enski boltinn 18. apríl 2011 18:15
Oddur fer til Wetzlar í fyrramálið Landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, heldur til Þýskalands í fyrramálið þar sem hann verður til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Wetzlar fram á föstudag. Handbolti 18. apríl 2011 17:35
Kristján: Tilbúnir og heitir Kristján Arason, annar þjálfara FH, segir sína menn ekki slegna út af laginu eftir tapið fyrir Fram um helgina. Liðin mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Handbolti 18. apríl 2011 16:45
Halldór: Eigum talsvert inni "Við höfum sagt það áður að við ætlum okkur stóra hluti á þessu tímabili og við viljum fara lengra. Það er spurning hvort það takist í kvöld,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði Fram. Handbolti 18. apríl 2011 16:00
Ólafur Bjarki: Allir tilbúnir Ólafur Bjarki Ragnarsson, skyttan öfluga í liði HK, á von á hörkuleik gegn Akureyri í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Handbolti 18. apríl 2011 14:15
Vilhelm: Frábær leikur hjá okkur „Þetta gerist varla betra,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. HK vann frábæran sigur, 31-23, gegn Akureyri í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Handbolti 16. apríl 2011 19:01
Atli: Versti leikur okkar undir minni stjórn „Þetta er í raun slakasta frammistaða sem ég hef séð frá liðinu undir minni stjórn,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir að lið hans hafði steinlegið gegn HK, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handbolta. Handbolti 16. apríl 2011 18:50
Kristinn: Getum unnið alla ef við erum klókir „Við vissum það að ef við yrðum klókir og skynsamir þá ættum við virkilega góðan möguleika í Akureyri,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir frábæran sigur, 31-23, gegn Akureyri í öðrum leik liðanna, en staðan er 1-1 í einvíginu. Handbolti 16. apríl 2011 18:39
Umfjöllun: HK tryggði sér oddaleik gegn Akureyri HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk. Handbolti 16. apríl 2011 18:22
Akureyringar komnir í 1-0 gegn HK Deildarmeistarar Akureyringar unnu í kvöld þriggja marka sigur á HK í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla, 26-23 Handbolti 14. apríl 2011 21:02