Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar - 25-27 Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða. Handbolti 24. nóvember 2011 14:27
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 21-30 HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Handbolti 24. nóvember 2011 14:25
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 24-33 Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt. Handbolti 24. nóvember 2011 14:20
Þrettán marka bæting á tíu dögum - myndir FH og Akureyri gerðu 29-29 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í Kaplakrika í gærkvöldi en fyrir aðeins tíu dögum hafði FH unnið þrettán marka sigur, 34-21, í bikarleik liðanna á sama stað. Handbolti 24. nóvember 2011 08:45
Heimir Örn: Raggi Njáls ætlar að koma með comeback ársins Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, sagði eftir jafntefli liðsins við FH í kvöld að Akureyringar lumi mögulega á leynivopni sem eigi eftir að reynast liðinu vel í deildinni í vetur. Handbolti 23. nóvember 2011 21:42
FH-ingar styrkja son Hermanns Fannars Einn leikur fer fram í N1-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti Akureyri. 500 krónur af miðaverði mun renna í minningarsjóð í nafni Loga Þórs Hermannssonar sem er sonur Hermanns Fannars Valgarðssonar FH-ings en hann féll frá á dögunum. Handbolti 23. nóvember 2011 15:15
Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 29-29 Íslandsmeistarar FH og deildarmeistarar Akureyrar skildu í kvöld jöfn í æsispennandi leik í Kaplakrika þar sem jafnt var á nánast öllum tölum eftir kaflaskipta byrjun. Handbolti 23. nóvember 2011 11:14
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 22-21 Haukar unnu nauman 22-21 sigur á HK á Ásvöllum í dag. Haukar lyfta sér með sigrinum í toppsæti N1-deildarinnar með jafn mörg stig og Fram en leik til góða. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, var besti maður vallarins með 21 skot varið. Handbolti 20. nóvember 2011 00:01
Sigfús: Þarf bara að taka aðeins af varaforðanum Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. Handbolti 18. nóvember 2011 08:45
Fram flaug á toppinn - myndir Fram er í toppsæti N1-deildar karla eftir dramatískan sigur á Íslandsmeisturum FH í Safamýri í gær. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Framarar mörðu sigur undir lokin. Handbolti 18. nóvember 2011 06:30
Þrándur: Rjúpan er að fara illa með okkur Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar, segir að menn verði að fara að hvíla sig um helgar í staðinn fyrir að fara á rjúpnaveiði helgi eftir helgi. Þrátt fyrir gamansaman tón var Þrándur ekki sáttur með leikinn gegn Akureyri í kvöld. Handbolti 17. nóvember 2011 21:33
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 34-26 Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla og eru nú aðeins einu stigi frá fjórða sætinu eftir öruggan átta marka sigur á Gróttu, 34-26, í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsmenn voru með gott forskot allan leikinn en baráttuglaðir Gróttumenn hættu aldrei og misstu aldrei vonina fyrr en í blálokin. Handbolti 17. nóvember 2011 15:56
Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 34-33 Topplið Fram vann dramatískan sigur, 34-33, á FH í stórleik kvöldsins í N1-deild karla. Úrslitin réðust á lokamínútunni þar sem Róbert Aron Hostet skoraði sigurmarkið áður en skot Andra Bergs Haraldssonar sigldi framhjá rétt áður lokaflautið gall. Handbolti 17. nóvember 2011 15:54
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri-Afturelding 34-26 Akureyri komst aftur á sigurbraut í kvöld þegar Norðanmenn unnu góðan sigur, 34-26, á Aftureldingu. Handbolti 17. nóvember 2011 15:51
Gylfi bjargaði Haukum í Eyjum Haukar urðu í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Eimskipsbikars karla er Haukarnir mörðu sigur, 17-19, á ÍBV í Eyjum. Handbolti 16. nóvember 2011 21:10
Grótta kom á óvart í Mosfellsbænum - myndir Grótta gaf gagnrýnendum langt nef í gær er liðið snéri töpuðum leik sér í hag og komst áfram í 16-liða úrslit Eimskipsbikarsins. Handbolti 15. nóvember 2011 06:30
Valur marði sigur á ÍR 1. deildarlið ÍR stóð í N1-deildarliði Vals er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins í kvöld. Handbolti 14. nóvember 2011 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Grótta 25-27 Grótta vann upp átta marka forystu Aftureldingar í Mosfellbænum í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikars karla með tveggja marka sigri 25-27 eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik 17-13. Handbolti 14. nóvember 2011 17:05
Þrettán marka rassskelling í Krikanum - myndir FH-ingar fóru á kostum á móti Akureyri í gær og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikarsins með 34-21 sigri á norðanmönnum. Handbolti 14. nóvember 2011 08:30
Umfjöllun: FH - Akureyri 34-21 FH fór létt með að slá Akureyri út úr Eimskipsbikarnum, en liðið sigraði norðanmenn 34-21 í 16-liða úrslitum, leikurinn fór fram í Kaplakrika í dag. Sigurinn var aldrei í hættu og Fimleikafélagið mun sterkari aðilinn í leiknum. Ólafur Gústafsson fór mikinn í liði FH og skoraði 9 mörk. Handbolti 13. nóvember 2011 17:10
Stefán: Við megum ekki hlusta á fólkið í kringum okkur Stefán Arnarson, þjálfari Vals, var óhress með margt þrátt fyrir 32-25 sigur Vals á HK í toppslag í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Stefán skilur ekkert í umræðunni um Valsliðið og segir það heldur ekki boðlegt hvað liðin eru að spila fáa leiki í deildini í vetur. Handbolti 12. nóvember 2011 16:00
Fyrsti sigur Valsmanna síðan í september - myndir Valsmenn fögnuðu langþráðum og óvæntum sigri þegar þeir unnu 31-27 sigur á HK í N1 deild karla i handbolta í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. HK-liðið var fyrir leikinn búið að ná í níu af tíu mögulegum stigum í fimm síðustu leikjum sínum í deildinni. Handbolti 11. nóvember 2011 07:00
Einar: Þetta var ekki handbolti heldur box Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir tapið á heimavelli gegn Aftureldingu í kvöld. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína. Handbolti 10. nóvember 2011 22:18
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 31-27 Valur vann kærkominn sigur á HK á heimavelli sínum í kvöld í spennandi og skemmtilegum leik. Valur náði frumkvæðinu á síðustu mínútum fyrir hálfleiks og hélt því út leikinn þó litlu hafi munað að HK kæmist yfir þegar skammt var eftir. Frábær lokasprettur Vals í lok beggja hálfleika lagði grunninn að sigrinum. Handbolti 10. nóvember 2011 15:23
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Grótta 39-24 Akureyri fagnaði langþráðum sigri í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann fimmtán marka stórsigur á Gróttu, 39-24, í Höllinni á Akureyri. Handbolti 10. nóvember 2011 15:21
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 20-23 Afturelding vann afar óvæntan 20-23 sigur á Fram er liðin mættust í Safamýri í kvöld. Davíð Svansson markvörður var hetja þeirra. Handbolti 10. nóvember 2011 15:20
Búið að fresta leik FH og Hauka Búið er að fresta stórleik FH og Hauka vegna sviplegs fráfalls manns úr Hafnarfirði. Leikurinn átti að fara fram í Krikanum á morgun. Handbolti 9. nóvember 2011 14:51
Fossblæddi úr hendinni eftir varið skot Hlynur Morthens, markvörður Vals í N1-deild karla, varð fyrir ansi óvenjulegum meiðslum í síðasta leik liðsins, gegn Haukum í lok október. Sauma þurfti fjögur spor í aðra höndina eftir að greip á milli löngutangar og baugfingurs rifnaði – og það nokkuð illa. Handbolti 9. nóvember 2011 07:00
Rann á bolta og meiddist Það er óhætt að segja að æfingar íslenska landsliðsins gangi ekki stórslysalaust fyrir sig. Hinn ungi og efnilegi markvörður Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson, er einn þeirra sem eru komnir á meiðslalistann. Handbolti 3. nóvember 2011 06:30
Bjarki Már verðlaunaður með landsliðssæti Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, kallaði Bjarka Má Elísson, hornamann HK, inn í æfingarhóp A-landsliðs karla sem hefur æfingar í kvöld. Handbolti 31. október 2011 12:03